Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 12

Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 12
12 15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Þ að eru merkileg tímamót í réttindabaráttu samkyn- hneigðra þegar valdamesti maður heims, Barack Obama forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stuðningi við hjónaband fólks af sama kyni. Forveri hans, George W. Bush, var ekki eingöngu andvígur þessum réttindum heldur reyndi hann að fá stjórnarskrá Bandaríkjanna, því merka mannréttinda- plaggi, breytt þannig að hún bannaði fólki að njóta þeirra. Þegar það er haft í huga er enn skýrara hversu mikil breyting hefur orðið í Hvíta húsinu á skömmum tíma. Obama hefur frá upphafi beitt sér fyrir bættum réttindum sam- kynhneigðra og meðal annars afnumið bann við því að fólk sem er opinberlega samkynhneigt gegni störfum í Bandaríkjaher. Hann hefur þó lengi, og að sumra mati of lengi, beðið með að kveða upp úr um afstöðu sína til þess hitamáls sem hjónaband samkynhneigðra er í Bandaríkjunum. Svo heitt er málið að Obama tekur sjálfsagt nokkra áhættu með því að opinbera skoðun sína. Meðal annars hefur verið bent á að á meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna, sem forsetinn sækir mikið fylgi til, er jafnframt mikil andstaða við hjónaband samkynhneigðra. Obama treystir því þó væntanlega að Mitt Romn- ey frambjóðandi repúblikana eigi áfram svo lítinn hljómgrunn hjá þessum hópum að stefnubreyting í þessu máli verði ekki til þess að margir skipti um lið í forsetakosningunum sem framundan eru. Kosningarnar eru hvort sem er líklegar til að snúast fyrst og fremst um efnahagsmál og afstöðu frambjóðendanna til þeirra. Þótt yfirlýsing Obama verði hugsanlega til þess að bókstafstrúar- menn fylki sér um Romney, hleypir hún líka hans eigin stuðnings- mönnum kapp í kinn, ekki sízt yngra menntafólki sem var hans harðasti stuðningsmannahópur fyrir fjórum árum. Viðhorfið til réttinda samkynhneigðra breytist hratt í Banda- ríkjunum. Árið 2004 sögðust 60 prósent Bandaríkjamanna andvígir hjónabandi samkynhneigðra í könnun Pew Research. Nýleg könnun sömu stofnunar sýnir að andstæðingunum hefur fækkað í 43 pró- sent. Svo skjót breyting á afstöðu til samfélagsmála er ekki algeng í Bandaríkjunum. Gerbreytt afstaða yngra fólks skiptir mestu; tveir þriðju hlutar þeirra sem fæddir eru eftir 1980 sjá ekkert að því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Eftir því sem fleiri koma út úr skápnum eru líka fleiri sem eiga samkynhneigða vini og ættingja og vilja berjast fyrir réttindum þeirra. Enda vísaði Obama til þess í yfirlýsingu sinni að dætur hans ættu vini sem ættu samkynhneigða foreldra – og af hverju ættu þær að vilja að foreldrum vina þeirra væri mismunað? Ákvörðun Obama er til vitnis um pólitískt hugrekki og réttsýni forsetans. Hún hefur ekki bein eða skjót áhrif á réttindi samkyn- hneigðra í Bandaríkjunum, þar sem hjúskaparlöggjöfin er á hendi einstakra ríkja. Hún er hins vegar mikilvægt fordæmi víða um heim, þar sem fólk lítur upp til Obama sem manns sem vann stóran sigur fyrir hönd þeldökkra í Bandaríkjunum og tekur nú nýtt skref í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Árið er 2012, rúmum þremur árum eftir hrun, og aldrei hefur ofríki sérhags- munaaflanna í samfélaginu verið jafn grímulaust. Vikum saman hefur auglýs- ingaherferð útvegsmanna gegn breytingum á eignarhaldi á fiskveiðiauðlind íslensku þjóðarinnar glumið í eyrum landsmanna. Hér er engu til sparað. Langar leiknar sjón- varpsauglýsingar og tilkynningalestur á undan hverjum fréttatíma í