Fréttablaðið - 10.07.2012, Page 26

Fréttablaðið - 10.07.2012, Page 26
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, frá Ísafirði, til heimilis að Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er látin. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðbjörg Hringsdóttir Páll G. Guðmundsson Hjörleifur Hringsson Elín Baldursdóttir Sigrún Edda Hringsdóttir Hafsteinn Jónsson Hinrik Hringsson Ingibjörg H. Þráinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FINNBOGASON frá Skálmarnesmúla, andaðist 7. júlí sl. á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju, fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður á Skálmarnesmúla. Steinunn Pétursdóttir Finnbogi Jónsson Þuríður Kristjánsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Þorvaldur Ottósson Nanna Áslaug Jónsdóttir Gísli Ásberg Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR Greniteig 2, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 13.00. Björgvin Þorvaldsson Kristján Björgvinsson Elínborg Sigurðardóttir Sigrún Björgvinsdóttir Smári Friðriksson Björgvin Björgvinsson Linda Rós Björgvinsdóttir Benedikt Viggósson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri frændi og vinur, EYJÓLFUR EYJÓLFSSON frá Botnum, í Meðallandi, Sundlaugavegi 24, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, fimmtudaginn 5. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Halldórsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞORKELSDÓTTIR Kleppsvegi 62, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 30. júní. Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 15.00. Una Sigurðardóttir Ólafur Gíslason Sigfús Jón Sigurðsson Ragnheiður Sæland Einarsdóttir Zophanías Þorkell Sigurðsson Guðrún Ívars Alma Sigurðardóttir Magnús Ægir Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI KRISTINSSON vörubifreiðastjóri,Laufásvegi 50, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtudaginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 15.00. Halla Guðný Erlendsdóttir Málhildur Traustadóttir Guðmundur Vésteinsson Anna Erla Guðbrandsdóttir Egill Sveinbjörnsson Margrét Traustadóttir Ámundi Halldórsson Hjördís Steina Traustadóttir Kristinn Jónsson Erlendur Traustason Björg Sigrún Ólafsdóttir Þórður Ólafur Traustason Ágústa Ragnarsdóttir- barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, faðir, mágur og frændi, VILHELM ÖRN OTTESEN Efstahjalla 13, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu laugardaginn 14. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Frú Ragnheiði-skaðaminnkun, verkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, reikn.nr.: 0526-26-5320, kt.: 530269-1839, skýring: v/Vilhelms. Ásta Ottesen Páll H. Jónsson Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego Þórhallur Ottesen Elín Margrét Jóhannsdóttir Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson Jón Ívar Vilhelmsson Ellert Heiðar Vilhelmsson og frændsystkini. Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR BJARNASON Gullsmára 5, Kópavogi, lést fimmtudaginn 28. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala Fossvogi, deild A4, fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurbjörg Valsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Jón Þórir Jónsson Guðrún Halldórsdóttir Guðmundur Ingason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir okkar og systir, INGA BIRNA HJALTADÓTTIR Sunnakri 2, Garðabæ, lést 1. júlí á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 11. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Von, félag til styrktar skjólstæðingum á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi. Kristjana Axelsdóttir Hjalti Páll Ingólfsson Anna Lovísa Hjaltadóttir Lilja Katrín Hjaltadóttir og aðrir aðstandendur. Merkisatburðir 1875 Í Biskupstungum gerir haglél með miklum stormi, þrumum og eldingum og stóð í þrjár klukkustundir. 