Fréttablaðið - 10.07.2012, Page 18

Fréttablaðið - 10.07.2012, Page 18
FÓLK|HEILSA ■ TANNHEILSA Sýrustig eða PH-gildi gos- drykkja og annarra drykkja getur valdið skemmdum á glerungi. Eftir því sem drykkurinn er súr- ari og ph-talan lægri þeim mun meiri hætta er á að hann skemmi glerung. Ef ph-gildið mælist undir 5,5 getur drykkurinn haft skaðleg áhrif. Flestir kolsýrðir drykkir eru undir þessum mörkum og því súrir. Ph- gildi hreins sódavatns er yfir 5,5. Sé það hins vegar bragðbætt með sítrónu um fellur það niður í 4,17. Heimild: Læknablaðið HUGIÐ AÐ SÝRUSTIGINU Súrir drykkir geta valdið glerungseyðingu. V afalaust tengja flestir Íslendingar brimbretti við fjarlægar og sólríkar strendur. Brimbretta-íþróttin hefur þó notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin ár þótt enn séu strendur landsins ekki fullar af brimbrettaköppum í löðrandi brimi. Í Þorlákshöfn býður Iceland Activities upp á kennslu fyrir byrjendur í brimbrettanotkun. Úlfar Jón Andrésson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Íslendinga vera mjög áhugasama um íþróttina. „Best er að við fáum fólk á öllum aldri á námskeið hjá okkur, ekki bara ungt fólk. Hingað hefur komið fólk um sextugt og í fyrra kom 72 ára kona frá Banda- ríkjunum á námskeið. Enda þurfa þátttakendur ekki að vera í neinu sérstöku formi heldur bara sæmilega vel á sig komnir.“ Iceland Activities leggur áherslu á að bjóða kennslu í fámennum hópum og einblínir á góða og persónulega kennslu. Sjálfur segist hann hafa stundað íþróttina síðan árið 2006 þegar vinur hans kynnti brimbretti fyrir honum. Það kemur mörgum á óvart að sögn Úlfars að Ísland bjóði upp á marga góða staði sem henta vel fyrir brimbrettaíþróttina. „Strandlengjan við Þorláks- höfn er mjög góð fyrir byrjendur. Það þarf þó að læra inn á veður- og ölduspána en það tekur skamman tíma.“ Brimbrettaíþróttin er ekki aðeins sumaríþrótt eins og margir halda sjálfsagt. Úlfar segir íþróttina vera stundaða árið um kring hér- lendis. „Öldurnar eru oft betri á vorin og haustin en sjórinn er auðvitað heitastur yfir sumartímann. Við klæðumst þykkum göllum ofan í sjónum og því geta sumrin oft verið ansi heit. Því er ekkert verra að stunda íþróttina fram á vetur.“ Ísland hefur hingað til ekki verið þekktasti við- komustaður brimbrettamanna en það gæti breyst á næstu árum. Úlfar segir sífellt fleiri ferðamenn koma til landsins til að stunda brimbrettaíþróttina. „Það er yfirleitt mest talað um Ástralíu, Indónesíu og vissa staði í Bandaríkjunum en á sama tíma erum við að fá rosalega góðar öldur að Íslandi. Einn af kostunum við Ísland er sá að þegar þú ert ofan í sjónum eru ekki margir aðrir í sjónum með þér, þú átt ölduna yfirleitt einn. En erlendis ertu að berjast við þrjátíu aðra um ölduna og einhver er örugg- lega betri en þú.“ BEÐIÐ EFTIR ÖLDUNNI ÆVINTÝRI Brimbrettaíþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda á Íslandi. Hægt er að stunda hana hér stóran hluta ársins víðs vegar um landið. Sífellt fleiri erlendir ferðamenn ferðast til Íslands til að stunda íþróttina. Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is Við erum á Facebook 5000 kr. dagur í Flash • Kjólar • „Leðurjakkar“ • Mussur • Toppar • Gallabuxur háar í mittið • Rauðar og bláar buxur • Og margt, margt fleira FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir SJÓR OG SÆLA Hægt er að stunda íþróttina stóran hluta ársins hér- lendis. MYND/STYRMIR KÁRI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.