Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 20
KYNNING − AUGLÝSINGMyndavélar og ljósmyndavörur ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Framköllunarþjónustan í Borgarnesi hefur þjónað íbúum á Vesturlandi í nær aldarfjórðung. Fyrirtækið veitir alla hefðbundna framköllunar þjónustu en hefur auk þess lagt
áherslu á ýmiss konar hönnunarvinnu fyrir viðskiptavini sína.
Svanur Steinarsson, framkvæmdastjóri, segir framköllunar-
þjónustu í dag vera mun fjöl-
breyttari en áður fyrr. „Hefð-
bundin framköllun hefur eðli-
lega minnkað mikið með
tilkomu stafrænna ljósmynda-
véla en ýmis sérvinnsla fyrir
viðskiptavini spilar hins vegar
stærri þátt en áður.“ Fram-
köllunarþjónustan býður
meðal annars upp á fram-
köllun á striga og svokallaður
MDF-plötur. Einnig eru passa-
myndatökur alltaf vinsælar.
„Við framköllum einnig mynd-
ir á gler og ál. Þannig höfum
við til dæmis sett ljósmyndir í
rúður í anddyri á heimilum þar
sem myndin sést beggja megin
frá.“ Auk þess segir Svanur að framköllun á stafrænum ljósmynd-
um fari sífellt fjölgandi ár frá ári. „Pappír virðist vera öflugasta
geymslan fyrir ljósmyndir. Mér finnst fólk almennt vera farið að
átta sig á því að það þýðir ekki að geyma stafrænar myndir í 20-30
ár í tölvunni sinni. Þá er ansi hætt við því að myndir glatist. Við
erum auðvitað að tala um mjög verðmætar minningar sem fólk
vill eiga alla ævi.“ Séu stafrænar myndir ekki framkallaðar strax
mælir Svanur með því að þær séu geymdar á einum til tveimur
hörðum diskum en ekki á geisladiskum eða í heimatölvu.
Þótt Framköllunarþjónustan sé staðsett í Borgarnesi þá sinnir hún
mun stærra svæði. Fyrirtækið er með tíu móttökustaði, frá Akranesi
út á Snæfellsnes og norður á Strandir. „Svo erum við náttúrulega farn-
ir að þjóna öllu landinu gegnum vefinn okkar. Það er mikið að gera hjá
okkur fyrir jólin og þá koma pantanir frá öllu landinu til okkar.“
Inni á vef Framköllunarþjónustunnar má finna allar upplýsing-
ar um þjónustuframboð fyrirtækisins. Þar geta viðskiptavinir meðal
annars hlaðið inn stafrænum ljósmyndum til framköllunar. „Nú þarf
fólk ekki að hlaða niður þungum búnaði heima fyrir til að framkalla
stafrænar myndir. Það er nóg að fylla út formið á síðunni og senda
myndirnar inn. Þetta er jafneinfalt og að senda tölvupóst.“ Nánari
upplýsingar má finna á framkollunarthjonustan.is.
Varðveisla
minninga
Hefðbundin framköllun og ýmis sérvinnsla er
einkenni Framköllunarþjónustunnar í Borgarnesi.
Hefðbundin framköllun og ýmis sér-
þjónusta einkenna starfsemi Framköll-
unarþjónustunnar í Borgarnesi.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Á tímum stafrænnar ljós-myndunar virðast allir við-burðir ljósmyndaðir í bak og
fyrir af atvinnumönnum sem og
leikmönnum. Engu að síður lítur út
fyrir að heimildir í formi ljósmynda
frá upphafsárum stafrænu bylt-
ingarinnar, 1998-2002, verði fáar
sem engar í framtíðinni. Sigríður
Kristín Birnudóttir, ljósmyndari
hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
segir að í upphafi hafi menn ekki
áttað sig á hvernig halda ætti utan
um gögnin: „Margar skrár eru í lít-
illi upplausn, sumar hafa gleymst
í gömlum tölvum og diskar hafa
hrunið í stórum stíl. Eins hefur
komið í ljós að geisladiskar eyði-
leggjast hraðar en menn áttu von
á. Filmur er alltaf hægt að skanna
aftur en stafræna skráin er horf-
in að eilífu ef eitthvað kemur fyrir
hana. Hér eru filmur fram til 2002
en eftir það sýnist mér ekki vera
neinar filmur.“
Safnið
Safnið tekur við myndefni frá
atvinnumönnum, dagblöðum og
einkasöfnum, bæði albúmum og
fjölskylduljósmyndum. Sigríður
segir þó að Ljósmyndasafnið sé
ekki farið að taka á móti stafrænu
efni að neinu ráði. Gamalt efni er
enn að berast til þeirra, helst úr
dánarbúum og einnig filmuefni
starfandi ljósmyndara sem hafa
ekki lengur aðstöðu til að geyma
það. „Við reynum að búa þannig
um efnið að maður geti alltaf geng-
ið að því vísu og heilu. En maður
veit auðvitað aldrei hvað getur
gerst,“ segir Sigríður og bætir við:
„Markmið okkar er að allt okkar
efni sé skráð, pakkað í sýrufríar
umbúðir og varðveitt í geymslu. Í
geymslunni eiga að vera kjörað-
stæður fyrir filmuefni og jafnt hita-
og rakastig.“
Skráning er stöðug vinna
Það er stöðug vinna sem fer í að
skrá og pakka og söfnin sem ber-
ast eru mjög mismunandi. Sumum
hefur verið komið vel fyrir í upp-
hafi og eru skráð en önnur eru
handahófskenndari. „Atvinnu-
ljósmyndarar héldu flestir skrá yfir
þá sem komu í portrettmyndatöku.
