Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 8
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR HVER ÞREMILLINN! Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðu-leysi, slysagildrur og fleira. thremillinn@frettabladid.is Það er ófögur sjón sem blasir við vegfarend- um sem ganga niður Frakkastíginn neðan við Hverfis götu í Reykjavík. Þar er autt svæði sem ber merki mikils hirðuleysis. Sami aðilinn á þarna nokkrar samliggjandi lóðir og er skikinn í hálfgerði biðstöðu. Ráðast á í miklar framkvæmdir og uppbyggingu á reitn- um á næstunni. „Þetta er í leigu hjá samtökunum Veraldarvinum og þetta fólk er búið að lofa okkur í tvo mánuði að taka dótið sitt, en svíkur það alveg jafnóðum,“ segir Pétur Björnsson, stjórnarformaður Hverfils, sem er skráður eigandi að lóðinni. „Hins vegar er þetta okkar lóð og þetta verður ekki svona til langframa,“ segir Pétur. Forsvarsmaður Veraldarvina, Þórarinn Ívars- son, segir ábyrgðina liggja hjá verktakanum. „Við höfum þrifið óhemju mikið þarna í kring í gegnum tíðina, en þarna er fullt af drasli sem tengist yfirvofandi framkvæmdum og það er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Þórarinn. „Við höfum verið í miklum hreinsunarstörfum hérna við Hverfisgötuna á undanförnum árum og getum alveg hreinsað þetta líka,“ segir Þórarinn. Hann ætlar að senda menn í hreinsunarleið- angur á svæðið í dag. - ktg F ÍT O N / S ÍA London Stansted og Gatwick, verð frá: verð frá: Leyfðu þér London Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar. *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar. 15.700 kr. 16.700 kr. * * Opnaðu fyrir Edinborg TILBOÐ! TILBOÐ! frá hádegi til miðnættis TÍMA TILBOÐ 12 ÓREIÐA Verktakinn hefur sett grindverk fyrir lóðina svo erfitt hefur verið fyrir sorphreinsunarfólk að athafna sig á svæð- inu. Haugur af svörtum ruslapokum ber þess skýr merki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ruslið hleðst upp við Frakkastíg UMFERÐ Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkan- ir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborg- inni,“ segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitar stjóri Grímsness- og Grafn- ingshrepps sem krefst þess að tak- markanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síð- astliðinn umferð vöruflutninga- bíla yfir átta tonnum um þjóðgarð- inn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn,“ segir Ingibjörg sem kveður mikið óhag- ræði af þessu fyrir verktaka í sveit- unum í kring. Sömuleiðis fyrir verk- taka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðar- vegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þunga- umferð,“ segir G. Pétur sem kveð- ur takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminja- skránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn.“ Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóð- garðinn þegar venjulegum flutn- ingabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóð- garðurinn er náttúrulega viðkomu- staður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum.“ Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóð- garðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt Sveitarstjóri segir lokun á vörubíla á Þingvöllum bagalega. Vegurinn er ekki hannaður fyrir svo þunga bíla segir Vegagerðin sem þó lokar ekki fyrir stórar rútur: „Það verður að vera einhver skynsemi,“ útskýrir upplýsingafulltrúinn. Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn. INGIBJÖRG HARÐARDÓTTIR, SVEITARSTJÓRI GRÍMSNESS- OG GRAFNINGSHREPPS ÞINGVELLIR Vegagerðin og stjórn þjóðgarðsins vilja vernda friðlandið fyrir vaxandi þungaflutningum en sveitarstjórnir á svæðinu telja of langt gengið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SÝRLAND Kofi Annan, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Bashar al- Assad, forseti Sýrlands, sögðu að loknum fundi sínum í Damaskus í gær að viðræður þeirra hefðu verið uppbyggjandi, að því er greint var á vef sænska ríkisútvarpsins. Um liðna helgi sagði Annan í við- tali við franskt dagblað að friðar- áætlun hans væri búin að vera. Assad sagði aftur á móti í viðtali við þýska sjónvarpsstöð á sunnu- dag að svo væri ekki, áætlun Ann- ans væri góð. Hins vegar væru til lönd sem ekki vildu að hún heppn- aðist. Assad sakar Bandaríkin um að koma á ójafnvægi í Sýrlandi með pólitískum stuðningi við stjórnar- andstöðuna. Hann sakar einnig Sádi-Arabíu, Tyrkland og Katar um að styðja stjórnarandstæðinga. Að loknum fundinum í gær virtist sem Annan ætlaði að gefa áætlun- inni enn eitt tækifærið. Frá Dam- askus hélt hann til Írans þar sem hann hugðist ræða við ráðamenn um ástandið í Sýrlandi. Samtímis bárust þær fregnir frá Rússlandi að stjórnvöld ætluðu ekki að svo stöddu að afhenda Sýrlend- ingum herflugvélarnar fjörutíu sem undirritað var samkomulag um í lok síðasta árs. Það samkomulag hefur sætt harðri gagnrýni. Um helgina biðu að minnsta kosti eitt hundrað manns bana í átökum í Sýrlandi. - ibs Kofi Annan fundaði með Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í gær: Assad ánægður með friðaráætlun Í DAMASKUS Kofi Annan og Bashar al-Assad ræðast við. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.