Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 30
30 27. september 2012 FIMMTUDAGUR Forsetinn hefur verið gagn-rýndur fyrir að vera óhefð- bundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beit- ingu forsetavaldsins. Margir fræði- menn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóð- fall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvað Lítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það for- dæmi og nú hefur hann lagt grunn- inn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast,“ eins og hann orðaði það í þingsetn- ingarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður lands- ins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdrag- anda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem for- setinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjör- dags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain’t seen nothing yet! Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórn- völd væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forset- inn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistof- unni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftir- menn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnar- skrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrá- genginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkr- unarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunar- fræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verk- efni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarð- anir verða teknar. Launaskerð- ing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnu- álag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helm- ing hafa ekki fært hjúkrunar- fræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunar- kerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjón- að sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrun- arfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fund- um hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra. Það hefur vart farið fram hjá neinum að úfar eru með þjóð- um um allan heim, ýmist vegna viðskiptahagsmuna, landamerkja eða hugmyndafræði. Engum dylst heift og misklíð milli trúar- hópa. Áhugi þjóða á norðurheim- skautasvæðinu er umtalsverður bæði vegna siglinga og auðæfa sem leynast kunna á hafsbotni. Kínverjar reyna að hasla sér völl á Grænlandi og þar hefur þeim orðið nokkuð ágengt. Áhugi Kín- verja á Íslandi er öllum augljós. Kínverjar eru skipulögð þjóð og öguð og þeir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að auðvelt er að komast til áhrifa í krafti auðs, eins og dæmin sanna í mörgum Afríkuríkjum þar sem þeir hafa keypt stór landsvæði og leigja önnur. Einnig hafa þeir gert þjóð- ir háðar sér með lánveitingum og hagstæðri verslun. Kínverjar hafa einnig gert Ástrala fylgispaka sér og allir vita að sjálf Banda- ríki Norður-Ameríku eru helstu skuldunautar Kínverja og hafa því fjármálakerfi stórveldisins í hendi sér. Og er þó fátt eitt upp talið. Þriðja heimsstyrjöldin verð- ur ekki háð með hefðbundnum vopnum því allir vita að þá verð- ur enginn sigurvegari þegar upp verður staðið. Styrjöldin er háð með kænsku á viðskiptasviðinu og kapphlaupinu um ítök og áhrif. Heimurinn er að verða ein við- skiptaheild og rafrænir fjármunir fljúga milli heimsálfa með leiftur- hraða. Tilgangur minn með þessu blaða- korni er að vekja umræðu um vax- andi áhrif Kínverja hér á landi. Síður en svo hef ég eitthvað við þá þjóð að athuga, þar sem alþýða manna virðist elskulegt og duglegt fólk og velkomið hingað. En undir blíðmælgi ráðamanna og auðjöfra þessarar ágætu þjóðar getur leynst ásetningur sem við erum grunlaus um og getur komið okkur í koll. Við Íslendingar erum gestrisin þjóð og við eigum að taka vel á móti gestum en við eigum jafnframt að vera á varðbergi og gjalda varhug. Mig langar í þessu samhengi að vitna í skýrslu sem út kom í Nor- egi eftir síðari heimstyrj- öldina um samband Nor- egs og Þýskalands fyrir stríð og er eftir Carl J. Hambro sem hafði verið forseti norska þingsins frá árinu 1926 og naut mikils álits og trausts á Stórþinginu. Carl var vel menntaður, kunnur rithöfundur og mælsku- maður með afbrigðum. Í skýrslu sinni segir C.J. Hambro að það hafi vakið furðu og undrun í Noregi hve marg- ir Þjóðverjar í innrásarliðinu töluðu norsku reiprennandi og einnig hve margir Norðmenn voru fylgisvein- ar innrásarhersins. Í skýrslu Ham- bros stendur. „Leynt og ljóst höfðu Þjóðverjar lýst yfir vinarþeli sínu, já, og meira að segja ást sinni til Noregs. Leynt og ljóst höfðu þeir á allar lundir reynt að treysta sam- bönd og auka skilning milli land- anna. Þeir efndu til norrænna móta í Þýskalandi og buðu þangað fjölda Norðmanna; þeir sendu fyrirles- ara, leikara, söngvara og vísinda- menn til Noregs og þeim var tekið opnum örmum og það var hlustað á þá af einlægni. Það sem kom Norð- mönnum mest á óvart, var ekki árásin sjálf, heldur hitt, er þjóð- in komst að raun um, að stórveldi, sem árum saman hafði lýst yfir vin- áttu sinni, kom nú allt í einu fram sem erkióvinur […] og hafði árum saman unnið með þýskri nákvæmni að vandlega sundurliðaðri innrásar- áætlun með áþján landsins og yfir- drottnun fyrir augum.“ Einnig kom fram í skýrslu Ham- bros að allmörg þýsk ungmenni hefðu notið gistivináttu norskra heimila, lært tungumálið og vissulega var það sárt að sjá þessi ungmenni sem túlka fyrir innrás- arliðið. Carl J. Hambro bætti því svo við að það sem gerðist í Noregi gæti gerst annars staðar og varast þyrfti 5. herdeild- irnar sem vinna hljóð- laust. Þessi grein mín hefur þann eina tilgang að vekja athygli á því að við Íslendingar þurf- um að vera vel vakandi gagnvart ásælni ann- arra þjóða í íslenskt land og látum ekki stundarhagsmuni villa okkur sýn. Þrátt fyrir og ef til vill frem- ur vegna alheimsvæðingar verðum við að halda vöku okkar og verum minnug orða Einars Þveræings Eyjólfssonar sem talaði gegn því að Ólafur digri Noregskonungur fengi Grímsey að gjöf snemma á 11. öld því að þar mætti fæða her manns. Tökum gestum okkar af vinsemd en verum á varðbergi og höfum reglu- verk okkar skýrt og afdráttarlaust í sambandi við eignarhald lands og gæða þess. Með vinsemd og virð- ingu. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Tökum gestum okkar af vinsemd en verum á varðbergi og höfum reglu- verk okkar skýrt og af- dráttarlaust ... Launaskerðing hjúkrunar- fræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir ... Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið Þriðja heimsstyrjöldin „Látið í ykkur heyra“ Viðskipti Magnús Aðalbjörnsson áhugamaður um jöfnuð Forsetaembættið Jón Þór Ólafsson viðskiptafræðinemi Kjaramál Arnfríður Gísladóttir skurðhjúkrunar- fræðingur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.