Þessar nafnaskrár eru aðgengileg-
ar almenningi hjá okkur. Segjum
að einhver hafi farið í fermingar-
myndatöku árið 1952, þá er hægt
að leita eftir nafni viðkomandi.“
A f komendu r ljósmy nda ra
koma gjarnan með efni til safns-
ins en Sigríður segir jafnmikilvægt
að varðveita myndir frá almenn-
ingi. „Okkur finnst myndirnar
kannski ekki merkilegar í dag en
eftir fimmtíu ár verða þær orðnar
mikilvæg heimild um okkar dag-
lega líf.“
Í mörgum tilfellum fylgja hvorki
merkingar né skráningar með
myndunum. Ljósmyndasafnið
hefur svokallaða aðfangaskrá yfir
slík söfn. „Þá er aðfanginu lýst;
hver var eigandinn og hver kom
með það og svo gerð stutt inni-
haldslýsing; hvað sést á myndinni.
Öll þessi vinna er langhlaupsv-
inna. Þetta gerist á löngum tíma,“
útskýrir Sigríður.
Hjálp frá almenningi
Ljósmyndasafnið heldur uppi Fa-
cebook-síðu og þar fær það oft
hjálp frá almenningi við að skrá
myndirnar. „Í síðustu viku send-
um við út Ljósmynd vikunnar sem
var tekin í Ingólfsstræti og þá feng-
um við ábendingu frá konu um að
þetta væri mynd af móður henn-
ar,“ segir Sigríður. „Þegar mynd-
ir fara í umferð fáum við oft upp-
lýsingar.“
Höfundarréttur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur gerir
höfundarréttarsamninga við ljós-
myndara. Handhafar höfund-
arréttar gera samning um að
Ljósmyndasafnið fari með höf-
undarrétt fyrir þeirra hönd og höf-
undarréttargreiðslur skiptast jafnt
á milli safnsins og handhafanna.
Hlutur safnsins fer þá í rekstrar-
kostnað sem felst meðal annars í
varðveislunni og húsaleigu.
Stafræn gloppa
Heimildir í formi ljósmynda frá upphafsárum stafænu byltingarinnar, 1998 til
2002, verða líklega fáar sem engar í framtíðinni enda vissu menn í fyrstu ekki
hvernig best væri að halda utan um og varðveita slíkar myndir.
Mynd frá1955-1965. Kona fær klippingu.
MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Grímsstaðir á Grímsstaðaholti. Karólína Magnúsdóttir leikur á fiðlu. Úr einkasafni Magnúsar
Karls Péturssonar og Ingibjargar Magnadóttur. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Vefurinn ljósmyndakeppni.is er vef-
samfélag fyrir áhugafólk um ljós-
myndun með spjallborði, sölutorgi
og fleiru. Stöðugt eru í gangi ljós-
myndasamkeppnir þar sem notend-
ur setja inn og kjósa bestu myndina
hverju sinni. Stofnandi og ábyrgðar-
maður er Sigurður Jónas Eggertsson
tölvunarfræðingur.
„Ég hef gaman af ljósmyndun og
vildi sameina áhugamálið og vinn-
una og ákvað því að stofna netsam-
félag utan um áhugamálið,“ segir
Sigurður. Vefurinn var stofnað-
ur árið 2004 og eru nokkur þúsund
notendur skráðir þó mismargir séu
virkir hverju sinni. Gefnar hafa verið
út fimm bækur undir nafninu Ljós-
ár, þar sem meðal annars má finna
allt það besta úr ljósmyndakeppn-
unum. „Keppnirnar eru hugsaðar
sem hvati fyrir fólk til að fara út og
taka myndir sem það myndi annars
ekki taka. Þess vegna erum við oft
með eitt þema fyrir hverja keppni.
Stundum eru farið í ljósmyndaferð-
ir og á miðvikudögum hefur ákveð-
inn hópur fólks af vefnum komið
saman á kaffi Babalú. Einnig hafa
félagar á Akureyri verið að hitt-
ast. Það hafa orðið til nokkur pör út
frá þessum hittingum, og allavega
eitt barn. Ég tek þó enga ábyrgð á
því,“ segir Sigurður og hlær. Þeir
sem hafa áhuga á að kynna sér vef-
inn ættu að fara inn á slóðina www.
ljosmyndakeppni.is. Þar er margt að
skoða, bæði myndir og upplýsingar
um allt sem tengist ljósmyndun og
ljósmyndavélum.
Lifandi ljósmyndavefur
Fegurð fuglana. Tekin af Bjarna
Sæmundssyni sem sigraði í
flokknum Mynd júni-mánaðar.