Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 4
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 ➜ Frétt frá 1979 ➜ Fluguspjald fylgir ➜ Kort af fjórum ám 1.12.2012 ➜ 7.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 68% af gestum Sundhallar-innar eru karlmenn. 550 KÍLÓ af kannabis hafa verið haldlögð af lögreglu á síðustu fimm árum. 6 TIL 9 ÁR gætu liðið þar til boraðar verða tilraunaholur til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Bandarískt vélmenni sló met þegar það synti 16.668 kílómetra á rúmlega einu ári. Hæsta tréð á Íslandi er 25 metra hátt. Árið 1900 var hæsta tréð 8 metrar.25 816.668 KÍLÓMETRAR Íslenska kvenna- landsliðið tapaði fyrir Rúmeníu. Borgaryfirvöld áforma nú 2.500 manna byggð í stað 18.000 manna byggðar sem lagt var upp með í Úlfarsárdal. Áætlað er að 230 ÞÚSUND LÍTRAR af sterku áfengi seljist á árinu, 40% minna en árið 2008. 40% Greining Danske Bank spáir 2,2% hagvexti á næsta ári. 2,2% hagvöxtur 375 þingræður voru haldnar um fjárlagafrum- varpið og 128 athugasemdir gerðar við þing- ræðurnar. ÓBYGGÐALEIÐIR SKRUDDA www.skrudda.is Spennandi og fáfarnar ferðaleiðir um hálendi Íslands. Bók sem allir fjallamenn verða að hafa í bílnum. Hinn fullkomni ferðafélagi! Á ÍSLANDI Veðurspá Mánudagur 8-13 m/s SV til, annars hægari. SNJÓKOMA NA-til í dag en ekki víst að það verði mjög jólalegt þar sem vindur verður allhvass eða hvass A-lands. Kólnar í veðri í dag. Hægir um á morgun og víða bjartviðri en þykknar upp V-til síðdegis. Slydda V-lands á mánudag en þurrt að kalla A-til. 1° 8 m/s 2° 5 m/s 3° 8 m/s 3° 13 m/s Á morgun Strekkingur A-til en annars hægviðri. Gildistími korta er um hádegi 2° 1° -3° -5° 3° Alicante Basel Berlín 17° 5° -3° Billund Frankfurt Friedrichshafen 0° -2° 0° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -1° -1° 22° London Mallorca New York 4° 15° 10° Orlando Ósló París 26° -8° 3° San Francisco Stokkhólmur 15° -2° -1° 5 m/s 2° 8 m/s 0° 12 m/s 1° 10 m/s -1° 4 m/s 0° 3 m/s -6° 3 m/s -2° -1° -3° -1° -2° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður BÆKUR „Ég held mér sé óhætt að segja að það hafi aldrei verið skrif- uð dýrari bók um lax og hún stend- ur vel undir verðmiðanum. Þetta er afskaplega vönduð bók,“ segir Haraldur Stefánsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug- velli. Haraldur er góðvinur Banda- ríkjamannsins Joseph P. Hubert, sem árið 1979 gaf út bókina Salmon – Salmon: With a Chapter on Iceland, en eitt eintak bókarinn- ar er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay á 3.250 dollara eða um 400 þúsund krónur. Hubert veiddi mikið á Íslandi og varð hugfanginn af laxveiði- ám landsins en hann veiddi oftar en ekki með Haraldi. Hubert býr nú í Duluth í Minnesota. Haraldur segir að hann sé hættur að veiða enda kominn á níræðisaldur. Bókin var aðeins gefin út í 100 eintökum og eru þau öll tölusett. Fyrsta eintakið var afhent Krist- jáni Eldjárn, forseta Íslands, en það eintak er nú geymt í lokaðri geymslu í Þjóðarbókhlöðunni. Bókin er ekki til útláns en fólk getur samt að sjálfsögðu fengið