Fréttablaðið - 27.09.2012, Page 27

Fréttablaðið - 27.09.2012, Page 27
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 27 Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóð- aratkvæðagreiðslu svöruðu spurn- ingunni „vilt þú að í nýrri stjórnar- skrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en …!“ Með já- yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjáls- lyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjöl- hyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkju- ákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingar Við breytingar á núgildandi trú- málakafla stjskr. (VI. kafla) verð- ur að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoð- anir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðli- legt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innan- ríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoð- unarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endur- skoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæði Sé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frum- varpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trú- frelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljóm- að í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfær- ingu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunar- félags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoð- unarfélög Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðar- atkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoð - aða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórn- lagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoð- ana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trú- ariðkunar. Takmörk trúfrelsis Almenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóð- legum réttindum fyrir sakir trúar- bragða sinna“ eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikil- vægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skor- ast undan „almennri þegnskyldu“ eða almennum félags- legum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði“ og „alls- herjarreglu“ sem óneit- anlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trú- frelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags lands- ins, þjóðkirkjunnar, meðan meiri- hluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni. Já en – við þjóðkirkjuákvæði Oft höfum við ásatrúarfólk feng-ið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköp- unum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvar- lega sárir út í okkur og kenna for- svarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af“ mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heið- ins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarf- ið snýst. Við verðum jafnan svolítið kind- arleg og vitum upp á okkur skömm- ina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ása- trúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskap- ur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi ung- linga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í líf- inu, en síðastliðin ár hafa ungling- ar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undan- genginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum ungling- ar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vætt- ir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífs- stíls og fullorðinsáranna. Fræðsl- an fer að mestu fram í heimspeki- legum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þess- um málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Háva- málum; maður er manns gaman. Fræðsla fyrir alla Ný stjórnarskrá Hjalti Hugason prófessor Á grundvelli þjóðkirkju- ákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trú- málarétt sem hæfir 21. öldinni. Trúmál Jóhanna Harðardóttir blaðamaður og Kjalnesingagoði Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum um- ræðum með léttu ívafi … Ný ávöxtunarleið með stighækkandi vöxtum Sparnaður: Vaxtaþrep 30 dagar Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur og hækka vextirnir í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar. Þú getur stofnað Vaxtaþrep 30 dagar í Netbankanum eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. g ns. Ný sparnaðarleið Úttektir af reikningnum þarf að til- kynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali. Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara. 0–5 m.kr. 5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr. 3,8% 4,1% 4,4% 4,7% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.