Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 12
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 Ingólfstorg og Kvosin eru viðkvæmir staðir í borg- inni og fjölmargir hafa skoðun á því hvernig upp- byggingu þar skuli háttað. Nú hefur verið tilkynnt um sigurvegara í samkeppni sem ráðist var í af Reykja- víkurborg og eiganda húss- ins. Fréttablaðið kynnti sér tillöguna. Samkvæmt verðlaunatillögu ASK arkitekta, eftir þá Þorstein Helgason og Gunnar Örn Sig- urðsson, halda gömlu húsin á reitnum sér en talsvert er byggt í kringum þau. Gunnar segir að þeir hafi reynt að hlusta á allar raddir sem heyrst hafi um mál- efnið. „Við tökum hótelið og setj- um það að mestu leyti inn í bygg- ingar sem eru þarna fyrir, en byggjum aðeins við það. Þetta eru um 150 herbergi, sem er meðalstórt hótel. Svo var að leysa þetta með hefðina fyrir skemmti- stað, sem er greinilega vilji margra borgar búa,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að umræður skapist um málið, en menn verði að vanda sig í umræðunni. Dómnefndin sem valdi tillög- una segir í umsögn að um metn- aðarfulla tillögu sé að ræða sem taki tillit til sögu Kvosarinnar en sýni um leið áhugaverða þróunar- möguleika. „Hún sýnir mark- vissa uppbyggingu án niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum.“ Hótel í Landsímahúsið Samkvæmt tilögunni mun Land- símahúsið verða að hóteli auk þess sem nýbygging mun rísa fyrir framan það og snúa að Kirkju- stræti. Þar verður aðalinngangur hótelsins en einnig verður hægt að komast þar inn frá Austurvelli og Víkurgarði. Gert er ráð fyrir því að opið rými verði á jarðhæðinni og veitingastaður geti nýtt útisvæði á Austurvelli. Þá verður byggð ein hæð ofan á hluta hótelsins. Nasa haldi sér Aðalstræti 7 sem einnig er kall- að frændahúsið, Vallarstræti 4 sem einnig er kallað Hótel Vík og Thorvaldsenstræti 2, Sjálf- stæðishúsið, halda sér í tillög- unni. Byggð verður nýbygging á milli Vallarstrætis og Aðalstræt- is. Húsið fyrir aftan Sjálfstæðis- húsið, sem nú hýsir Nasa, verður rifið en byggt upp á ný. Salurinn verður látinn líkjast þeim sem nú er á Nasa og samkvæmt tillög- unni kemur til greina að nota ein- hverjar af sömu innréttingunum. Nýja húsið verður hins vegar graf- ið meira niður en nú er og byggt verður ofan á það. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áfram verði hægt að nota salinn fyrir tónleika- og skemmtanahald. Gunnar segir að til standi að salurinn verði hljóð- einangraður og þannig verði hægt að samnýta rekstur. Ingólfstorgi breytt talsvert Þá er gert ráð fyrir því í vinn- ingstillögunni að skipulagi við Ingólfstorg verði breytt. Austur- stræti og Aðalstræti eru látin tengjast á ný og nýbyggingar byggðar á milli Vallarstrætis og Austurstrætis, inni á því sem nú er Ingólfstorg. Torgið minnk- ar því talsvert þeim megin en í staðinn er gert ráð fyrir því að hús í hinum enda torgsins, við Hafnarstræti, verði fjarlægð. Lokað verður fyrir bílaumferð um Hafnarstræti og Veltusund. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborg- ar, hefur sagt þennan hluta til- lögunnar hvað róttækastan. Það tengist ekki hóteluppbyggingunni og nýbygging á torginu þarfnist frekari útfærslu og almennrar umræðu. Tillögurnar ekki lokaorðið Í umsögn dómnefndar er bent á að einn helsti veikleiki tillögunn- ar sé sú hlið hótelsins sem snúi að Kirkjustræti, en hún þarfn- ist endurskoðunar. „Sama gildir um þá hlið hótelsins sem snýr að Víkurgarði og aðkomu að hótelinu þaðan. […] Einnig þarf að huga betur að ásýnd nýbyggingar frá Austurvelli.