Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 6
27. september 2012 FIMMTUDAGUR6
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
ÍT
/
S
ÍA
/
S
ÍA
22
3
2
4
3
0
4
33
F
I0
F
I0
F
999999
5
9
5
9
5
99
5
| borgarleikhus.is
Hjóni
n Mar
grét o
g Kris
tján,
Reyk
javíku
rvegi
25
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okka
r
Frá aðeins kr. 59.900 í 7 nætur
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 29. september í 7 nætur
eða 16. október í 10 nætur. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði.
Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara.
Kr. 59.900 - 7 nátta ferð
Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð 29. september í 7 nætur.
Kr. 79.900 – 10 nátta ferð
Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð 16. október í 10 nætur.
Stökktu til
Costa del Sol
29. september eða 16. október
RT
h
ön
nu
n
PO
RT
h
ön
nu
n
Við styðjum þig
STOÐ
Tekur þú slátur?
JÁ 15,1%
NEI 84,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú þurft að bíða dögum
saman eftir því að komast til
þíns heimilislæknis?
Segðu skoðun þína á visir.is
Það þýðir ekki að það eigi að fara með
hörku og skammast yfir því, en það býr
auðvitað til spurningu um vanhæfi.
MÖRÐUR ÁRNASON
SAMFYLKINGUNNI
Við þurfum að vinna vel og vandlega að því
að byggja aftur upp traust milli okkar og
varðanna [Ríkisendurskoðunar] …
PÉTUR H. BLÖNDAL
SJÁLFSTÆÐISFLOKKI
Orðrétt á Alþingi um traust á ríkisendurskoðun
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun
nýtur ekki trausts Alþingis, ef
marka má ummæli þingmanna í
gær. Björn Valur Gíslason, for-
maður fjárlaganefndar, segir að
ófært sé annað en að lagfæra það
trúnaðarrof sem orðið hafi á milli
þings og stofnunarinnar.
„Það þýðir að þingið og ríkisend-
urskoðandi þurfa að fara yfir þetta
mál og kanna hvort og þá hvernig
þessu verður bjargað, þannig að
það ríki aftur traust og góð sam-
skipti á milli þingsins og einnar
mikilvægustu stofnunar þess.“
Tafir Ríkisendurskoðunar við
vinnu á skýrslu um nýtt fjár-
hags- og mannauðskerfi ríkisins
voru þingmönnum hugleiknar í
gær, en Ríkisendurskoðun heyrir
beint undir Alþingi. Forsætisnefnd
Alþingis tók málið ekki upp á stutt-
um fundi sínum í gær, en hann var
helgaður rannsóknarnefnd um
sparisjóðina.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, situr
í nefndinni. Hún segir að fundur í
nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en
eftir viku. Sjálf telur hún að nauð-
synlegt sé að fá frekari upplýsing-
ar frá ríkisendurskoðanda, áður en
rætt sé um trúnaðarbrest.
„Ég tel að þegar forsætisnefnd
kemur saman verði óskað eftir
því að farið verði yfir feril þessa
máls.“
Þuríður Backman, sem situr í
forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri
grænna, vildi ekki tjá sig um málið
í gær. Það væri stórt og viðkvæmt
og þyrfti að skoða vel.
Fjármálaráðuneytið sendi frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem segir
að ráðuneytið muni fara ítarlega
yfir þann kostnað sem fallið hefur
Ríkisendurskoðun
missir traust þingsins
Fjármálaráðuneytið mun fara yfir kostnað við uppsetningu og rekstur fjárhags-
og mannauðskerfis. Fjársýsla ríkisins segir það kosta 300 milljónir króna á ári í
rekstri. Þingmenn segja að endurheimta verði traust til Ríkisendurskoðunar.
ALÞINGI Þingmenn kölluðu eftir skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar og fullyrtu
að traustið til stofnunarinnar hefði beðið hnekki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði við Kastljós í gær að
reynsla Alþingis af Oracle-kerfinu væri mjög slæm. Milljónum hefði verið
eytt í innleiðingu þess en kerfið ekki virkað sem skyldi. Að lokum hafi það
verið lagt til hliðar og gamla tölvukerfið tekið upp.
