Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 40
12. október 2012 FÖSTUDAGUR24 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. hviða, 6. úr hófi, 8. skip, 9. ætt, 11. ekki heldur, 12. bragðbætir, 14. miklu, 16. tveir eins, 17. arr, 18. drulla, 20. skóli, 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. frá, 4. sandgrynning, 5. bjálki, 7. einn, 10. gagn, 13. dolla, 15. kk nafn, 16. skaði, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. kast, 6. of, 8. far, 9. kyn, 11. né, 12. krydd, 14. stóru, 16. tt, 17. sig, 18. aur, 20. fg, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. af, 4. sandrif, 5. tré, 7. fyrstur, 10. nyt, 13. dós, 15. uggi, 16. tap, 19. ró. Á marga vegu ert þú sá sem ég er að leita að, Dagur! Þú ert góður, sætur og umhyggjusamur! Þú ert með þennan neista í augunum, pétursspor og flottan bankareikning! En samt… Þetta gengur ekki upp! Jæja… Af hverju ekki, Ragga? Af hverju ekki? Stórir rassar á karlmönnum… ég bara get það ekki! Góð ástæða! Mamma… pabbi… Þetta er ekkert persónulegt, en einmitt núna snýst líf mitt bara um vini mína. Að skiptast á sms-um við þá er eigin- lega það eina sem ég vil gera. Eða… Það og að þið sjáið um allar mínar þarfir, ókeypis. Jæja, það er gott að við fáum að leika lítið hlutverk. Sjáðu bara niðurstöðurnar úr lesskilningsprófinu sem hann tók. Þeim tekst hreinlega ekki vel upp í ánauð. Ekkert persónulegt, pabbi, en þetta eru lúðalegustu inniskór sem ég hef séð. Ég trúi ekki að þú gangir enn í þessum náttfötum. Svo við minn- umst nú ekki á sloppinn! Héðan í frá er bannað að kveikja á Tískustöðinni fyrir morgunmat. Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu. VIÐ hefðum átt að koma okkur upp okkar eigin sjálfstæðu geimrannsóknaráætlun með því lokatakmarki að senda fyrsta mannaða geimfarið til Mars ekki seinna en 2013. VIÐ hefðum átt að leggja Reykjavíkur- flugvöll í stokk. VIÐ hefðum átt að leggja kampavíns- leiðslur í hvert hús svo fólk gæti drukkið þann vinsæla drykk eða baðað sig upp úr honum án þess að þurfa að pæla í afgreiðslutíma Vínbúðanna. VIÐ hefðum átt að gullhúða alla ljósa- staura. VIÐ hefðum átt að leyfa apa- og gíraffa- hald í þéttbýli. VIÐ hefðum átt að veita fólki raunhæfa möguleika á að reisa sér almennilega kast- ala að erlendri fyrir- mynd til að búa í. Því að húka í fimm hundruð fermetrum þegar hægt er að breiða úr sér á fimm þúsund? VIÐ hefðum átt að reisa þyrlupalla við mikilvæga staði í höfuðborginni, svo sem við Sævar Karl, Kauphöllina, Leonard og Range Rover umboðið. VIÐ hefðum átt að fylla upp í Tjörnina í Reykjavík og byggja þar skrifstofuturna með gólfefnum úr fílatönnum. VIÐ hefðum ekki átt að láta nægja áform um að gefa út 10 þúsund króna seðil. Af hverju ekki 50 þúsund eða 100 þúsund? VIÐ hefðum átt að höggva andlit fjögurra merkustu Íslendinganna í Esjuna að undangenginni hugmyndasamkeppni um hverjir væru þess verðugir. VIÐ hefðum átt að taka að okkur að veita Nóbelsverðlaunin í viðskiptum og leggja til myndarlegt verðlaunafé. OG síðast en ekki síst: Við hefðum átt að berjast fyrir því að Ísland fengi einnar tölu landssímanúmer, eða alla vega tveggja. 354 er eitthvað svo þriðjaflokks. EN á þessum klikkuðum við og þá er bara að bíða þangað til næst. Glötuð tækifæri Andlegir leppalúðar eða lýðræðisréttur Grautarhaus og vangefið smámenni voru lyndiseinkunnir sem menn gáfu andstæðingum sínum í deilum um stjórnarskrána 1944. Spæjarar með pressupassa Lára í Pressu, Tinni, Annika Bengtzon og fleiri blaðamenn sem krimmarnir óttast Meðal annars efnis: Minni þolinmæði gagnvart konum í pólitík Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lítur yfir sviðið í tilefni boðaðs brotthvarfs úr stjórnmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.