Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 10
Allir helstu stjórnmálaflokk- arnir á Íslandi báru ábyrgð á stjórnun Orkuveitunnar á því tímabili sem skuldir hennar ruku upp. Þeir komu líka allir að ákvörðunum um að greiða sér arð út úr fyrir- tækinu. Úttektarnefnd telur arðgreiðslur fjármagnaðar með lántökum. Skuldir Orkuveitu Reykja víkur (OR) jukust úr 17,7 milljörðum króna í 224,4 milljarða króna frá árs byrjun 2002 til ársloka 2010. Á sama tíma greiddu eigendur fyrirtækisins sér arð upp á 16,3 milljarða króna og ábyrgðargjald upp á rúmlega tvo milljarða króna og færðu hlut Landsvirkjunar til Reykjavíkur- borgar sem seldi hlutinn síðar fyrir á fjórða tug milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um starfsemi OR á ofangreindu tímabili. Nefndin telur að arðgreiðslurnar hafi verið fjármagnaðar með erlendri lántöku og að ábyrgð stjórnar og stjórnenda á ógöngum fyrirtækisins sé mikil. Allir helstu flokkarnir stýrðu Reykjavík, og þar af leiðandi OR, á þessu tímabili. Því má segja að þverpólitísk ábyrgð sé á þeim fjár- hagslegu ógöngum sem OR rataði í á fyrsta áratug þessarar aldar. Alfreð Þorsteinsson var stjórnar- formaður OR í umboði R-listans frá stofnun hennar í upphafi árs 1999 og þar til eftir kosningarnar 2006. Að R-listanum stóðu Samfylkingin, VG og Framsóknarflokkurinn. 12. október 2012 FÖSTUDAGUR10 Þverpólitísk ábyrgð á óráðsíu OR Eftir kosningarnar 2006 var myndaður meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Við þau tímamót varð Guðlaugur Þór Þórðarson stjórnarformaður OR. Hann sat í þeim stóli þar til í júní 2007. Við tók Haukur Leósson sem var síðan látinn hætta eftir að REI- málið komst í hámæli í október sama ár. Skömmu seinna var mynd- aður nýr meirihluti Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks í borginni og hann skipaði Bryndísi Hlöðvers- dóttur í starf stjórnarformanns OR. Sú stjórn sat í 100 daga áður en nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista Ólafs F. Magnússonar tók við taumunum. Kjartan Magnússon tók við stjórnarformennsku í OR fram í ágúst þegar meirihlutinn sprakk aftur. Þá tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höndum saman og gerðu Guðlaug Þ. Sverrisson að stjórnarformanni. Hann sat fram yfir kosningarnar vorið 2010 þegar nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar skipaði Harald Flosa Tryggvason stjórnarformann. Hann situr enn. Guðmundur Þóroddsson var for- stjóri OR frá því að fyrirtækið var sett á fót og fram á mitt ár 2008. Þá tók Hjörleifur Kvaran, sem hafði verið aðstoðarforstjóri, við keflinu. Hjörleifur hafði reyndar setið í for- stjórastólnum tímabundið áður á meðan Guðmundur tók sér leyfi til að stýra Reykjavík Energy Invest (REI), útrásararmi OR, um stundar- sakir. Hjörleifi var sagt upp störfum í fyrra og Bjarni Bjarnason ráðinn í hans stað. ARÐGREIÐSLUR 1.748 milljónir Rannsóknarskýrsla um Orkuveitu Reykjavíkur Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is 31. desember 2010224,4 milljarðar króna 1. jan úar 2 002 17,7 millja rðar k róna 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 ARÐGREIÐSLUR 2.121 milljón ARÐGREIÐSLUR 2.164 milljónir ARÐGREIÐSLUR 2.204 milljónir ARÐGREIÐSLUR 2.081 milljón ARÐGREIÐSLUR 2.081 milljón ARÐGREIÐSLUR 2.411 milljónir ARÐGREIÐSLUR 821 milljón ARÐGREIÐSLUR 800 milljónir Arðgreiðslur, skuldir og þeir sem stjórnuðu ALLAR TÖLUR ERU Á VERÐLAGI 2010 Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Guðlaugur Þór Þórðarson tók við í júní Haukur Leósson frá júní til október. Bryndís Hlöðversdóttir var út janúar 2008. Kjartan Magnússon frá febrúar til ágúst. Guð- laugur Þ. Sverrisson tók þá við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.