Fréttablaðið - 10.07.2012, Page 4
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Sendu okkur ábendingu á
meira@frettabladid.is.
Ranghermt var í frétt blaðsins í gær að
Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan til
að setjast á Alþingi, hafi verið gift. Þá
skal áréttað að Guðrún Erlendsdóttir
hæstaréttardómari gegndi jafnframt
um tíma stöðu forseta Hæstaréttar,
fyrst kvenna. Auk þess skal áréttað að
Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætis-
ráðherra árið 2009.
LEIÐRÉTT
KAMBÓDÍA, BLOOMBERG Læknar
telja líklegt að gin- og klaufaveiki
sé valdur að miklum barnadauða í
Kambódíu. Uppruni veikindanna
liggur þó ekki endanlega fyrir.
Veikindin eru sögð hafa dregið
57 börn til dauða á síðustu fjórum
mánuðum. Flest hafa börnin verið
á aldrinum tveggja til þriggja ára
og aðeins eitt lifað sjúkdóminn af.
Meðal sjúkdómseinkenna eru
hár hiti og öndunarerfiðleikar.
Börnunum hrakaði skjótt og á
seinni stigum veikinnar fengu þau
heilabólgu og lungnablöðrur eyði-
lögðust. Stór hluti barnanna lét
lífið innan sólarhrings eftir inn-
lögn á spítala.
Hugsanlegt þykir að miklu fleiri
en þessi 57 börn hafi smitast og í
raun hafi faraldur brotist út. Flest
börn hafi fengið væg einkenni en
lítill hluti smitaðra ekki ráðið við
veirusýkinguna.
Eitt afbrigði gin- og klaufaveiki
hefur tilhneigingu til að ráðast á
heilastofninn og getur það skýrt
hversu erfiða fylgikvilla sum börn-
in hafa glímt við.
Gin- og klaufaveiki er algeng
hjá ungum börnum og einkennin
yfirleitt léttvæg. Í flestum tilfell-
um gengur veikin yfir á nokkrum
dögum. Unnið er að frekari rann-
sóknum. - ktg
Fjöldi barna hefur látist í kjölfar veikinda sem upp komu í Kambódíu:
Orsökin líklega gin- og klaufaveiki
KAMBÓDÍA Kona bíður eftir að barnið
hennar fái læknisskoðun á barnaspítal-
anum í Kuntha Bopha. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FINNLAND Ummæli fjármálaráð-
herra Finnlands, Juttu Urpil ainen,
um að Finnland kæmi ekki til með
að verja evruna hvað sem það kost-
aði hafa vakið talsverða athygli, að
því er greint er frá á vef Hufvud-
stadsbladet. Urpilainen sagði í við-
tali í síðustu viku að Finnland væri
ekki reiðubúið að taka þátt í sam-
starfi um sameiginlega ábyrgð á
skuldum.
Fyrir nokkrum vikum benti
bandaríski fjármálavefurinn Mar-
ketwatch á að möguleg lausn á
evrukreppunni væri útganga Finn-
lands úr evrusamstarfinu. - ibs
Fjármálaráðherra Finnlands:
Evrusamstarfi
mögulega hætt
LÖGREGLUMÁL Manninum sem
grunaður er um að hafa nauðgað
konu á Bestu útihátíðinni hefur
verið sleppt úr haldi lögreglu.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Selfossi fer með málið.
Nauðgunin var kærð aðfara-
nótt laugardags. Konan var flutt á
Neyðarmóttöku fórnarlamba fyrir
kynferðisafbrot í Reykjavík. Bæði
brotaþoli og árásarmaðurinn eru á
þrítugsaldri. Málið er enn í rann-
sókn og bíður lögregla eftir niður-
stöðum úr rannsóknum og frekari
gögnum. - bþh
Málið rannsakað á Selfossi:
Grunuðum
nauðgara sleppt
HEILBRIGÐISMÁL Staðfest er að
náttúruvaran SagaPro sem
unnin er úr íslenskri ætihvönn
virki vel við næturþvaglátum.
Klínísk rannsókn sem gerð var
á vörunni og birt í virtu lækna-
tímariti sýnir fram á að varan
eykur blöðrurýmd og dregur úr
tíðni næturþvagláta. SagaMedica
framleiðir vöruna.
Rannsókn á SagaPro var gerð á
69 karlmönnum með tiltekin ein-
kenni í þvagfærakerfi. Einhverjir
fengu lyfleysu og aðrir SagaPro.
Rannsóknin sýndi fram á að
karlar með góðkynja stækkun í
blöðruhálskirtli geta notað vör-
una til góðs. SagaPro inniheldur
einnig blöðruslakandi efni.
