Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 6
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
láttu okkur vakta heimilið
Farðu
áhyggjulaus í fríið
Góð ráð frá Trausta á
facebook.com/oryggi
Fáðu tilboð í
Heimaöryggi á oryggi.is
eða í síma 570 2400
SJÁVARÚTVEGUR Hrafnreyður ehf. hefur uppi
áform um að auka enn frekar hrefnuveiðar.
Í fyrra voru veiddar um fimmtíu hrefnur
en að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar
framkvæmdastjóra er stefnt að því að veiða
um áttatíu dýr í ár. Markmiðið er að neyt-
endum standi hrefnukjöt til boða allan árs-
ins hring.
„Við erum núna að safna kjöti og ætlum
svo að þíða það á viku eða tveggja vikna
fresti svo við getum sett marinerað hrefnu-
kjöt á helstu sölustaði allan ársins hring,“
segir framkvæmdastjórinn. Hann segir
að birgðir hafi aðeins enst fram í janúar í
fyrra fyrir helstu sölustaði.
Aðeins hefur dregið úr vinsældum
hrefnukjöts sem var til dæmis vinsælasti
vöruliðurinn í grillmat hjá Kaupási í fyrra.
Nú skipar hrefnukjötið þriðja sætið á þess-
um sölulista. Samtals er búið að selja um
eitt og hálft tonn í verslunum Krónunnar en
Kaupás rekur þær. Guðmundur Marteins-
son, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að
þar sé hrefnukjötið ekki meðal þriggja efstu
vöruliða en hafi þó selst sæmilega, eins og
hann kemst að orði.
Guðmundur segist sáttur við þessar
tölur. „Ef við erum á meðal þeirra efstu og
sjáum þar með að hrefnukjötið er að festa
sig í sessi á grillborði landsmanna þá erum
við mjög sáttir. Þetta hefur selst vel þó við
höfum ekkert auglýst.“ - jse
Auka á hrefnuveiðar í ár og koma afurðunum á helstu sölustaði allan ársins hring:
Í fyrra entust kjötbirgðirnar fram í janúar
VIÐ VINNSLU Á HEIMSTÍMINU Það verður nóg að gera
við veiðar og vinnslu en Hrafnreyður ætlar að auka
framboð á hrefnu. MYND/GUNNAR BERGMANN
SAMGÖNGUR Icelandair flaug allra
flugfélaga mest frá Íslandi í júní.
Flugfélagið stóð fyrir tæpum 70
prósentum allra utanlandsfluga
frá landinu, eða tæplega tólf
hundruð ferðum. Túristi.is hefur
tekið saman upplýsingar um
ferðir allra flugfélaga sem héðan
flugu í júní.
Níu prósent þessara ferða
voru með vélum merktum Ice-
land Express og sex prósent með
vélum WOW air.
Fjölmörg erlend flugfélög
fljúga hingað til lands í sumar.
Meðal þeirra eru Airberlin og
SAS sem samanlagt stóðu fyrir
6,5 prósentum allra fluga í júní.
- bþh
Flugsamgöngur frá landinu:
Icelandair flaug
oftast frá Íslandi
ICELANDAIR Flugfélagið sem flaug oftast
frá Íslandi í júní er Icelandair og ber
höfuð og herðar yfir keppinauta hvað
það varðar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EFNAHAGSMÁL Fjárhagsstaða
íslenskra sveitarfélaga batn-
aði á árinu 2011. Meðalhagn-
aður 28 stærstu sveitarfélaga
fyrir afskriftir jókst milli ára úr
13,9 prósentum í 15,7 prósent,
sem hlutfall af rekstrartekjum.
Fjallað var um málið fyrir helgi
í markaðspunktum greiningar-
deildar Arion banka.
Í nýjum sveitarstjórnarlögum
kemur fram að heildarskuldir
samstæðu sveitarfélaga megi
ekki vera yfir 150 prósentum af
reglulegum tekjum. Í markaðs-
punktunum kemur fram að þrett-
án af 28 stærstu sveitarfélögum
landsins skuldi meira en sem
nemur 150 prósenta viðmiðinu
og þurfi því að grípa til frekari
aðhaldsaðgerða. - mþl
Betri staða en í fyrra:
13 sveitarfélög
skulda of mikið
GRINDAVÍK Grindavík er hið eina af 28
stærstu sveitarfélögum landsins sem er
svo til skuldlaust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SVÍÞJÓÐ Umboðsmaður barna í Sví-
þjóð og ráðherra fjölskyldumála
vilja breyta lögum svo að foreldri
sem myrt hefur hitt foreldri barna
sinna missi forræði yfir þeim.