að skoða hana á bókasafninu. Karl Bretaprins fékk bók númer tvö og Mamie Eisenhower, ekkja Dwight Eisen- hower, fékk bók númer þrjú sem nú er geymd í bókasafni Hvíta hússins. Harald- ur fékk síðan sjálf- ur bók númer fjögur. Fimmta eintakið er á bókasafni Atlantic Sal- mon Federation og það sjötta á bókasafni banda- ríska þingsins. Mikið hefur verið lagt í útgáfu bókarinnar. Hún er prent- uð á pappír sem er unninn úr 100 prósenta bómull. Í henni eru veiði- kort, vegakort og blátt innsigli með skógarhanafjöður. Þá er bókin myndskreytt með tuttugu falleg- um teikningum eftir hinn sænsk- ættaða Harvey D. Sandström. Í bókinni eru enn fremur tíu ljós- myndir af laxaflugum og eru þær prentaðar á ljósmyndapappír. Fyrstu fjórir kaflar bókarinn- ar fjalla um laxveiði almennt, til dæmis veiðitækni og búnað. Síð- ustu fimm kaflarnir fjalla síðan um laxveiði á Íslandi og er sérstaklega fjallað um fjórar ár; Laxá í Dölum, Grímsá, Norðurá og Miðfjarðará. Orri Vigfússon, formaður Verndar sjóðs villtra laxa (NASF), kannast ágætlega við Hubert en hefur ekki heyrt í honum í mörg ár. „Ég hef séð þessa bók og hún er mjög glæsileg,“ segir Orri. „Ég get vottað það að Hubert er mjög fær veiði- maður þó að hann sé nú svolítill furðufugl eins og reyndar margir veiði- menn. Ég veiddi meðal annars með honum í Hítará og Hann nálg- aðist veiðina þannig að hann reyndi ávallt að koma sér í stöðu sem næst fiskinum til að geta kastað stutt.“ trausti@frettabladid.is Aldrei skrifuð dýrari bók um lax Bókin Salmon – Salmon: With a Chapter on Iceland er nú til sölu á eBay fyrir 400 þúsund krónur. Bókin var gefin út í 100 eintökum árið 1979. Kristján Eldjárn fekk fyrsta eintakið og Karl Bretaprins annað. Bókin er prentuð á 100 prósenta bómullarpappír, sem er afar sjaldgæft. BERGHYLUR Í NORÐURÁ Bókin er myndskreytt með teikningum eftir hinn sænsk- ættaða Harvey D. Sandström sem kom til Íslands með Hubert þegar þeir unnu að gerð bókarinnar. Sandström er fæddur í Minnesota eins og Hubert. Bókin er prentuð í Bandaríkjunum á 100 prósenta bómullarpappír. Kristín Michelsen, skrifstofustjóri hjá Hvítlist, segir algengt að bækur séu prentaðar á blandaðan pappír þar sem bómullar- hlutfallið er í kringum 10 til 15 prósent. Hún segist ekki vita til þess að bækur hafi verið prentaðar hérlendis á 100 prósenta bómull. „Þessi pappír er dýr og almennt ekki notaður í bækur nema þá mjög fínar bækur. Bómullin gerir pappírinn mjög mjúkan og það er til dæmis mjög gott að þrykkja á þennan pappír.“ Prentuð á 100 prósenta bómullarpappír INNSIGLI Bókin er með innsigli yfir skógarhanafjöður. Þessi mynd er af bókinni sem er í Þjóðarbóklöðunni og merkt númer 1. Ég get vottað að Hubert er mjög fær veiðimaður þó að hann sé nú svolítill furðufugl eins og reyndar margir veiðimenn. Orri Vigfússon, formaður NASF Í bókinni eru veiðikort af Norðurá, Grímsá, Laxá í Dölum og Miðfjarðará. Með bókinni fylgja leiðbeiningar um hvernig velja á flugu eftir veðri. Hér sést Haraldur Stefánsson afhenta Kristjáni Eldjárn fyrsta eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.