Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 2
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 LANDBÚNAÐUR Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrúta- firði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líkleg- ast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera,“ segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari.“ Hann segir þetta þriðja sumar- ið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökv- unarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta,“ segir hann. Hann vonast þó til að úr ræt- ist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé,“ bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bæn- heyrðir en þar var útlitið veru- lega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnason- ar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rætt- ist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga,“ segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Hey- skapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til,“ bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, korn- ið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvalds- eyri. jse@frettabladid.is VEISTU UM DÆMI? Sendu okkur ábendingu á meira@frettabladid.is Bjarni, er þetta ekki spenn- andi ferðamáti? „Jú, það er rafmögnuð spenna sem fylgir þessu.“ Bjarni Jakob Gíslason notar rafknúið reiðhjól við ferðalög í og úr vinnu, allan ársins hring. Rætt var við Bjarna í Frétta- blaðinu í gær. NÁTTÚRA Rúmlega 1200 jarðskjálft- ar mældust í júní með mælakerfi Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn reyndist 3,7 að stærð og mældist í skjálftahrinu þrjátíu kílómetrum frá Kolbeinsey. Aukin skjálftavirkni mældist í Mýrdalsjökli í júní, en þar urðu 360 jarðskjálftar og áttu 274 af þeim upptök innan Kötluöskjunnar. Jarðskjálftavirkni innan öskj- unnar jókst verulega eftir 7. júní og er talið að smáhlaup hafi komið úr Múlakvísl í kringum 11. júní. Stærsti skjálftinn á þessu svæði mældist rúmlega þrír að stærð. - ktg Jarðskjálftamælingar í júní: Rúmlega 1200 jarðskjálftar SJÁVARÚTVEGUR Strandveiðar verða stöðvaðar á svæði A frá og með deginum í dag. Um er að ræða landið vestanvert og vestfjarða- kjálkann, frá Snæfellsnesi til Súða- víkur. Á morgun verða veiðarnar stöðvaðar á svæði D sem nær yfir Suðurland og Suðvesturhornið, frá Hornafirði yfir Faxaflóann til Borgarness. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er landinu skipt í fjögur svæði. Svæðunum fjórum er svo úthlutað aflamark fyrir hvern mánuð í sumar, frá maí út ágúst. - bþh Veiðbann út af Vesturlandi: Strandveiðar stöðvaðar VIÐSKIPTI Vodafone á Íslandi hefur samið við fyrirtækjaráð- gjöf Íslandsbanka um að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í Kauphöllina. Þá mun Íslandsbanki annast sölu á bréfum Framtakssjóðs Íslands í Vodafone en sjóðurinn er aðal- eigandi fyrirtækisins í dag. Í aðdraganda fyrirhugaðrar skráningar er ráðgert að halda almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi gefst kostur á að kaupa hluti í félaginu. Stefnt er að skráningu Voda- fone í Kauphöllina fyrir árslok 2012. - mþl Sömdu við Íslandsbanka: Vodafone senn skráð á markað VODAFONE Vodafone verður þriðja íslenska fyrirtækið sem skráð verður í Kauphöllina frá hruni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDHELGISGÆSLAN Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunn- ar þrisvar í gær, tvisvar til að flytja slasaða eftir umferðarslys. Í fyrra skiptið flutti þyrlan slasaða frá Hólmavík til Reykjavíkur. Þar hafði orðið tveggja bíla árekstur um klukkan fimm. Þegar þyrlan var að lenda við Landspítalann í Fossvogi barst annað kall um neyðarflutning. Fimm erlendir ferðamenn lentu í umferðaróhappi á Landvegi, móts við Búrfell í umdæmi lögreglunn- ar á Hvolsvelli. Þyrlan lenti með slasaða um níuleytið í gærkvöldi. Þá var óskað eftir aðstoð þyrl- unnar til að berjast við sinuelda nærri Borgarnesi. - bþh Þyrla Landhelgisgæslunnar: Þyrlan flaug þrisvar í gær SPURNING DAGSINS Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð Bændur í Hrútafirði eru uggandi vegna þurrka. Ef ekki rætist úr þarf að fækka fé, segir einn þeirra. Eftir svart útlit