Kallað er eftir breytingunni í
kjölfar þess að faðir þriggja og
sex ára gamalla stúlkna, sem í
febrúar horfðu upp á hann myrða
móður þeirra, gat lagt stein í götu
þess að þær fengju áfallahjálp og
aðra þjónustu, í krafti forræðis
síns. Hann samþykkti fyrir viku
að þær fengju sérstakan forráða-
mann. - ibs
Morðingjar halda forræðinu:
Vilja lagabreyt-
ingu eftir morð
Hlutdeild flugfélaga
Hlutfall af öllum flugferðum frá
Íslandi í júní
1. Icelandair 68,5%
2. Iceland Express 9%
3. WOW air 6%
4. Airberlin 3,5%
5. SAS 3%
- Önnur flugfélög 10%
HEIMILD: TÚRISTI.IS
Ferð þú á útihátíð í sumar?
JÁ 11,3%
NEI 88,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Fylgist þú með fréttum af
erlendum atburðum?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
Vöruskiptaafgangur minni
Afgangur af vöruskiptum við útlönd
var rúmir 4,8 milljarðar króna í júní
samkvæmt tölum sem Hagstofan
hefur birt. Til samanburðar var 8,7
milljarða afgangur í júní í fyrra.
EFNAHAGSMÁL
KAÍRÓ, AP Hæstiréttur Egypta-
lands gerði að engu í gær tilskip-
un forsetans, Mohammeds Morsi,
um að þingið kæmi aftur saman.
Hæstiréttur hafði úrskurðað
þingið ólöglegt, þar sem ágall-
ar hefðu verið á kosningunum.
Forsetinn tilkynnti hins vegar á
sunnudag að þingið kæmi saman
á ný.
Ljóst er að ólíkar fylkingar tak-
ast á í æðstu stjórnarstofnunum
Egyptalands. Herinn hefur verið
lengi verið ein öflugasta valda-
stofnun landsins og allir fjórir
forsetar lýðveldisins, á undan
Morsi, komu úr röðum hans. Eftir
byltinguna í Egyptalandi í fyrra
var boðað til þingkosninga.
Tveir þriðju hlutar egypska
þingsins eru kosnir af flokkslist-
um en einn þriðji einstaklings-
kjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í
síðasta mánuði að ólöglegt hefði
verið að frambjóðendur stjórn-
málaflokka hefðu boðið sig fram
í einstaklingskjöri.
Undirliggjandi er valdabarátta
í landinu, en öflugasti flokkur
landsins er harðlínuflokkurinn
Bræðralag múslima.
Tilkynning Morsi, um endur-
komu þingsins, kom nokkuð á
óvart og var litið á hana sem leik
í valdatafli hans við herinn. Með
henni hafi hann viljað styrkja sig
í sessi sem forseta, en landinu er
í raun stjórnað eftir tilskipunum
hersins.
Morsi tilkynnti einnig um að
kosið yrði að nýju til þings innan
60 daga frá því að ný stjórnar-
skrá tæki gildi, en ekki er búist
við að hún verði tilbúin fyrr en
seint á þessu ári.
Forsetinn og herinn
takast á um völdin
Hæstiréttur Egyptalands hefur hafnað tilskipun forsetans um að þingið komi
aftur saman. Undirliggjandi er deila um nýja stjórnarskrá. Herforingjaráðið
áminnti forsetann um að stofnanir ríkisins þyrftu að fylgja tilskipunum þess.
Bræðralag múslíma hefur varað við annarri byltingu ætli herinn sér að halda
völdum. Morsi er fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins og staða hans er
því nokkuð sterk, en Morsi var frambjóðandi Bræðralagsins. Hann sigraði
síðasta forsætisráðherra Mubaraks, Ahmed Shafiq, naumlega í júní. Herinn
hefur hins vegar úrskurði æðsta dómstóls landsins sín megin og þann mátt
sem vopn hans boða að auki.
Hvorugur aðilinn virðist vilja að deilan magnist svo líklegt er að reynt
verði að leysa hana friðsamlega. Forsetinn og æðstu herforingjar sátu hlið
við hlið á útskrift úr herskóla í gær.
Hvað gerist nú?
AUÐUR SALUR Hermenn stóðu vörð um þinghúsið í gær, en ekki kom til átaka.
Fylgjendur forsetans sýndu stuðning sinn á götum úti og ástandið er eldfimt í
landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Herinn stóð vörð um þinghús-
ið í gær, en ekki voru allir þing-
menn sáttir við ákvörðun forset-
ans. „Hvernig getum við komið
saman þvert á úrskurð Hæsta-
réttar?“ sagði Imad Gad, frjáls-
lyndur þingmaður. „Við verðum
að halda lög og stofnanir ríkisins
í heiðri.“
kolbeinn@frettabladid.is
KJÖRKASSINN