Fréttablaðið - 27.09.2012, Qupperneq 33
| FÓLK | 3
■ HELGI ÓMARS er tískubloggari á
vefsíðunni Trendnet.is. Hann kynnir sig
sem ungan ljósmyndara frá Seyðisfirði.
Förðunarfræðingur að mennt sem hefur
unnið sem fyrirsæta og ljósmyndari víðs
vegar um heiminn. Þar að auki er hann
fagurkeri, matgæðingur og tónlistar-
unnandi. Við fengum Helga til að svara
nokkrum laufléttum spurningum.
Hvað ert þú að starfa um þessar mundir
og hvar? Ég er nýfluttur til Kaupmanna-
hafnar, búinn að vera hér í rétt tæplega
mánuð. Fór í heljarinnar vinnuleit um
leið og ég lenti og endaði með þrjú ágæt
störf. Vinn núna í Abercrombie & Fitch,
Laundromat og Simons, ásamt því að
koma mér á framfæri sem ljósmyndari á
þessum nýju slóðum.
Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Ég
hef alltaf verið meðvitaður um í hvaða
föt ég fer og alltaf sýnt því áhuga. Tísku-
áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég
byrjaði í menntaskóla og fór að þróa mig
áfram í ljósmynduninni.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú
bloggar? Ég held ég sé enn að finna mig
sem tískubloggari. Ég byrjaði nýlega að
gera þetta að ákveðnum „lífsstíl“, deila
með fólki hverju ég klæðist og hvað mér
þykir flott. Mér finnst stórkostlegt að
sjá hvað það eru margir strákar sem
senda fyrirspurnir og sýna áhuga á því
sem ég er að gera. Það drífur mann svo
sannarlega áfram.
Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Ég
held að Alexander McQueen og John
Galliano séu í uppáhaldi. Mér þykir svo
ánægjulegt að skoða myndirnar frá sýn-
ingunum og herferðum þeirra. Annars
elska ég All Saints, hönnunar-team
merkisins er eflaust uppáhaldið mitt þar
sem flestar mínar flíkur eru þaðan.
Er einhver flík sem þú stenst ekki? Yfir-
hafnir, alveg gjörsamlega. Í hvert skipti
sem ég labba inn í búð dregst ég alltaf
að yfirhöfnunum og á sjálfur ótrúlega
mikið af jökkum, kápum og úlpum.
Finnst fátt skemmtilegra en að kaupa
mér nýja yfirhöfn.
Einhver skemmtileg tískuupplifun? Það
fyrsta sem poppar upp í höfuðið á mér
var þegar ég var búinn að tilkynna vinum
og fjölskyldu að ég mundi ekki koma á
LungA 2010, þeim til mikilla leiðinda. Þá
bjó ég erlendis. Ég var búinn að semja
við Arndísi Ey fatahönnuð sem var að
sýna nýja línu á LungA um að koma
fram. Þegar ég gekk síðan eftir pall-
inum kom ég fjölskyldu minni og vinum
gjörsamlega á óvart. Það var yndislegt
augnablik.
Áttu þér uppáhaldsverslanir? All Saints
er algjörlega uppáhaldsbúðin mín. Svo
get ég nefnt H&M, Cheap Monday,
Topman og fleiri.
Eyðir þú miklu í föt? Nei, alls ekki. Ég er
nískur þegar kemur að fatakaupum. Ég
elska útsölur og fatamarkaði. Ég kaupi
ekkert nema ég falli gjörsamlega fyrir
því og eyði ekki peningum í flíkur sem ég
veit að verða ekki mikið notaðar.
Hvar verslar þú helst? Ég versla sjaldan
á Íslandi. Mér finnst þó gaman að fjár-
festa í íslenskri hönnun. Annars safna
ég frekar peningum og versla í útlönd-
um. elin@365.is
TÍSKUBLOGG
HELGI ÓMARS
TÍSKA
Í ÞREMUR STÖRFUM
Helgi Ómars býr í Kaup-
mannahöfn og er að
reyna fyrir sér á nýjum
slóðum sem ljósmyndari.
ELSKAR ÚTSÖLUR
OG FATAMARKAÐI
Leikkonan Kelly Osbourne (27 ára) vakti
mikla athygli á rauða dreglinum við
Emmy-verðlaunaafhendinguna þar sem
hún var með dýrasta naglalakk sem
sögur fara af.
Kjólarnir á hátíðinni vöktu að
vonum athygli fjölmiðlamanna
en þegar leið á kvöldið var það
þó naglalakkið sem stal senunni.
Glasið af lakkinu kostar nefnilega um
30 milljónir króna. Naglalakkið er þakið
svörtum demöntum og Kelly sagðist vera
eina konan sem væri með slík verðmæti á
nöglunum þetta kvöld.
Það er gullsmiðjan Azature í Los Angeles
sem framleiðir naglalakkið. Hinn þekkti stílisti
Nicolas Bru á hins vegar heiðurinn af því hvern-
ig Kelly var klædd og snyrt fyrir Emmy-hátíðina.
MEÐ DEMANTA
Í NAGLALAKKI
Lepicol Plús örvar
meltinguna
Lepicol heldur
hægðunum í jafnvægi
Inniheldur Psyllium husk trefjar ásamt mjólkursýrugerlum.
Lepicol Plús inniheldur einnig meltingarenzym. Fæst í öllum
apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Lepicol
- fyrir meltinguna
Fyrir árshátíðina
Við erum á Facebook
Ný sending af glæsilegum kjólum í st. 36-48. 20% afsl.