Fréttablaðið - 16.11.2012, Side 50

Fréttablaðið - 16.11.2012, Side 50
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR34 Bækur ★★★★ ★ ð ævisaga Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit Crymogea ð ævisaga er eins og nafnið ber með sér saga bókstafsins ð, sem eins og segir í bókinni snýst að miklu leyti um „mistök og vandræðagang í samskiptum við fólk sem ekki notast við þennan óvenjulega bók- staf og hefur jafnvel ekki hugmynd um tilvist hans“. Á kápu er efni bókarinnar lýst eins og um Hollywood-spennu- sögu sé að ræða og rætt er um við- burðaríkt líf ð-sins, fæðingu þess, dauða og upprisu. Því öllu saman eru gerð skil í bókinni, í sögu sem berst heimshorna á milli, á árþús- unda tímabili. Höfundar eru fjórir. Þrír þeirra eru grafískir hönnuðir en sá fjórði er sagnfræðingur, Stefán Pálsson. Í bókinni kemur fram að hönnuðirnir þrír hafa allir rannsakað hver um sig ákveðin tímabil í þróunar sögu bókstafsins með tilliti til nútíma leturhönnunar, og þær rann- sóknir liggja til grundvallar efni bókarinnar. Bókin er ríkulega mynd skreytt og hönnun- in er fyrsta flokks. Kápa, pappír, brot og letur er allt vandlega valið, og bókin því mjög eigu- legur gripur. Þó bókin sé saga ð-sins, þá er hún líka saga ýmissa ann- arra hluta. Hún er saga prentlistarinnar á Íslandi, hún er saga leturs og stafrófa. Hún er líka saga einstakra annarra stafa eins og þ-sins, zetunnar og ý-sins. Þetta er einnig saga staðla, og nútíma stafasetta. Vegir allra þessara sagna liggja að lokum til ð-sins, aðalhetju sögunnar, en á köflum dettur þráð- urinn niður þegar aðdragandinn verður of langur og fær á sig yfirbragð kennslu- bókartexta, þó lipur sé. Skemmtilegar dæmisögur lífga text- ann við, t.d. sögurnar af tungu málinu elf- d ö l sk u , tó n l i s t a r - manninum Prince og fótbolta- manninum Gylfa Sigurðssyni. Ótal skemmtilegir fróðleiks- molar eru í bókinni, eins og til dæmis sögur, eða tilgátur, um þátt Rasmusar Kristjáns Rask í endur- vakningu ð-sins inn í íslenskt mál í byrjun 19. aldarinnar, og sagan af því þegar Jón Baldvin Hannibals- son átti í deilum við Tyrki í aðdrag- anda EES-samningsins, til að halda íslensku stöfunum í alþjóðlegum stafatöflum. Ekki má heldur gleyma hönn- unarfræðilegum þætti bókarinnar, en fyrir áhugamenn er gaman að lesa um sveigjur, beygjur, gegnum- strik og stungur í stafnum sjálfum, og annað er snýr að því útlitslega. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Falleg og fróðleg bók og skemmtileg á köflum, en herslumun- inn vantar til að hugmyndin gangi fullkomlega upp. Saga um vandræðagang Þrándur Þórarinsson myndlistar- maður opnar málverkasýninguna Eintal í Svítunni í Gamla bíói á laugardag. Flestar myndirnar á sýning- unni sækja innblástur í Snorra- Eddu og eru allar málaðar í endurreisnarstíl. Æsir og jötnar koma mikið við sögu og sérstök sería er um hvarf Iðunnar og æskuepla hennar. Þrándur hóf nám við LHÍ árið 2000, hætti þar og fór í læri hjá norska málaranum Odd Nerdrum næstu fjögur ár. Þrándur hefur starfað alfarið við myndlist síðan 2008 og haldið einkasýn- ingu árlega frá þeim tíma. Efni- við verka sinna sækir Þrándur gjarnan í gömul og þjóðleg stef og menningararf, svo sem Íslend- ingasögur og þjóðsögur. Sýningaropnun á laugardag er klukkan 17. Þrándur sýnir í Gamla bíói SÝNINGAR Þrándur Þórarinssonar list- málari á vinnustofu sinni. Kristinn Sigmundsson og Víking- ur Heiðar Ólafsson halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Tilefnið er tvö föld útgáfa á hljóð- og mynd- diski með upp- töku af annars vegar flutningi þeirra á Vetrar- ferð Schuberts, sem fram fór fyrir fullum Eldborgarsal sumarið 2011, og hins vegar flutningi þeirra á sama verki sem þeir tóku upp í hljóðveri síðar sama ár. Kristinn og Víkingur flytja nýja efnisskrá í kvöld: Dichter- liebe eftir Schumann, valin ljóð eftir Hugo Wolf og Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. Víkingur og Kristinn fagna Vetrarferðinni VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON KRISTINN SIGMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.