Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 49
Bubbi Morthens leggur land undir
fót í haust og heimsækir lands-
byggðina auk þess sem hann
kemur fram á höfuðborgarsvæð-
inu. Heiti tónleikaraðarinnar er
Þorpin en síðasta plata hans hét
einmitt Þorpið. Þar hvarf Bubbi
aftur til rótanna með kassagítar-
inn í fararbroddi.
Tónleikaferðin hefst á Græna
hattinum á Akureyri í byrjun
október og stendur yfir í rúman
mánuð. Viðkomustaðirnir verða
23 að þessu sinni, þar á meðal
verða kirkjutónleikar í Hafnar-
firði, Grindavík og á Selfossi. Í
vor ætlar Bubbi að loka tónleika-
ferðinni með rúmlega tuttugu við-
komustöðum í viðbót. Allir tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.30 og er
miðaverð 2.500 krónur.
Fyrir jólin heldur Bubbi svo
þrenna Þorláksmessutónleika.
Þar af spilar hann í fyrsta sinn
um jólin í Eldborgarsal Hörpunn-
ar og á Akranesi. Einnig treður
hann upp í Hofi á Akureyri. Bylgj-
an mun útvarpa beint frá tónleik-
unum í Hörpunni. Miðasala á Þor-
láksmessutónleikana hefst 18.
nóvember.
Bubbi á tónleikaferð um landið
Á TÓNLEIKAFERÐ Bubbi Morthens er
á leiðinni í tónleikaferð um landið í
október.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
facebook.com/noisirius
Næsta skáldsaga Stephens King
verður framhald hinnar frægu
bókar hans The Shining frá árinu
1977. Hún nefnist Doctor Sleep og
fer í sölu 24. september á næsta
ári.
Bókin fjallar um strákinn í The
Shining, Danny Torrance, þegar
hann er orðinn fullorðinn. Torr-
ance er skyggn og annast gamalt
fólk sem er við dauðans dyr þang-
að til hópur vampíra sem kallast
The Tribe mætir á svæðið. „Ég
hef alltaf velt fyrir mér hvað
varð um krakkann í The Shin-
ing,“ sagði King. Vinsæl kvik-
mynd var gerð eftir bókinni árið
1980 með Jack Nicholson í aðal-
hlutverki.
Framhald á
næsta ári
Á TÓNLEIKUM Rithöfundurinn Stephen
King á tónleikum í Los Angeles í sumar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Sofia Vergara lenti
í óhappi um 20 mínútum áður
en hún þurfti að stíga á svið á
Emmy-verðlaunahátíðinni um
helgina. Rennilásinn á kjólnum
hennar sprakk og afturendi leik-
konunnar blasti við baksviðs.
Vergara tók þessu þó létt og birti
mynd af kjólaslysinu á Twitt-
er undir orðsendingunni „Já!
Þetta gerðist 20 mínútum áður
en við unnum Emmy. Ég elska
lífið mitt!“ Einhver virðist hafa
reddað málunum fyrir leikkon-
una sem brosti sínu breiðasta á
sviðinu er þáttur hennar Modern
Family var valinn besti gaman-
þátturinn á Emmy.
Vergara klæddist niðþröngum
sægrænum pallíettukjól frá
Zuhair Murad.
Kjólaslys á
Emmy
BROSMILD Sofia Vergara lenti í því
óhappi á Emmy-verðlaunahátíðinni
að rennilásinn á kjól hennar sprakk og
afturendinn blasti við baksviðs.
NORDICPGOTOS/GETTY