útvarpi. Uppi- staðan í skilaboðum útgerðarmanna til þjóðarinnar eru órökstuddar fullyrðingar, illa dulbúnar hótanir og tilfinningaklám af ömurlegustu sort. Síendurtekinn einhliða áróður sem er til þess eins ætlaður að sá fræjum ótta og óvissu í huga fólks. Og allt er það til þess gert að á Alþingi Íslendinga verði þrýstingurinn óbærilegur og þá er ekki ólíklegt að krosstrén fari að bregðast. Í lýðræðissamfélögum ræðir fólk mál- efnin fram og til baka, skiptist á skoðunum, vegur og metur rök með og á móti tiltek- inni fullyrðingu, tekur tillit til andstæðra sjónarmiða og skiptir jafnvel um skoðun að vel athuguðu máli. Alla jafna kemst fólk að niðurstöðu sem er vel ígrunduð og tekur tillit til almannahagsmuna frekar en sér- hagsmuna í samfélaginu. Þessi umræða fer fram á jafnréttisgrundvelli og á opinberum vettvangi; í ábyrgum fjölmiðlum, á opnum fundum, í sveitarstjórnum og á löggjafar- samkomunni. Rökræðan krefst þess að mál- efnið sé skoðað frá öllum hliðum og leyfir ekki þöggun eða ofríki af neinu tagi. Aug- lýsingaherferð útgerðarmanna er að þessu leyti lítið annað en tilræði við frjálsa rök- ræðu í lýðræðissamfélagi. Í lýðræðissamfélagi er ekki hægt að kaupa sér niðurstöðu? Eða hvað? Lög hafa verið sett til að stemma stigu við ofur- valdi peninganna á starfsemi stjórnmála- flokka. Menn virðast almennt hafa ímugust á stjórnmálum þar sem stjórnmálamenn- irnir eru ofurseldir fjármagninu og tala fjálglega um spillingu og vonda stjórnar- hætti í öðrum löndum, t.d. Bandaríkjun- um. En hvað um okkur sjálf? Auglýsinga- herferð útgerðarmanna hafði staðið vikum saman þegar loks fór að heyrast í fólki um að kannski væri þetta ekki eðlileg leið til skoðanaskipta hér á landi. Að ef til vill væri óeðlilegt að kaupa sér niðurstöðu í máli sem varðar grundvallarréttindi almennings; þjóðareign á sameiginlegum auðlindum okkar. Hvort útgerðarmönnum tekst ætlun- arverk sitt mun ráðast á næstu vikum. Nið- urstaðan sker úr um hvort Ísland sé raun- verulegt lýðræðisríki. Má kaupa sér niðurstöðu? Skoðun Þórunn Sveinbjarnar- dóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Humar 2.350 kr.kg Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Sigin Grásleppa Frá Drangsnesi Stór orð Þorvaldur Gylfason hagfræðipró- fessor kvað ansi sterklega að orði í Facebook-færslu á sunnudag. Þar sagði hann um málflutning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlaga- ráðs: „Hann er eins og maðurinn, sem myrti foreldra sína, og baðst síðan miskunnar fyrir rétti á þeirri for- sendu, að hann væri munaðar- laus.“ Umræðan og ábyrgðin Þorvaldur hefur um árabil verið einn af helstu álitsgjöfum þjóðarinnar og ætti að vera ljóst að flest það sem hann segir og skrifar kemst til umræðu og jafnframt að því fylgir nokkur ábyrgð. Skynugt fólk sem óskar þess að sjá vandaðri pólitíska orðræðu myndi kannski haga orðum sínum á smekk- legri hátt en að líkja stjórnmálaleiðtogum við morðingja. Kaffi og með því Í þessum pistli í gær voru því gerðir skórnir að fleira en kaffiþorsti og áhugi á stöðu stjórnarskrármálsins hafi búið að baki heimsóknar þing- flokks Hreyfingarinnar á vinnufund ríkisstjórnarinnar um helgina. Upp úr dúrnum kom að þarna var rætt um að þingflokkurinn skyldi verja ríkisstjórnina falli, að gefnum ýmsum skilyrðum. Í gær funduðu stjórnvöld svo stíft með lífeyrissjóðum, einmitt um eitt af lykilmálum Hreyf- ingarinnar. Stundarkorn yfir kaffibolla getur verið afdrifaríkt. thorgils@frettabladid.is Obama styður hjónaband samkynhneigðra: Tímamót í mann- réttindabaráttu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.