Alþýðublaðið - 15.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1919, Blaðsíða 2
2 „I>okið ykkur saman!“ Verkakonur og aðrar alþýðu- konur! Hafið nú hugann vakandi og hendur starfandi eins og vant er; bregðið ykkur sena snöggvast frá heimilisstörfunum ofan i Barna- skóla í dag til að nota það dýr- mætasta vopn sem lögin og rétt- lætið fá ykkur í hendurnar, og það er kosningarrétturinn. Styðjið vorn eiginn flokk með því að láta at- kvæði ykkar falla á þá menn, sem hann býður fram, en ekki aðra, sem með skrumi sínu og fagur- gala reyna að villa ykkur sýn. Verið ekki hlutlausar, setjið annað til síðu í dag, það er skylda okk- ar ailra að styðja þá mennina, sem við teflum fram og okkur er sómi að senda á þing. Ósigur þeirra er okkar ósigur. Það er okkar minkun fyrir samtakaleysi og deyfð. Ef þú hirðir ekki um að kjósa þá báða og enga aðra, þá áttu þinn þátt í því, að þingið er skipað andstæðingum okkar og þeim, sem láta sig kjör vor verka- fólks engu varða, og alt gengur þar öfugt eins og undanfarið. Það er sannarlega gefinn hlutur fyrir alþýðuna að koma að báð- um sínum mönnum, það er að- eins að hver maður geri skyldu sína og standi réttu megin í bar- daganum. „Þokið ykkur saman!“ Þegar Wellington barðist við Na- póleon við Waterloo fyrir liðugum 100 árum var þetta hróp hans til manna sinna: „Þokið ykkur sam- an!“ Menn hans hlýddu og fyltu óðara skörð hinna föllnu félaga sinna og stóðu fyrir þétt, eins og múrveggur og gerðu svo er færi gafst snörp áhlaup, riðluðu fylk- ingar Napóleons og réðu þannig niðurlögum þessa mikla og óþarfa manns, sem frægt er orðið. Það má segja, að hér sé eins bonar napólenskur ófögnuður á ferðinni, auðvaldið, sem leggur undir sig lönd og þjóðir likt og Napóleon gerði, ef ekki eru öflug- ar skorður við reistar. Verkakonur og menn! Þokið ykkur saman við þessar kosningar og sigrið eins og Wellington. Sigur okkar núna er mikils verður; hann eykur okkur metnað og siðferðisþrótt og er ókkur til sóma, bæði hér og hjá verkalýðnum úti um land, sam- ALf’ÝÐUBLAÐIÐ herjum okkar, sem eru að berjast fyrir tilveru sinni og rétti eins og við. Pokið ykkur saman. f*á verð- ur afl ykkar mikið til að byggja upp hið unga fullvalda ríki ísland, ykkar eigin stétt, þjóðina sjálfa. ísland væntir þess að hver mað- ur geri skyldu sína, hver verka- kona og maður, og beri Ólaf og Porvarð á gullstóli inn í þing salinn. Edda. Veslings „Fátœkur!“ Þú ert víst einn af þessum ríbu fátæk- lingum, sem hæðast að öllu því, sem heitir alþýða eða alþýðuhreyf- ing. Kannske ertu líka einn af þessum auðtrúa gulli keyptu sníkjudýrum auðvaldsins, sem á allan mögulegan hátt reyna að teija sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu rikir. „Við eplin®, sögðu hrossataðskögglarnir! f „Kjósandi" í gær stagast þú á sömu grýlunni, sem andstæð- ingar jafnaðarmanna eru altaf að sýna og uppmála, svo afarægilega. En mér er spurn: Lýsti Sveinn Björnsson, þetta átrúnaðargoð þitt, ekki yfir því, að hann væri ein- mitt fylgjandi ríbisvirkjun sogs- fossanna, eða tækist það ekki, þá að einstakir menn eða félög fengju þátttöku í virkjuninni, með því skilyrði, að ríkið ætti þó ætíð meirililuta fjármagns í fyrir- tækinu og hefði algerlega töglin og hagldirnar? Ef að þú, eða Sveinn Björnsson, þorir að mót- mæla þessu, þá er hann raggeit, sem ekki þorir að standa við töl- uð orð sín. Einmitt þessi stefna Sveins er mjög nálægt stefnu jafnaðarmanna í þessu rnáli. Og allir, sem ekki hafa ósigrandi blæju skilningsleys- isins hjúpaða um heila sinn, vita, að engum, hvorki jafnaðarmanni eða öðrum, dettur í hug, að stofna til opinberrar iðju, nema því að eins, að hann hafi duglega menn með sérþekkingu og áhuga til þess, að stjórna fyrirtækinu. Það er ekki til neins íyrir þig að koma með þessa vitleysu og útúrsnúning á ummælum Ólafs Friðrikssonar. Þau falla hvergi í góðan jarðveg, ekki einu sinni hjá jafn greindum mönnum og þú ert, eða 'hitt þó heldur. Ólafur hefir rutt jafnaðarstefnunni braut hér 1 landi, og hún á nú svo ör- ugga talsmenn meðal hugsandi manna þjóðarinnar, að eitthvert öflugra vopn verðið þið, leigutól iilræðismanna þjóðarinnar, að finna upp til þess, að þið varpið henni um koll, en tómar rangfærslur. Það er sama hvört leigutól auð- valdsins, eða áhangendur þess, kalia sig „fátæklinga" eða ekki, orð þeirra hafa engin áhrif á al- þýðumenn, sem hugsa ögn fram í tímann. Allir alþýðumenn og konur bjósa í dag ólaf og Porvarð. Kvásir. Kjósendur! Nú ríður okkur á að sýna auð- valdinu í Reykjavík, að við erum engin blaktandi strá, er hrekjast fyrir goluþyt leigutólanna, er láta ekkert tækifæri ónotað til að sverta þá menn, er við höfum kjörið sem fulltrúa okkar. Munum i dag, að við erum samstæð heild, er sýnum styrk okkar í þvi, að koma að þing- mannaefnum okkar, sem eru: Porvarðnr Porvarðsson og Ólafar Friðribsson. Munum, að við sjálf höfum kjörið þá til þingsetu. Gjöldum Sjálfstjóm kosningarráns-tilraunina 1918, með því að láta þá Svein og Jón sitja heima. Munið Jakob Möller, — tillögur hans í okkar garð í verkfallinu og dýrtíðarmálunum; að eg ekki minnist á öll hans óheiilaskrif um afnám landsverzlunarinnar, sem ver og miður var tekið mark á af mörgum, en sem við nú innan skamms súpum seyðið af. Kjósandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.