Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 49 Bubbi Morthens leggur land undir fót í haust og heimsækir lands- byggðina auk þess sem hann kemur fram á höfuðborgarsvæð- inu. Heiti tónleikaraðarinnar er Þorpin en síðasta plata hans hét einmitt Þorpið. Þar hvarf Bubbi aftur til rótanna með kassagítar- inn í fararbroddi. Tónleikaferðin hefst á Græna hattinum á Akureyri í byrjun október og stendur yfir í rúman mánuð. Viðkomustaðirnir verða 23 að þessu sinni, þar á meðal verða kirkjutónleikar í Hafnar- firði, Grindavík og á Selfossi. Í vor ætlar Bubbi að loka tónleika- ferðinni með rúmlega tuttugu við- komustöðum í viðbót. Allir tónleik- arnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 2.500 krónur. Fyrir jólin heldur Bubbi svo þrenna Þorláksmessutónleika. Þar af spilar hann í fyrsta sinn um jólin í Eldborgarsal Hörpunn- ar og á Akranesi. Einnig treður hann upp í Hofi á Akureyri. Bylgj- an mun útvarpa beint frá tónleik- unum í Hörpunni. Miðasala á Þor- láksmessutónleikana hefst 18. nóvember. Bubbi á tónleikaferð um landið Á TÓNLEIKAFERÐ Bubbi Morthens er á leiðinni í tónleikaferð um landið í október. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN facebook.com/noisirius Næsta skáldsaga Stephens King verður framhald hinnar frægu bókar hans The Shining frá árinu 1977. Hún nefnist Doctor Sleep og fer í sölu 24. september á næsta ári. Bókin fjallar um strákinn í The Shining, Danny Torrance, þegar hann er orðinn fullorðinn. Torr- ance er skyggn og annast gamalt fólk sem er við dauðans dyr þang- að til hópur vampíra sem kallast The Tribe mætir á svæðið. „Ég hef alltaf velt fyrir mér hvað varð um krakkann í The Shin- ing,“ sagði King. Vinsæl kvik- mynd var gerð eftir bókinni árið 1980 með Jack Nicholson í aðal- hlutverki. Framhald á næsta ári Á TÓNLEIKUM Rithöfundurinn Stephen King á tónleikum í Los Angeles í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sofia Vergara lenti í óhappi um 20 mínútum áður en hún þurfti að stíga á svið á Emmy-verðlaunahátíðinni um helgina. Rennilásinn á kjólnum hennar sprakk og afturendi leik- konunnar blasti við baksviðs. Vergara tók þessu þó létt og birti mynd af kjólaslysinu á Twitt- er undir orðsendingunni „Já! Þetta gerðist 20 mínútum áður en við unnum Emmy. Ég elska lífið mitt!“ Einhver virðist hafa reddað málunum fyrir leikkon- una sem brosti sínu breiðasta á sviðinu er þáttur hennar Modern Family var valinn besti gaman- þátturinn á Emmy. Vergara klæddist niðþröngum sægrænum pallíettukjól frá Zuhair Murad. Kjólaslys á Emmy BROSMILD Sofia Vergara lenti í því óhappi á Emmy-verðlaunahátíðinni að rennilásinn á kjól hennar sprakk og afturendinn blasti við baksviðs. NORDICPGOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.