Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 50
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR34 Bækur ★★★★ ★ ð ævisaga Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit Crymogea ð ævisaga er eins og nafnið ber með sér saga bókstafsins ð, sem eins og segir í bókinni snýst að miklu leyti um „mistök og vandræðagang í samskiptum við fólk sem ekki notast við þennan óvenjulega bók- staf og hefur jafnvel ekki hugmynd um tilvist hans“. Á kápu er efni bókarinnar lýst eins og um Hollywood-spennu- sögu sé að ræða og rætt er um við- burðaríkt líf ð-sins, fæðingu þess, dauða og upprisu. Því öllu saman eru gerð skil í bókinni, í sögu sem berst heimshorna á milli, á árþús- unda tímabili. Höfundar eru fjórir. Þrír þeirra eru grafískir hönnuðir en sá fjórði er sagnfræðingur, Stefán Pálsson. Í bókinni kemur fram að hönnuðirnir þrír hafa allir rannsakað hver um sig ákveðin tímabil í þróunar sögu bókstafsins með tilliti til nútíma leturhönnunar, og þær rann- sóknir liggja til grundvallar efni bókarinnar. Bókin er ríkulega mynd skreytt og hönnun- in er fyrsta flokks. Kápa, pappír, brot og letur er allt vandlega valið, og bókin því mjög eigu- legur gripur. Þó bókin sé saga ð-sins, þá er hún líka saga ýmissa ann- arra hluta. Hún er saga prentlistarinnar á Íslandi, hún er saga leturs og stafrófa. Hún er líka saga einstakra annarra stafa eins og þ-sins, zetunnar og ý-sins. Þetta er einnig saga staðla, og nútíma stafasetta. Vegir allra þessara sagna liggja að lokum til ð-sins, aðalhetju sögunnar, en á köflum dettur þráð- urinn niður þegar aðdragandinn verður of langur og fær á sig yfirbragð kennslu- bókartexta, þó lipur sé. Skemmtilegar dæmisögur lífga text- ann við, t.d. sögurnar af tungu málinu elf- d ö l sk u , tó n l i s t a r - manninum Prince og fótbolta- manninum Gylfa Sigurðssyni. Ótal skemmtilegir fróðleiks- molar eru í bókinni, eins og til dæmis sögur, eða tilgátur, um þátt Rasmusar Kristjáns Rask í endur- vakningu ð-sins inn í íslenskt mál í byrjun 19. aldarinnar, og sagan af því þegar Jón Baldvin Hannibals- son átti í deilum við Tyrki í aðdrag- anda EES-samningsins, til að halda íslensku stöfunum í alþjóðlegum stafatöflum. Ekki má heldur gleyma hönn- unarfræðilegum þætti bókarinnar, en fyrir áhugamenn er gaman að lesa um sveigjur, beygjur, gegnum- strik og stungur í stafnum sjálfum, og annað er snýr að því útlitslega. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Falleg og fróðleg bók og skemmtileg á köflum, en herslumun- inn vantar til að hugmyndin gangi fullkomlega upp. Saga um vandræðagang Þrándur Þórarinsson myndlistar- maður opnar málverkasýninguna Eintal í Svítunni í Gamla bíói á laugardag. Flestar myndirnar á sýning- unni sækja innblástur í Snorra- Eddu og eru allar málaðar í endurreisnarstíl. Æsir og jötnar koma mikið við sögu og sérstök sería er um hvarf Iðunnar og æskuepla hennar. Þrándur hóf nám við LHÍ árið 2000, hætti þar og fór í læri hjá norska málaranum Odd Nerdrum næstu fjögur ár. Þrándur hefur starfað alfarið við myndlist síðan 2008 og haldið einkasýn- ingu árlega frá þeim tíma. Efni- við verka sinna sækir Þrándur gjarnan í gömul og þjóðleg stef og menningararf, svo sem Íslend- ingasögur og þjóðsögur. Sýningaropnun á laugardag er klukkan 17. Þrándur sýnir í Gamla bíói SÝNINGAR Þrándur Þórarinssonar list- málari á vinnustofu sinni. Kristinn Sigmundsson og Víking- ur Heiðar Ólafsson halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Tilefnið er tvö föld útgáfa á hljóð- og mynd- diski með upp- töku af annars vegar flutningi þeirra á Vetrar- ferð Schuberts, sem fram fór fyrir fullum Eldborgarsal sumarið 2011, og hins vegar flutningi þeirra á sama verki sem þeir tóku upp í hljóðveri síðar sama ár. Kristinn og Víkingur flytja nýja efnisskrá í kvöld: Dichter- liebe eftir Schumann, valin ljóð eftir Hugo Wolf og Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. Víkingur og Kristinn fagna Vetrarferðinni VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON KRISTINN SIGMUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.