Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 10
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 FERÐAÞJÓNUSTA Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækj- anna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síð- astliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi far- þega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra sím- kerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferða- manna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsím- ar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við sam- drátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar lands- liðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka,“ segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda sím- kerfis Vodafone aukist yfir sumar- mánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferða- menn sem hingað koma nota inn- lend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengj- ast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur.“ Hrannar segir símkerfin ráða Ferðamenn fyrirferðar- miklir í símkerfunum Símnotkun á Íslandi tekur greinilegan kipp á sumarmánuðum þegar erlendum ferðamönnum fjölgar til muna á Íslandi. Ferðamönnum sem fara um Leifsstöð hefur fjölgað um ríflega fimmtung frá árinu í fyrra sem þó var metár. ERLENDIR FERÐAMENN Frá áramótum til og með maí hafa ríflega 170 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð. Hefur þeim fjölgað um fimmtung frá árinu á undan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Arges PROFESSIONAL Einfasa rafstöð HD3800 Bensín m/rafstarti 3,2KW 79.900,- Ryk/blautsuga 15 lítrar HKV 1000w 21.900,- Slípirokkur HDA 436 1050w 7.990,- Rafhlöðuborvél, HDA2544 17.900,- Rafmagnsborvél, HDA 310 12 .990,- að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerð- ir, það eru miklu heldur einhverj- ir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamanna- strauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi auga- leið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir síma- fyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is Hægist á húsnæðismarkaði Alls 92 kaupsamningar voru þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu vikuna 29. júní til 5. júlí. Heildarvelta á húsnæð- ismarkaði var 2.745 milljónir króna sem er nokkru minna en síðustu vikur sem hafa verið fjörlegar á markaðn- um. Vikuleg meðalvelta það sem af er árinu hefur verið 2.930 milljónir. FASTEIGNAMARKAÐUR HEILBRIGÐISMÁL Á vef Náttúrufræði- stofnunar má nú nálgast upplýs- ingar um magn frjókorna í lofti á hverjum virkum degi. Birtar eru tölur frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ. „Ég held að þetta sé mjög gagn- legt, ef sjúklingurinn lítur yfir sveiflur á ákveðnum stað síðustu daga og vikur getur hann dregið vissar ályktanir út frá því. En það þarf að huga að veðurfari líka, til dæmis ef það er rigning, þá eru voða fá frjókorn,“ segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir. Hann segist hvetja fólk með ofnæmi til að kynna sér vel veður og frjótölur áður en það leggur af stað í útilegu eða ferðalög. Aðstæður á staðnum skipti einnig miklu máli. „Það er til dæmis gott að tjalda þar sem stendur af hafi og tjalda þá niðri við sjó. Svo er mikilvægt ef fólk ætlar að vera í tjaldi að vel sé slegið í kring.“ Davíð varar þó við því að fólk dragi ályktanir um útlönd út frá frjótölum á Íslandi. „Ég minni oft fólk á að kanna hvernig frjótíminn er á staðnum sem það er að fara á, því frjótíminn þar er annar en hér á Íslandi.“ - ktg Fólk með frjókornaofnæmi er hvatt til að kynna sér mælingar: Magn frjókorna í lofti birt daglega TJALDSVÆÐI Vissara er fyrir ofnæmis- sjúka að kynna sér vel aðstæður áður en haldið er í ferðalag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA UMHVERFI Ísland hefur undirrit- að Landslagssamning Evrópu, en fullgilding þess samnings er á meðal markmiða í samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2009. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, undir- ritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Markmið samningsins er að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags og koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Í samningnum er að finna almenn ákvæði um fjögur meginatriði, að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu: ■ Að veita landslagi ákveðinn sess í lögum og viðurkenna mikil- vægi þess í umhverfi landsins. ■ Að móta og framfylgja stefnu um landslag sem miðar að vernd- un, nýtingu og skipulagi þess. ■ Að tryggja aðkomu almenn- ings og fleiri að mótun stefnu um landslag. ■ Að huga að landslagi við aðra stefnumótun, svo sem um byggða- þróun, menningarmál, landbúnað, félagsmál og efnahagsmál. „Með þátttöku í Landslags- samningi Evrópu er staðfestur vilji stjórnvalda til að stuðla að landslagsvernd og að taka ákveð- in skref í þá átt í samræmi við leiðbeiningar samningsins. Þá getur Ísland nýtt sér vinnu sem þegar hefur farið fram í tengslum við samninginn í öðrum ríkum Evrópu,“ segir á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. - kóp Stuðlað að verndun, stýringu og skipulagi landslags með undirritun samnings: Undirrita Landslagssamning Evrópu HJÁLPARFOSS Samkvæmt samningnum þarf að huga að landslagi við aðra stefnumótun, svo sem varðandi félags- og efnahagsmál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Presturinn rífur útihús Séra Geir Waage hefur fengið heimild Borgarbyggðar til að rífa eldri hluta útihúsanna í Reykholti. Er þar um að ræða fjárhús og hlöðu frá fjórða áratug 20. aldar. Kirkja hefur staðið í Reykholti frá því á 11. öld, en frá því snemma á 12. öld hefur verið þar staður og kirkjumiðstöð. REYKHOLT NOREGUR Glæpamenn með tengsl við Svíþjóð og Balkanskaga eru taldir standa á bak við svindl í fótboltaleikjum í Noregi, að því er segir á fréttavef VG. Stjórn norska knattspyrnusam- bandsins telur að um nokkra leiki kunni að vera að ræða. Sambandið aflýsti á sunnudag leik í annarri deild vegna gruns um fyrirfram ákveðin úrslit. Til stendur að funda með þeim félögum og leikmönnum sem grunur leikur á að eigi aðild að málinu. - ibs Knattspyrna í Noregi: Mafía á bak við keypt úrslit 2,5 2,0 1,5 1 Erlend númer í kerfi Vodafone í júní* 1. júní 10. júní 18. júní ■ 2011 ■ 2012*Af samkeppnisástæðum vill Vodafone ekki gefa upp nákvæman fjölda erlendra ferðamanna í símkerfinu en hér má sjá hlutfallslega þróun fjöldans fyrstu 18 dagana í júní í ár og í fyrra. 1. Hvað er gert ráð fyrir að Reyk- víkingum muni hafa fjölgað mikið frá því sem nú er árið 2030? 2. Hvað heitir bardagakappinn íslenski sem samið hefur við UFC- bardagasambandið? 3. Hvað er langt um liðið síðan kona tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi? SVÖRIN 1. Um tuttugu og fimm þúsund hið minnsta. 2. Gunnar Nelson. 3. Níutíu ár. Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.