Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 38
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 SUMARFRÍIÐ „Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði ég hana alla sjálf,“ segir Oléna Simone, lista- maður frá Frakklandi, sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tón- listina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist,“ segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakk- landi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlist sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitar- innar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlist sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum,“ segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörn- una Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf,“ segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söng- konuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spenn- andi að sjá hvað kemur út úr því,“ segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs Syngur við tölvugerða tónlist GERÐI NÆR ALLT SJÁLF Oléna gaf út á dögunum plötuna Made in Hurt by Heart og er það hennar fyrsta plata. Hún gerði hana að nær öllu leyti sjálf. „Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíð- unnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar,“ segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið þótt platan sé ekki komin út,“ segir Þórunn sem fær reglu- lega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig,“ segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sig- mundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður- Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það,“ segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku,“ segir hún en þau höfðu veg og vanda af myndbandi GusGus við lagið Over. - hþt Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni VEKUR ATHYGLI Þórunn Antonía vermir fyrsta sæti á erlendum lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP sem segir alla í Zaragoza dýrka lagið Too Late. MYND/ANÍTA ELDJÁRN „Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig,“ segir Björn Bragi Arnars- son, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþon- inu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kíló- metrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóð- ina ákvað hann svo að nota tæki- færið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því,“ segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt,“ segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega,“ segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vega- lengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar,“ segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti sem tengjast hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferl- inu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar fyrir hlaupara. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðarfélögunum sem fólk ætlar að styrkja í hlaup- inu,“ segir hann. tinnaros@frettabladid.is BJÖRN BRAGI: EF ALLT FER Á VERSTA VEG ÞÁ SKRÍÐ ÉG BARA Í MARK Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið HLAUPAMAÐUR Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S HVAR VERÐUR ÞÚ 10. ÁGÚST? ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR! „Ég set bara tösku í aftursætið, hnakk á pallinn á pallbílnum og vöðlur í skottið og svo keyri ég út í náttúruna og læt vindinn bera mig á vit ævintýranna.“ Helgi Björnsson, leikari, tónlistarmaður og afmælisbarn dagsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.