1937 Danskur maður fellur um 70 metra niður í gljúfrið við Dettifoss. Hann lifir fallið af. 1948 Vígð hengibrú yfir Jökulsá á Fjöllum. Við það styttist veg- urinn á milli Norðurlands og Austurlands um 70 kílómetra. 1951 Íslendingar sigra í norrænni sundkeppni með miklum yfirburðum er fjórði hver landsmaður synti 200 metra á tíma- bilinu frá 20. maí til 10. júlí. 1973 Bahamaeyjar fá sjálfstæði frá Bretlandi. 1980 Fimmta hrina Kröfluelda hefst; hún stóð í rúma viku og var mesta hrinan fram að því. 2009 Hótel Valhöll á Þingvöllum brennur til kaldra kola. Hinn 10. júlí 1980 var fyrsta kredit kortið gefið út á Íslandi af fyrir tækinu Eurocard. Sjö dögum síðar notaði þáverandi forstjóri fyrirtækisins kreditkort fyrstur manna á Íslandi í viðskiptum sínum við verslunina Tékk Kristal. Í fyrstu tóku einungis 150 fyrirtæki við kortunum og fengu handhafar kortanna bækling með upplýsingum um hvar þau mætti nota. Upphaflega var ekki hægt að nota íslenskt kreditkort erlendis vegna gjaldeyrishafta Seðlabankans. Því þurftu Íslendingar að reiða sig á hefðbundinn gjaldeyri þar til hægt var að sækja sérstaklega um leyfi til erlendrar kortanotkun- ar hjá Seðlabanka Íslands. Ekki þótti öllum kortin vera af hinu góða og vakti Guðrún Helgadóttir, þáverandi þingkona Alþýðubandalagsins, athygli á að kortin kynnu að leiða til umframeyðslu. Í framhald- inu spunnust miklar umræður en í grein Haraldar Haralds- sonar, forstjóra Kredit korta, sem birtist í Morgunblaðinu, vísaði hann ásökunum á bug og sagði kortin alls ekki leiða til umframeyðslu. ÞETTA GERÐIST: 10. JÚLÍ 1980 Íslensk kreditkort líta dagsins ljós Vesturland, líf og land kallast sýning í Galleríi gersemi að Brákarbraut 10 í Borgarnesi með myndum Friðþjófs Helgasonar, ljósmyndara og kvik- myndatökumanns frá Akranesi. Þar eru fjölbreyttar landslags- og dýra- lífsmyndir frá Vesturlandi, enda segir Friðþjófur þar allt vera að finna; fjöll, ár, hraun, jökla, strendur, hálendi, hella, hveri og heitar laugar. „Í raun má segja að á Vesturlandi megi sjá þver- skurð af náttúru Íslands,“ segir hann og er ekki í vandræðum með að fanga þessa dýrð með myndavélunum. Friðþjófur er staddur úti í Kína þegar þetta er ritað. Hann hefur komið mjög víða við á sínum ferli, meðal ann- ars á hinum ýmsu fjölmiðlum. Fyrsta stóra verkefni hans sem atvinnuljós- myndara var Heimaeyjargosið og leið- togafundur Reagans og Gorbatsjov var fyrsta stóra kvikmyndatökuverkefn- ið. Þá vann hann hjá RÚV. Níu ljósmyndabækur hafa komið út eftir Friðþjóf á liðnum árum, sú tíunda er í burðarliðnum og hún ku einmitt vera um Vesturland. Frá árinu 2000 hefur hann verið sjálfstætt starf- andi myndatökumaður og starfað mikið með Páli Steingrímssyni í Kvik kvik- myndagerð. Sýning Friðþjófs verður opin á opn- unartíma Gallerís gersemi til 8. ágúst. - gun Hellar, hverir og heitar laugar í Gallerí gersemi SÝNINGIN SETT UPP Friðþjófur heldur hér á einni af myndunum í Galleríi gersemi sem nefnist Skarfar í tilhugalífi. MYND/ÞORKELL Sami Folk Duo kemur fram á Café Rósenberg í kvöld. Það skipa Niillas Holmberg og Roope Mäenpää, ungir tónlistarmenn frá Finnlandi sem hafa verið að gera það gott í heimalandinu. Þeir nýta menningarlegan og tónlistar- legan bakgrunn sinn og skapa þægileg- an bræðing þar sem greina má áhrif frá þjóðtónlist Sama og bandarískri sveitatónlist undir klassískum hljóð- færaleik. Niillas Holmberg er Sami frá Utsjoki sem er með nyrstu þorpum Finnlands. Sextán ára flutti hann til Tampere til tónlistarnáms, þar kynntist hann hinum fjölhæfa tónlistarmanni Roope Mäenpää frá Tampere en hann stund- aði selló- og tónsmíðanám við sama skóla. Síðan þá hafa þeir unnið saman að tónlist og ætla nú loksins að leyfa Íslendingum að heyra. Niillas og Roope komu fram á Þjóð- lagahátíð á Siglufirði síðastliðinn fimmtudag en í kvöld, 10. júlí, munu þeir halda tónleika í Reykjavík. Tón- leikarnir verða á Café Rósenberg á Klapparstíg og hefjast þeir kl. 21. Samasöngvar á Café Rósenberg SAMI FOLK DUO Leikur á Rósenberg í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.