Varan er nú þegar seld í yfir
200 verslunum vestanhafs og
stefnt er að markaðssetningu í
Evrópu. - bþh
Náttúruvara úr ætihvönn:
Minna þarf að
pissa um nætur
UNNIÐ ÚR HVÖNN SagaPro er unnið úr
ætihvönn. NORDICPHOTOS/GETTY
TÆKNI Norðurlöndin eru í sér-
flokki í Evrópu hvað varðar
útbreiðslu háhraðatenginga. Þetta
kemur fram á vef Póst- og fjar-
skiptastofnunar.
Háhraðatengingar hafa jafnan
verið mun útbreiddari á Norður-
löndum en gengur og gerist í ESB-
löndunum. Í fyrra voru þar 80 til
92% með aðgang að slíku en með-
altalið í ESB er 67%. Þá er almenn
netnotkun meiri á Norðurlöndum,
þar sem milli fjögur og níu pró-
sent íbúa hafa aldrei notað inter-
netið, samanborið við 24% íbúa að
meðaltali í ESB löndunum. - þj
Standa ESB-löndum framar:
Norðurlöndin í
sérflokki
Á NETINU Nær allir Norðurlandabúar
hafa nýtt sér netið, en tæpur fjórðungur
í ESB-löndum aldrei.
ÖRYGGISMÁL Isavia mun yfirfara
öryggiseftirlit sitt með starfsemi
á Keflavíkurflugvelli eftir að
tveir menn komust inn á flughlað
og upp í vél Icelandair aðfara-
nótt sunnudags. Í tilkynningu
frá Isavia segir að atvikið sé litið
mjög alvarlegum augum.
Mennirnir tveir, sem eru ungir
hælisleitendur og búsettir á gisti-
heimili í Reykjanesbæ, komust
inn á svæðið með því að fara yfir
girðingu og komust þaðan inn
á flughlað og upp í flugvél Ice-
landair, sem var á leið til Kaup-
mannahafnar.
Í fyrrnefndri tilkynningu
Isavia segir að „ekkert athuga-
vert“ hafi komið í ljós við skoðun
á verklagi öryggisstarfsmanna
Isavia á þeim tíma er atvikið átti
sér stað. Mennirnir tveir hafi
„greinilega verið vel skipulagðir“.
„Öryggisdeild Isavia, sem fer
með öryggis- og flugverndarmál
á Keflavíkurflugvelli, starfar
eftir mjög ströngu verklagi sem
samþykkt er af Flugmálastjórn
Íslands,“ segir þar.
Öryggiskerfið er sagt hafa virk-
að þar sem að áhöfn Icelandair
hafi fylgt verklagsreglum og
fundið mennina inni á salerni vél-
arinnar áður en hún fór í loftið.
Forsvarsmenn Icelandair
vildu ekki tjá sig um málið þegar
Fréttablaðið leitaði viðbragða í
gær.
Ekki náðist í forstjóra Isavia,
en Þórólfur Árnason stjórnarfor-
maður sagði aðspurður um hvort
öryggismál Isavia væru í góðum
málum að lögregla væri að rann-
saka málið.
„Við verðum að bíða og heyra
hvað lögreglan hefur að segja,“
sagði Þórólfur.
Lögreglan á Suðurnesjum rann-
sakar málið. thorgils@frettabladid.is
Mál laumufarþega
sagt mjög alvarlegt
Isavia boðar yfirferð á öryggiseftirliti á Keflavíkurflugvelli eftir að tveir ungir
hælisleitendur komust fram hjá gæslu og upp í flugvél Icelandair. Öryggiskerfið
hafi þó virkað þar sem mennirnir fundust. Þeir hafi verið vel skipulagðir.
KOMUST INN Á FLUGHLAÐ Mennirnir sem hugðust smygla sér með með vél Icelandair til Kaupmannahafnar klifruðu yfir girðingu
og komust þannig upp í vélina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GENGIÐ 09.07.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,9017
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,97 128,59
198,27 199,23
157,47 158,35
21,167 21,291
20,962 21,086
18,219 18,325
1,608 1,6174
192,46 193,6
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
24°
24°
16°
23°
24°
18°
18°
26°
19°
19°
29°
34°
17°
20°
25°
19°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt.
FIMMTUDAGUR
Hægviðri.
8
7
10
12
14
14
16
13
12
11
7
2
4
4
3
4
3
3
3
7
8
3
15 15
14
14
16
16
17
18
16
16
ALVÖRU SUMAR
Veðrið breytist
lítið í vikunni og
er rétt að tala um
alvöru sumarblíðu
í öllum landshlut-
um. Hitinn hækkar
um norðan- og
austanvert landið
á morgun og gæti
náð víða yfi r 15°C
á fi mmtudag og
föstudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður