Fréttablaðið - 27.09.2012, Page 8

Fréttablaðið - 27.09.2012, Page 8
27. september 2012 FIMMTUDAGUR8 FERÐAÞJÓNUSTA Hækkun á virð- isaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinar- innar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þing- maður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisauka- skatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvar- legar afleiðingar fyrir ferðaþjón- ustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónust- unnar hafa lagt fram sem eru sam- hljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfar- ið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal- tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 pró- sent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins,“ sagði Oddný. Með hækkunum á virðisauka- skatti mun það dragast „að erlend- ir ferðamenn verði ein milljón tals- ins á Íslandi til 2019,“ sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar grein- ingar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferða- þjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt,“ segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónust- unnar, er að erlendum ferðamönn- um gæti fækkað um 8,6 prósent.“ Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikn- inga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG,“ segir Erna. birgirh@frettabladid.is Hærri skattar þýða færri ferðamenn Samtök ferðaþjónustunnar botna ekkert í útreikn- ingi fjármálaráðherra á áhrifum hækkunar virðis- aukaskatts á iðnaðinn. Ráðherra segir ferðamönnum fjölga en ferðaþjónustan segir að þeim muni fækka. VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavík- ur (OR) mun tapa 2,2 milljörðum króna í ár samkvæmt útkomuspá en hagnast um 6,2 milljarða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og fimm ára áætlun Orkuveitunnar fyrir árin 2014-2018 sem samþykkt var af stjórn hennar á miðvikudag. Alls þarf OR að greiða um 25 milljarða króna af langtímalán- um sínum á árinu 2013. Reiknað er með því að skuldir OR muni allt í allt lækka um átta prósent á næsta ári og verði 210,6 milljarðar króna í lok þess árs. Hagnaður fyrir fjármagns- kostnað, afskriftir og skatta (EBITDA) hefur vaxið mjög síðan „Planið“, aðgerðaráætlun OR og eigenda hennar, var kynnt í fyrra. Í þeirri áætlun felast marghátt- aðar aðgerðir til að bæta sjóðs- streymi OR um 50 milljarða króna fram til ársloka 2016. Í fyrra var EBITDA OR 21,3 milljarðar króna. Útkomuspá fyrir 2012 gerir ráð fyrir að hún verði 3,1 milljarði krónum hærri og áætlun fyrir árið 2013 að hún hækki enn um 1,2 milljarða. - þsj „Plan“ Orkuveitu Reykjavíkur að virka: Áætla 6,2 milljarða hagnað árið 2013 Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi á mánudag að hlutur ferðaþjónustunnar af vergri landsframleiðslu á Íslandi væri 5,9 prósent. Til samanburðar við nágrannalönd okkar benti hún á að hlutur ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og Finnlandi, væri um það bil 3 prósent. „Í samanburði er fróðlegt að bera saman vægi fiskvinnslu sem er 4,3 prósent og vægi fiskveiða sem er 5,8 prósent,“ sagði Oddný enn fremur og vildi með því benda á að hlutur ferðaþjónustu í ríkisbúskapnum væri hærri hér en í nágrannalöndum okkar. Ferðaþjónustan stærri en sjávarútvegur FLEIRI EÐA FÆRRI FERÐAMENN Samtök ferðaþjónustunnar óttast að erlendum ferðamönnum hér muni snarfækka ef stjórnvöld hækka virðisaukaskatt á greinina. Þá muni ferðamenn eyða minni peningum hér en ella. MYND/HAG 1. Hver er ríkisendurskoðandi? 2. Húsi Félags bókagerðarmanna verður breytt í hótel. Hvar er húsið? 3. Hvað heitir flugkappinn sem heimsótti landið á dögunum á leið sinni umhverfis jörðina? SVÖR MOSFELLSBÆR „Ályktuninni fylgir mikil alvara. En hún er til komin vegna hugmyndar bæjarstjórnar um villidýrasafn, sem okkur finnst fáránleg. Það var spurning um að toppa vitleysuna,“ segir Kristín Pálsdóttir, ritari Íbúahreyfingar- innar í Mosfellsbæ. Flokkurinn samþykkti ályktun í vikunni um að láta reisa Píkusafn í bænum, í anda Reðasafnsins. Að sögn bæjarfulltrúa Íbúahreyfing- arinnar var ályktunin þó meira ádeila en nokkuð annað. „Þetta er ekki á stefnuskránni hjá okkur, en þetta er bráðsniðug hugmynd,“ segir Jón Jósef Bjarna- son bæjarfulltrúi. Í ályktuninni segir meðal annars: „Ónefnt slátur- hús hefur þegar veitt vilyrði fyrir fimm gimbrapíkum, fullunnum til sýningar.“ Kristín segir þetta vera hluta af satírunni sem ályktunin sé. „Þetta er háðsádeila,“ segir hún. „Á maður að fylgja leikreglum eða á maður stundum líka að prófa eitt- hvað pönk?“ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar sam- þykkti í ágúst að láta reisa villi- dýrasafn í bænum. Íbúahreyfingin vill lýðræðislega íbúakosningu um málið áður en lengra er haldið. - sv Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ segir Píkusafn álíka fáránlegt og Villidýrasafn: Ályktun um Píkusafn er satíra „Mér líst vel á þetta. En það er ekkert grín að fara út í svona. Við erum búnir að vera að safna í 38 ár, sem er meira en að segja það,“ segir Hjörtur Gísli Sigurðs- son, safnstjóri á Hinu íslenska reðasafni. „Við lítum á þetta sem stuðning, frekar en samkeppni. Ekki amalegt að vera með safn yfir hvort tveggja í sama, litla landinu.“ Ekki samkeppni 1. Sveinn Arason 2. Hverfisgötu 45 3. Carlo Schmid SKÓLAMÁL Skólaárið 2011-2012 lærðu 33.937 börn ensku í grunn- skólum, eða 80,1 prósent, og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því Hagstofan hóf að birta tölur um fjölda barna sem læra erlend tungumál árið 1999. Síðastliðið skólaár lærðu 1.022 grunnskólanemendur þrjú tungu- mál, 2,4 prósent nemenda. Á síð- asta skólaári lærðu 956 nemend- ur yngri en 12 ára dönsku, 624 nemendur lærðu spænsku, 255 nemendur frönsku og 252 nem- endur þýsku. - shá 80,1 prósent læra ensku: Færri læra nú þrjú tungumál VEISTU SVARIÐ? SAMFÉLAGSMÁL Fjölmennur sam- ráðsfundur þriggja ráðuneyta um klám á Íslandi var haldinn á mánudag. Á fundinn mættu um fimmtíu manns til að hlýða á erindi frá hinum ýmsu fag- aðilum um klám út frá lagalegu, heilbrigðislegu og samfélags- legu sjónarhorni. Markmiðið með samráðinu er að efna til umræðu um hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera þegar kemur að klámi með tilliti til dreifingar, notkunar og einstaklingsbundinna og sam- félagslegra áhrifa. Þann 16. október næstkomandi verður haldin opin ráðstefna um klám í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. - sv Samráðsfundur ráðuneyta: Fimmtíu komu og hlustuðu á erindi um klám milljarðar króna er sú upphæð sem Orkuveitan mun tapa í ár samkvæmt útkomuspá. Gert er ráð fyrir hagnaði á næsta ári. 2,2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.