Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 30
4 • LÍFIÐ 16. NÓVEMBER 2012 Í Heimsókn annað kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2 bankar Sindri Sindra- son upp á hjá Guðrúnu Lilju Gunnlaugs- dóttur hugmyndahönnuði sem býr í gömlu og fallegu leiguhúsnæði á Ein- imel í Reykjavík. Hún gefur góð ráð um hvað hægt sé að gera þegar engu má breyta. HUGMYNDAHÖNNUÐUR HEIMSÓTTUR Húsið er hlýlegt og fallegt, ekki síst vegna fjölda fallegra og sérstakra muna Guð- rúnar. Stofan er hlýleg og í anda Guðrúnar. MYNDIR/VILHELMTakið eftir hversu vel vinnurýmið er skipulagt. Hugmyndahönnuðurinn festi efri hluta skápsins við borð- stofuborðið til að nýta rýmið betur. 07.00  Klukkan byrjar að hringja og þar sem ég fór allt of seint að sofa í gær leyfi ég mér að „snooza“ nokkrum sinnum. Ég er svo lánsöm að mat- reiðslumeistarinn hann Þór hallur Sverrisson, sem er miklu meiri A- maður en ég, mætir alltaf á réttum tíma á vaktina og gerir það sem gera þarf ef svona kemur upp á. Eftir að hafa tekið lýsið og borðað góðan morgunverð græja ég tvo góða kaffibolla, drekk annan strax og tek hinn með mér í bílinn. 10.00  Ég er mætt í Stórkaup til að sækja sírópið sem bráðvantar í rúgbrauðs baksturinn sem er í vændum, en það er ekki seinna vænna að fara að prófa sig áfram með brauðið því engin er síldin án rúgbrauðsins. Þaðan liggur svo leiðin inn í Grasagarð. 10.30  Allt er komið á full sving í eldhúsinu í Café Flóru við að útbúa jólasíldarsalatið með uppbakaðri sósu sem þarf að fá að ryðja sig vel. Ilmurinn er dásam- legur. Því næst hringi ég nokkur símtöl varðandi nýju heimasíðuna okkar, Cafeflora.is, og spjalla við nokkra af birgjunum mínum varð- andi hráefni fyrir jólahlaðborðið. 13.00  Við erum byrjuð að hræra í brauðin sem þurfa að fá að bakast í nokkra klukkutíma og svo tökum við Þór- hallur test á síldarréttunum sem lofa góðu. 17.00 Ég fer með yfirþjón-inum mínum, honum Friðriki Atla Sigfússyni, yfir ýmis mál sem varða borðaskipan fyrir jólahlaðborðið okkar sem hefst núna 29. nóvember og því nóg sem þarf að huga að. 19.00 Eftir að búið er að ganga frá í eld- húsinu renni ég við í Eymunds- son við Skólavörðustíg, finn til vænan bunka af nýjum og spenn- andi tímaritum, kaupi mér sam- loku og góðan latte hjá Te og kaffi og sit svo þar til kl 21.30 og grúska í öllum þessum endalausu hug- myndum að skreytingum, mat og öðru sem viðkemur jólunum. Þetta er sannkölluð gæðastund. 23.00  Ég sit við tölvuna og er að renna yfir póstinn minn en planið er að fara ekki of seint í háttinn í þetta sinn … Marentza Poulsen Smurbrauðsjómfrú og veitingakona á Café Flóru NÝTT OG ÖFLUGRA FRÍÐINDAKERFI Flug með Iceland Express til Parísar 20.–23. sept. fram og til baka með sköttum og öðrum greiðslum. Aðeins 26.900 kr. Takmarkað sætaframboð. Skráning á stod2.is/vild upplifðu haust í parís á ótrúlegu verði PARÍS 26.900 kr. Virkjaðu kreditkortið þitt og annarra fjölskyldumeðlima á mínar síður á www.stod2.is. Ört vaxandi hópur samstarfsaðila. Fylgstu með!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.