Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 4
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
➜ Frétt frá 1979
➜ Fluguspjald fylgir
➜ Kort af fjórum ám
1.12.2012 ➜ 7.12.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
68% af gestum Sundhallar-innar eru karlmenn.
550 KÍLÓ
af kannabis hafa
verið haldlögð af
lögreglu á síðustu
fimm árum.
6 TIL
9 ÁR
gætu liðið þar
til boraðar verða
tilraunaholur til
að leita að olíu á
Drekasvæðinu.
Bandarískt vélmenni
sló met þegar það synti
16.668 kílómetra á
rúmlega einu ári.
Hæsta tréð á Íslandi
er 25 metra hátt.
Árið 1900 var hæsta
tréð 8 metrar.25
816.668 KÍLÓMETRAR
Íslenska kvenna-
landsliðið tapaði
fyrir Rúmeníu.
Borgaryfirvöld áforma nú 2.500
manna byggð í stað 18.000
manna byggðar sem lagt var upp
með í Úlfarsárdal.
Áætlað er að
230 ÞÚSUND
LÍTRAR
af sterku áfengi seljist
á árinu, 40% minna
en árið 2008.
40%
Greining Danske Bank spáir
2,2% hagvexti á næsta ári.
2,2%
hagvöxtur
375 þingræður
voru haldnar um
fjárlagafrum-
varpið og 128
athugasemdir
gerðar við þing-
ræðurnar.
ÓBYGGÐALEIÐIR
SKRUDDA
www.skrudda.is
Spennandi og
fáfarnar ferðaleiðir
um hálendi Íslands.
Bók sem allir
fjallamenn verða
að hafa í bílnum.
Hinn fullkomni
ferðafélagi!
Á ÍSLANDI
Veðurspá
Mánudagur
8-13 m/s SV til, annars hægari.
SNJÓKOMA NA-til í dag en ekki víst að það verði mjög jólalegt þar sem vindur verður
allhvass eða hvass A-lands. Kólnar í veðri í dag. Hægir um á morgun og víða bjartviðri
en þykknar upp V-til síðdegis. Slydda V-lands á mánudag en þurrt að kalla A-til.
1°
8
m/s
2°
5
m/s
3°
8
m/s
3°
13
m/s
Á morgun
Strekkingur A-til en annars hægviðri.
Gildistími korta er um hádegi
2°
1°
-3°
-5°
3°
Alicante
Basel
Berlín
17°
5°
-3°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
0°
-2°
0°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
-1°
-1°
22°
London
Mallorca
New York
4°
15°
10°
Orlando
Ósló
París
26°
-8°
3°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
-2°
-1°
5
m/s
2°
8
m/s
0°
12
m/s
1°
10
m/s
-1°
4
m/s
0°
3
m/s
-6°
3
m/s
-2°
-1°
-3°
-1°
-2°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
BÆKUR „Ég held mér sé óhætt að
segja að það hafi aldrei verið skrif-
uð dýrari bók um lax og hún stend-
ur vel undir verðmiðanum. Þetta
er afskaplega vönduð bók,“ segir
Haraldur Stefánsson, fyrrverandi
slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug-
velli.
Haraldur er góðvinur Banda-
ríkjamannsins Joseph P. Hubert,
sem árið 1979 gaf út bókina
Salmon – Salmon: With a Chapter
on Iceland, en eitt eintak bókarinn-
ar er nú til sölu á uppboðsvefnum
eBay á 3.250 dollara eða um 400
þúsund krónur.
Hubert veiddi mikið á Íslandi
og varð hugfanginn af laxveiði-
ám landsins en hann veiddi oftar
en ekki með Haraldi. Hubert býr
nú í Duluth í Minnesota. Haraldur
segir að hann sé hættur að veiða
enda kominn á níræðisaldur.
Bókin var aðeins gefin út í 100
eintökum og eru þau öll tölusett.
Fyrsta eintakið var afhent Krist-
jáni Eldjárn, forseta Íslands, en
það eintak er nú geymt í lokaðri
geymslu í Þjóðarbókhlöðunni.
Bókin er ekki til útláns en fólk
getur samt að sjálfsögðu fengið
að skoða hana á bókasafninu.
