Fréttablaðið - 10.07.2012, Side 21

Fréttablaðið - 10.07.2012, Side 21
KYNNING − AUGLÝSING Myndavélar & ljósmyndavörur10. JÚLÍ 2012 ÞRIÐJUDAGUR 3 MYNDAVÉLASÍMAR TAKA YFIR Seinustu ár hefur sala á myndavélasímum aukist mikið. Myndavélarnar eru orðnar svo góðar að fólk hættir að kaupa stafrænar myndavélar. Það virðist ekki skipta máli hvort gæðin séu jafn góð og á stafrænu myndavélinni þar sem fólk getur verið með þetta allt í einu tæki. Alvöru ljósmynda- áhugamenn falla þó ekki fyrir þessari nýjung og halda enn áfram að kaupa hágæða ljósmyndavélar. Ekki er nóg með að símarnir séu að taka myndavélarnar yfir heldur eru þeir einnig með myndbandsupptöku þar sem hægt er að taka upp í góðum gæðum. Snjallsímar bjóða upp á miklu meira heldur en stafræn myndavél. Til eru sérstök forrit þar sem hægt er að breyta og bæta myndir og myndbönd og deila þeim á netinu. MYND ÁRSINS Blaðaljósmyndarafélag Íslands heldur ár hvert sýningu fréttaljósmynda liðins árs. Sú sýning er fastur liður hjá félaginu. Um leið er keppni um myndir ársins. Daníel Rúnarsson ljósmyndari tók mynd síðasta árs að mati dómnefndar. Myndin var einnig valin Fréttamynd ársins. Einungis þeir sem starfa sem fréttaljósmyndarar við dagblöð, tímarit og sjónvarp, lausamenn og sjálfstætt starfandi ljósmyndarar sem vinna við dagblöð, tímarit, netmiðla og sjónvarp eða aðra sambærilega útgáfu eru gjaldgengir á sýningu BLÍ svo framarlega sem þeir eru meðlimir í Blaða- mannafélagi Íslands. Keppt er í eftirfarandi flokkum: 1 Fréttamynd 2 Portrett ársins 3 Íþróttamynd 4 Myndaröð 5 Daglegt líf 6 Tímaritamynd 7 Umhverfismynd DIANA VIN SÆLUST Verslunin Hrím á Laugavegi býður upp á úrval svokallaðara Lomo- graphy myndavéla og fylgihluta. Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar, segir myndavélarnar afar vinsælar hér á landi: „Fólk er mjög spennt fyrir þessum vélum. Myndavélarnar eru ódýrar og ólíkar svo margir kaupa sér fleiri en eina gerð.“ Hún segir tegundina Diana vera vinsælasta en hún býður upp á mestu möguleikana hvað aukahluti varðar. „Í Bretlandi er Lomo hálfgert samfélag. Þar er talað um hinar tíu gullnu reglur en ein þeirra er sú að vera alltaf með myndavélina á sér.“ Tinna tekur fram að filmurnar fáist einnig í versluninni og lítið mál sé að framkalla þær, enn séu nokkrir staðir sem framkalla og þá er hægt að fá filmurnar skannaðar á geisla- disk í leiðinni. Hrím er á Facebook en auk þess með heimasíðuna www.hrim.is þar sem skoða má úrval myndavéla og hönnunarvara. Ljósmyndavörur heitir eitt elsta starfandi ljósmyndafyrirtæki lands- ins, stofnað 1974. Í fyrra opnaði á heimasíðu þess öflugur framköllun- arvefur sem býður einstök úrræði til framköllunar. Bergur G. Gíslason, framkvæmdastjóri í Ljósmyndavörum, hefur starfað í faginu í tuttugu ár. „Í dag eiga flestir góðar myndavélar og menn verða fljótt snjallir ljósmyndarar með stafræna myndavél. Ís- lendingar eru því orðnir mun betri ljósmyndarar nú en fyrir tveim- ur áratugum og eiga í fórum sínum mýmörg listaverk sem með litlum tilkostnaði, vinnu og hugmyndaflugi er hægt að gera úr einstæða dýrgripi,“ segir Bergur. Hann bætir við að flestir geymi á harða diski tölvu sinnar stór ljósmyndasöfn sem aldrei hafa verið framkölluð. „Því miður gerist svo reglulega að harðir diskar hrynja og með þeim myndir liðinna ára sem glatast að eilífu. Sum augnablik koma aldrei aftur, eins og breytilegt aldursskeið barna, ferðalög og sérstak- ir viðburðir lífsins. Því er aldrei nógu oft brýnt fyrir fólki að velja úr bestu myndirnar og setja sem fyrst í varanlegra form en tölvudisk.” Á framköllunarvefnum er meðal annars hægt að setja mynd- ir á ljósmyndapappír, , striga, bolla, púsluspil, dagatöl, bækur og boli og stækka þær upp. „Vefurinn er einfaldur í notkun og hægt að dunda sér við listaverkin í rólegheitunum heima. Eftir að fólk kynn- ist honum einu sinni kemur það aftur og aftur, bæði til þess að gera myndum sínum hátt undir höfði til heimilisnota eða til að skapa ein- stakar tækifærisgjafir handa öðrum,“ segir Bergur. Ljósmyndavörur eru í Skipholti 31. Sjá www.ljosmyndavorur.is. Sjón er sögu ríkari Skipholti 31, sími 568-0450 ljosmyndavorur.is Kynnum með stolti Fujifilm X seríuna, myndavélar sem þú skilur ekki eftir heima. Frábærlega vel hannaðar Léttleiki og lítil fyrirferð Framúrskarandi myndgæði X10 – 99.900 X100 – 199.000 X-Pro 1 – 269.000 (án linsu) X100 TIPA verðlaunin 2011 og X Pro 1 TIPA verðlaunin 2012 úrval af lomography myndavélum og aukahlutum Hrím Hönnunarhús! Laugavegi 25 - S: 553-3003 H ö n n u n a r h ú s Taktu þátt í Ljósmyndasamkeppni með LOMOGRAPHY myndunum þínum Nánari upplýsingar á www.hrim.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.