Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 23

Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 23
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 23 Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomu- lag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnar- skránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirn- ar sem sína eign. Næst- um því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöf- ina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þr ýst i ng , ú rsk u r ð Alþjóðamannréttinda- dómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýslu- hefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameigin- legt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Fær- eyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í tak- markaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórn- málamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar“ þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auð- lind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegn- um landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöld- inn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með van- þóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð til- laga að nýrri stjórnar- skrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjuleg- an sameiginlegan eign- arrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu stað- festi sameiginlegan rétt þjóðar- innar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auð- lindina eins og eigin tromp í póli- tíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiski- auðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. októ- ber. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu banda- ríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þræl- anna og annarra sem skildu frelsis- hugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þess- ir vindar bárust einnig til Frakk- lands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag“. Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafn- ingja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verka- menn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efna- hagsleg kjör heldur yfirgripsmikl- ar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa for- eldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólg- in að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlíf- inu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur rík- isins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reynd- ar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur rík- isvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarks- skilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerf- inu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erf- itt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa.“ Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höll- um fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem við- leitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mann- réttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfé- lagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífs- áform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna sam- tímamaður í stjórnmálum, Árni Sig- fússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20. september 2012, bls. 8-9). Frelsi og sjálfræði – eða bergmál frá miðöldum Í liðinni viku komst leiðara-höfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuld- ir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrð- ingu. Eitt helsta hagræna vanda- mál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosning- um lagt áherslu á að koma heim- ilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja til- lögu sem gengur út á það að skatt- kerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn legg- ur til að hluti afborgana fasteigna- lána verði frádráttarbær frá tekju- skatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól við- komandi fasteignaláns. Ef niður- staðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuð- stól lánsins niður í 100% af fast- eignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skap- ast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræði- lega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöð- ugt áfram í fjárhagslegri spenni- treyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stór- eignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræð- um. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu. Hagstjórnarmistök að lækka skuldir? Þjóðareignina í stjórnarskrána Samfélagsmál Ólafur Páll Jónsson dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Fjármál Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknar Ný stjórnarskrá Hermann Oskarsson Færeyingur 69.990 Finlux 32FLX905U WWW.SM.IS Innbyggður margmiðlunarspilari Tækið er búið margmiðlunarviðmóti og USB tengi, þannig að hægt er að tengja USB lykil eða flakkara við tækið og horfa á ljósmyndir og kvikmyndir. Styður öll helstu snið, t.d. DivX, MKV, MP3 og JPG. Vel tengjum búið Tækið er með öllum helstu tengimöguleikum sem þarf í dag, 2xHDMI, Scart, VGA, Audio In, heyrnartólstengi og USB tengi þannig að ekkert mál er að tengja leikjatölvur, heimabíó, heyrnartól og margt fleira við tækið. Einfalt en vandað 32" Finlux sjónvarp með stafrænum DVBT móttakara, USB tengi og innbyggðum margmiðlunar- spilara. Góð myndgæði Tækið er með vönduðum LCD skjá með 1366x768 punkta upplausn og 5ms svartíma með progressive scan sem gefur skarpa og góða mynd. CI kortarauf Tækið er með innbyggðri CI kortarauf þannig að þeir sem eru með Digital Ísland frá Vodafone geta losnað við afruglarann frá Vodafone Digital Ísland og fá CA tengi sem er smellt í tækið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.