“ FRÉTTASKÝRING: Samkeppni um Ingólfstorg og Kvosina Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is FYRIRHUGUÐ UPPBYGGING Rauðu byggingarnar eru nýjar og sýna breytingarnar samkvæmt verðlaunatillögunni. STOFNAÐ 1971 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. MYNDAVÉLATILBOÐ ADOBE LIGHTROOM 3 AÐ VERÐMÆTI 20.000 FYLGIR. TILBOÐ 79.990 ideas for life Panasonic DMCGF3C Miðbærinn breytist Ekki eru allir á eitt sáttir um vinningstillöguna. Björn Stefán Hallsson, arkitekt og byggingarfulltrúinn í Reykjavík, er einn þeirra sem er óánægður. Hann segir gömlu húsin í miðborginni einstök og sérstök menningarverðmæti. „Gera þarf eins mikið úr tilvist þeirra og framast er kostur þannig að þeirra verði notið sem best í borgarumhverfinu. Þetta felst ekki í tillögum sem valdar hafa verið til verðlauna í samkeppninni um Ingólfstorg,“ sagði hann í grein í Fréttablaðinu á dögunum. Hann nefndi mörg atriði sem hann er óánægður með. „Tillagan gerir ráð fyrir að byggja við Landsímahúsið að gangstéttarbrún gagnstætt húsunum með 4 til 5 hæða stórbyggingu og í byggingarstíl sem er afar framandi fyrir umhverfið í heild. […] Upp við þak Nasa norðanvert og að Hótel Vík er gert ráð fyrir nýbyggingu álíka hárri Landsímahúsinu. Nasa er samkvæmt því þvingað inn í kverk á milli nýbyggingarinnar og brunagafls Landsímahúss og smágert húsið borið ofurliði stórbygginga.“ Þá segir hann nýbyggingu milli Hótel Víkur og Aðalstrætis bera þau hús ofurliði sökum stærðar og hlutfalla. Framlenging á Vallarstræti sé jafnframt dæmd til að vera dimmt sund í skugga hárra bygginga. Byggingarfulltrúinn ósáttur Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er hluti af BIN-hópnum – Björgum Ingólfstorgi og Nasa, sem mótmælir fyrirhuguðum breytingum og setur í dag af stað undirskriftasöfnun og heimasíðu vegna málsins á slóðinni ekkihotel.is. Hann segir hópinn hafa fundað reglulega frá árinu 2009. „Þá mótmæltum við hugmyndum um að færa gömlu timburhúsin til á torginu, framar inn á Ingólfstorg. Mótmælin urðu til þess að hætt var við þessar framkvæmdir á sínum tíma. Þessar nýju tillögur eru helmingi verri,“ segir hann. Hann segir bestu lausnina á málinu vera að Alþingi kaupi Land- símahúsið og reki sem skrifstofur Alþingis. „Ég veit að það er viðkvæmt að Alþingi sé eitthvað að fara að skipta sér af málum Reykjavíkur- borgar, en ég vona og bið að þetta verði lausnin. Eins og ásýnd hússins verður frá Austurvelli þá verða þrír ólíkir byggingar- stílar sem eru til móts við völl. Þessar framkvæmdir valda líka rosalegu rask þar.“ Páll Óskar hefur barist hart gegn lokun Nasa og segir ekki búið að bjarga staðnum þrátt fyrir fréttir um að húsið standi. „Þetta verður ráðstefnu- og veislusalur eins og á Hilton Nordica, kannski einstaka árshátíðir eða brúð- kaupsveislur haldnar þarna inn á milli, en þeim lýkur þá alltaf klukkan eitt til að styggja ekki hótelgesti. Ég er búinn að troða upp í meira en tuttugu ár og alltaf skal sagan endurtaka sig – það er reynt að halda tónleika eða skemmtanir í veislusölum hótela, en alltaf endar það eins, tónleikarnir lúffa. Hótelrekstur og tónleika- hald fer ekki saman. Ég hef ekkert á móti hótelum og það er frábært að túrismi sé að aukast á Íslandi, en hótel plús tónleikahús er eitur í mínum beinum.“ Ekki búið að bjarga Nasa GÖTUMYNDIR Á efri myndinni má sjá hvernig vestasti hluti Austurstrætis liti út eftir breytingar, og á þeirri neðri er Ingólfstorg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.