Karl Bretaprins fékk bók
númer tvö og Mamie
Eisenhower, ekkja
Dwight Eisen-
hower, fékk bók
númer þrjú sem
nú er geymd í
bókasafni Hvíta
hússins. Harald-
ur fékk síðan sjálf-
ur bók númer fjögur.
Fimmta eintakið er á
bókasafni Atlantic Sal-
mon Federation og það
sjötta á bókasafni banda-
ríska þingsins.
Mikið hefur verið lagt í
útgáfu bókarinnar. Hún er prent-
uð á pappír sem er unninn úr 100
prósenta bómull. Í henni eru veiði-
kort, vegakort og blátt innsigli
með skógarhanafjöður. Þá er bókin
myndskreytt með tuttugu falleg-
um teikningum eftir hinn sænsk-
ættaða Harvey D. Sandström. Í
bókinni eru enn fremur tíu ljós-
myndir af laxaflugum og eru þær
prentaðar á ljósmyndapappír.
Fyrstu fjórir kaflar bókarinn-
ar fjalla um laxveiði almennt, til
dæmis veiðitækni og búnað. Síð-
ustu fimm kaflarnir fjalla síðan um
laxveiði á Íslandi og er sérstaklega
fjallað um fjórar ár; Laxá í Dölum,
Grímsá, Norðurá og Miðfjarðará.
Orri Vigfússon, formaður
Verndar sjóðs villtra laxa (NASF),
kannast ágætlega við Hubert en
hefur ekki heyrt í honum í mörg
ár.
„Ég hef séð þessa bók og
hún er mjög glæsileg,“ segir
Orri. „Ég get vottað það að
Hubert er mjög fær veiði-
maður þó að hann sé nú
svolítill furðufugl eins
og reyndar margir veiði-
menn. Ég veiddi meðal
annars með honum í
Hítará og Hann nálg-
aðist veiðina þannig
að hann reyndi ávallt að
koma sér í stöðu sem næst
fiskinum til að geta kastað
stutt.“ trausti@frettabladid.is
Aldrei skrifuð dýrari bók um lax
Bókin Salmon – Salmon: With a Chapter on Iceland er nú til sölu á eBay fyrir 400 þúsund krónur. Bókin var gefin út í 100 eintökum árið
1979. Kristján Eldjárn fekk fyrsta eintakið og Karl Bretaprins annað. Bókin er prentuð á 100 prósenta bómullarpappír, sem er afar sjaldgæft.
BERGHYLUR Í NORÐURÁ Bókin er myndskreytt með teikningum eftir hinn sænsk-
ættaða Harvey D. Sandström sem kom til Íslands með Hubert þegar þeir unnu að
gerð bókarinnar. Sandström er fæddur í Minnesota eins og Hubert.
Bókin er prentuð í Bandaríkjunum á
100 prósenta bómullarpappír. Kristín
Michelsen, skrifstofustjóri hjá Hvítlist,
segir algengt að bækur séu prentaðar
á blandaðan pappír þar sem bómullar-
hlutfallið er í kringum 10 til 15 prósent.
Hún segist ekki vita til þess að bækur
hafi verið prentaðar hérlendis á 100
prósenta bómull. „Þessi pappír er dýr
og almennt ekki notaður í bækur nema
þá mjög fínar bækur. Bómullin gerir
pappírinn mjög mjúkan og það er til
dæmis mjög gott að þrykkja á þennan
pappír.“
Prentuð á 100 prósenta bómullarpappír
INNSIGLI Bókin er með innsigli yfir
skógarhanafjöður. Þessi mynd er af
bókinni sem er í Þjóðarbóklöðunni
og merkt númer 1.
Ég get vottað að
Hubert er mjög fær
veiðimaður þó að hann
sé nú svolítill furðufugl
eins og reyndar margir
veiðimenn.
Orri Vigfússon, formaður NASF
Í bókinni eru veiðikort af Norðurá,
Grímsá, Laxá í Dölum og Miðfjarðará.
Með bókinni fylgja leiðbeiningar um
hvernig velja á flugu eftir veðri.
Hér sést Haraldur Stefánsson afhenta
Kristjáni Eldjárn fyrsta eintakið.