virðist ætla að rætast úr sprettu á Vest- fjörðum. Undir Eyjafjöllum una bændur hins vegar glaðir við góða sprettu. En það er náttúrlega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé. GUNNAR ÞÓRARINSSON BÓNDI LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur síðan á föstudag um gæsluvarðhald yfir tveimur mönn- um sem grunaðir eru um innbrot, þvinganir og fjölmörg innbrot. Lögregla hafði upp á mönnunum þegar þeir komu með þriðja mann- inn í útibú banka á höfuðborgar- svæðinu. Þar ætluðu þeir að neyða hann til að taka út peninga af reikn- ingi í bankanum. Þeir höfðu sparkað upp hurðinni á heimili brotaþolans, ógnað honum með hamri og neytt hann út úr íbúðinni og í bankann. Lögreglumennirnir voru á vett- vangi að ræða við vitni þegar menn- irnir komu að. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot í júní og það sem af er júlí. Saksóknari fór fram á gæsluvarð- hald yfir mönnunum vegna rann- sóknarhagsmuna til föstudagsins 13. júlí. Málinu var skotið til Hæsta- réttar af varnaraðila með þeim rök- stuðningi að ekki hafi verið tekin formleg skýrsla af varnaraðila hjá lögreglu. Hæstiréttur hefur hins vegar staðfest úrskurð Héraðsdóms um gæsluvarðhald til klukkan 16 á morgun, miðvikudag. - bþh Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnum sem réðust í íbúð: Brutu upp hurð og neyddu í banka „Samkvæmt skýrslum lögreglu hafi hurð íbúðarinnar verið sparkað upp og manni ógnað með hamri og hafi hann verið neyddur út úr íbúðinni og í útibú […] banka þar sem hann hafi tekið út peninga, en málið virðist tilkomið vegna peningaskuldar. Lög- regla hafi verið stödd á vettvangi að ræða við vitni þegar kærði og með- kærði ásamt brotaþola hafi komið þar að. Hafi þeir verið handteknir í framhaldinu og færðir á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins.“ SVEITARSTJÓRNIR Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fundar í næsta mánuði til að ræða kosti þess og galla að afnema lög um húsmæðraorlof. Í fundarboði sambandsins er vísað til erindis frá Hafnarfjarðar- bæ um að sambandið og Alþingi beiti sér fyrir afnámi laganna. „Hafa umrædd lög um langt skeið sætt mikilli gagnrýni af hálfu sveitarstjórnarmanna,“ segir sam- bandið sem kveður erindi Hafn- firðinga í samræmi við sjónarmið sem borist hafi frá öðrum sveitar- félögum. Eru þar nefnd Garðabær, Hveragerði, Akranes og Mosfells- bær. - gar Vísað til erindis Hafnarfjarðar: Afnám orlofs húsmæðra rætt ÞURRKAR Þurrkar setja víða strik í reikninginn hjá bændum. Svona eru túnin á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. MYND/GUNNAR ÞÓRARINSSON Úr úrskurði Héraðsdóms SVEITARSTJÓRNIR Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stang- veiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði lax- veiðanna í Borgarbyggð er áætlað 3,2 milljarðar króna. Er þar tekið tillit til beinna, óbeinna og afleiddra áhrifa. Að því er segir í fundargerð byggðaráðs kemur fram í lokaverkefni Önnu Steinsen til BS-gráðu í viðskiptafræði frá 2011 að laxveiði í Borgarbyggð var að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar- laxveiði af náttúrulegum stofnum á Íslandi á árunum 1974-2009. Fjórar af tíu fengsælustu lax- veiðiám á Íslandi eru í sveitarfélaginu. Eignarhald á veiðijörðum í Borgarbyggð hefur jafnt og þétt færst úr héraðinu. „Árið 2009 er 41 prósent af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27 prósent,“ segir í fundargerð- inni. Meðal annars á að kanna vannýtt sóknarfæri í stangveiði, hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unninn af heimamönn- um og sömuleiðis hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keyptur innan héraðs. Einnig mögu- leika á því að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í auðlindinni, svo sem með aukinni atvinnu- þátttöku, verslun og þjónustu. - gar Kanna á áhrif og umfang stangveiði sem metin er á 3,2 milljarða í Borgarbyggð: Eignarhald veiðijarða flyst úr héraði LANGÁ Ein margra laxveiðiáa í Borgarbyggð sem veltir miklum fjármunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR TF-LÍF Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem sinnt getur slökkvistörfum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.