Sigurþór Guðmundsson er deildarstjóri hjá Vegagerðinni, en stofnunin
notar marga hluta kerfisins. „Við höfum haft þetta í notkun nokkur ár og
rekum allt okkar bókhald í þessu með ágætis árangri.“
Misjafnar sögur
Fjársýsla ríkisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni segir að alrangt sé,
eins og haldið hafi verið fram, að upphafleg fjárveiting upp á 160 milljónir
króna árið 2001 hafi verið hugsuð til að kaupa, reka og viðhalda fjárhags-
og mannauðskerfi ríkisins til dagsins í dag. Þær hafi átt að standa undir
þarfagreiningu vegna útboðsgagna.
„Rekstur kerfisins á níu ára tímabili nemur um 2,8 milljörðum króna
eða rúmum 300 milljónum á ári. Þetta nemur að meðaltali rúmlega einni
milljón króna á ári fyrir hverja stofnun ríkisins.“
Reksturinn kostar 300 milljónir árlega
Síðan þarf Alþingi að velta því fyrir sér hvort
sá trúverðugleiki og trúnaður sem þarf að
vera á milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar er enn þá
til staðar.
ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON
VINTSTRI HREYFINGUNNI – GRÆNU FRAMBOÐI
Hver er staða Ríkisendurskoðunar? Af hverju
stóð Ríkisendurskoðun svona að málum,
hver er trúverðugleiki stofnunarinnar vildi ég sagt
hafa og hver er staða hennar heilt yfir …?
MAGNÚS ORRI SCHRAM
SAMFYLKINGUNNI
Þáttur Ríkisendurskoðunar er afar við-
kvæmur í þessu máli og alvarlegur í ljósi
þess mikla trúnaðarsambands sem þarf að vera á
milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar til að tryggja að
Alþingi ræki sitt eftirlitshlutverk.
SKÚLI HELGASON
SAMFYLKINGUNNI
Eftirlitshlutverk Alþingis er líka mikið
umhugsunarefni í þessu því að lögum
samkvæmt er Alþingi eini sanni eftirlitsaðilinn með
Ríkisendurskoðun. Við hljótum að spyrja okkur núna
hvaða áhöld og tæki við höfum raunverulega til að
rækja það eftirlitshlutverk.
ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR
SAMFYLKINGUNNI
til vegna fjárfestinga í kerfinu og
við rekstur þess, en mikilvægt sé
að gera mun á því tvennu.
„Jafnframt mun ráðuneytið
leggja mat á notkun kerfisins og
mögulegar úrbætur, en innleið-
ing þess hefur stórlega bætt fjár-
hagsupplýsingar ríkisins til bæði
stjórnunar og uppgjörs.“
kolbeinn@frettabladid.is
VINNUMARKAÐUR Lífeindafræðingar á Land-
spítalanum eru orðnir langþreyttir á ára-
löngum launalækkunum og krefjast úrbóta.
Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, tals-
maður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir
samstöðufundi í gær.
Helstu kröfur eru annars vegar að stofn-
anasamningur við stéttina verði endurskoð-
aður, í fyrsta sinn frá árinu 2006.
„Svo lögðum við líka fram tillögu um að
byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260
þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað
þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í
skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við
tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnu-
álag sem jafngildir tæpri milljón í tekju-
skerðingu á ári,“ segir Edda Sóley.
Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé
orðin váleg.
„Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun
því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skíta-
laun allan ársins hring, allan sólarhringinn.
Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur
hjá okkur er rúm fimmtíu ár.“
Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi
komið upp í tengslum við umræðuna um
fyrirhugaða launahækkun forstjóra Land-
spítalans.
„Þegar þetta kom upp varð ákveðin við-
horfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði
unnið út frá því að vera þátttakandi í liði.
Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni
fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera
til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðli-
legt og sjálfsagt.“ - þj
Lífeindafræðingar á Landspítala óánægðir með lækkun launa og aukið vinnuframlag:
Jafngildir milljón í kjaraskerðingu
SAMSTAÐA Lífeindafræðingar, sem eitt sinn kölluðust
meinatæknar, mótmæltu bágum kjörum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN