Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 28
8. desember 2012 LAUGARDAGUR HELGIN Við höfum verið að vinna með UNICEF fyrir dag Rauða nefsins sem var í gær. Við gerðum lag sem heitir Öll í kór. Þetta var mjög skemmtileg vinna. Við fengum fjórtán gestasöngvara til þess að syngja með okkur. Við gerðum líka myndband við lagið ásamt Saga Film. Nýkomin heim frá útlöndum, hvar voruð þið að spila? Við vorum Bern í Sviss. Spiluðum þar í partíi fyrir fatabúð þar sem nefnist Fizzen. Hún átti 20 ára afmæli. Skemmtilegast þótti okkur að fá fondue og raclette (raclette er tegund af osti sem þeir bræða yfir brauð, kjöt eða kartöflur). Vissuð þið að það er hægt að fá McRaclette á McDonalds í Sviss? Þeir segja að það sé jafnvel betra en Big Mac. Nú eru þið öll orðin fjölskyldufólk, hefur það ekki áhrif á tónleikaflakkið um heiminn? Já, það hefur alls konar áhrif. Í fyrsta lagi höfum við lítið farið út að spila undanfarna mánuði þar sem flest okkar hafa verið í barneignar- leyfi. Þetta mun svo líklega hafa þau áhrif að við förum í styttri ferðir fyrst um sinn. Við erum satt að segja enn að finna út hvernig við viljum gera þetta. Þetta mun allt saman koma í ljós smám saman. Koma börnin kannski bara með? Ef þau koma með, hvernig líkar þeim tónleikalífið? Fyrsta ferð Fróða, sonar Árna og Lóu, var til Sviss um daginn. Hann er fæddur til að ferðast eins og Agnes, dóttir Árna Vil, sem stóð sig með prýði á tónleikaferð í Berlín í sumar. Alda dóttir Örvars hefur líka komið með í ferðir og fór í fyrsta skipti á svið eins árs. Þau munu svo örugglega tjá sig eitthvað um tónleikalífið þegar þau byrja að tala. Þau eru hins vegar frekar róleg yfir þessu eins og er. Koma kannski makar með líka? Já, já, makar, barnapíur, systkini, foreldrar og vonandi einhvern tím- ann ömmur og afar. Við erum túrandi ættarmót. Hefur eitthvað breyst við það að danssveitin varð fjölskyldusveit? Erfiðara að dansa fram undir morgun uppi á sviði? Jú, það er mun erfiðara að dansa fram undir morgun. Meirihluti með- lima er með einhvern verk í mjöðm- unum sem þeir hafa ekki fundið fyrir áður. En við höfum brugðist við þessu með því að gera hreyfingar sem hafa lítil líkamleg áhrif á okkur. Flest okkar eru líka á leiðinni í pilates eða hot yoga til þess að liðka limina. Hvað er í bígerð? Að finna út úr tónleikaferðum þar sem börn eru með í för. Fara í stúdíó eins oft og við getum. Fylgja eftir laginu sem við gerðum fyrir UNI- CEF. Hjálpa sem flestum að komast að þeirri niðurstöðu að það er ekki bara gott að vera foreldri heldur er enn betra að vera heimsforeldri, og undir- búa jólin. Það verður t.d. vínyll til sölu frá okkur á markaði hjá Kex Hosteli 22. desember. Tilvalið í jólapakkann. Ný plata á leiðinni? Við erum að vinna í nýrri plötu sem á að koma út á næsta ári. Við vinnum með nýjar strategískar aðferðir sem innihalda tússtöflu, gula post-it miða, bláa málningu og marglita penna. Þessar aðferðir skila sér ágætlega og við erum bara nokkuð bjartsýn. Meira heimsflakk? Við ætlum í stutta ferð til Banda- ríkjanna eftir jól og munum fara í stuttar ferðir til Evrópu. Svo bíðum við auðvitað eftir því að fleiri heims- álfur opni dyrnar fyrir okkur. Hvar verður FM Belfast eftir fimm ár? Við verðum væntanlega komin með eldri og fleiri börn. Við verðum komin með fleiri og óskiljanlegri verki hér og þar um líkamann og svo verðum við búin að gefa út fleiri plötur. TÚRANDI ÆTTARMÓT Meðlimir hljómsveitarinnar FM Belfast standa á tímamótum, en danssveitin er aftur komin á kreik eftir barneignaleyfi undanfarna mánuði. Þeir eru sammála um að fjölskyldulífið breyti tónleikaflakkinu, en halda hins vegar ótrauðir áfram þrátt fyrir að mjaðmaverkir geri vart við sig og ljóstra því upp að ný plata sé í bígerð. HRESSANDI FJÖLSKYLDUSVEIT Árni og Lóa ásamt syni sínum Fróða, fjögurra mánaða, Örvar með dóttur sinni Öldu, fjögurra ára, og Árni Vilhjálmsson með Agnesi dóttur sinni, 11 mánaða. Á myndina vantar feðgana Borkó og Hjalta sem eru búsettir á Drangsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórður Helgi Þórðarson, útvarpsmaður Í mat hjá Gísla „Gísli Einarsson, já sá Gísli, ætlar að bjóða okkur nokkrum í mat í Borgarnesið blíða og það ætti að vera nóg til að lifa á næstu vikurnar. Svo eru það fyrstu tónleikar dótturinnar og föndur með börnunum.“ Snæbjörn Ragnarsson, Skálmaldarmeðlimur Tvennir tónleikar „ Ég ætla að spila tvisvar með Skálmöld á Gamla Gauknum, fyrst fyrir alla aldurs hópa og svo „venju- lega“ tónleika um kvöldið.“ Heiða Eiríksdóttir, söngkona Próflestur „Ég ætla að klára ritgerð um myndina High and Low eftir Kurosawa og læra fyrir japönskupróf sem ég fer í á mánudag. Elísabet Ronaldsdóttir, klippari Þvottafjallið klifið „Ég ætla að halda áfram að láta mig dreyma um að bjarga heiminum á meðan ég tekst á við þvottafjallið og krónískt samviskubitið.“ Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Áttatíu ár eru liðin síðan kverið Jólin koma kom fyrst út. Teikningar Tryggva Magnússonar prýða þar vísur Jóhannesar. Á dögunum kom út 27. prent- un kversins, að þessu sinni í hátíðarútgáfu með hörðum spjöldum. Gera má ráð fyrir að um 100.000 eintök hafi selst af kverinu frá upphafi. Stekkjarstaur kom fyrstur … Margar kynslóðir barna hafa kynnst jólasveinunum þrettán gegnum vísur Jóhannesar úr Kötlum. Hrekkjóttir synir Grýlu 1. Stekkjarstaur – sýgur mjólk úr ánum í fjárhúsinu. 2. Giljagaur– nær sér í mjólkurfroðu úr mjaltafötum í fjósinu. 3. Stúfur – stelur pönnum og borðar viðbrenndu agnirnar af þeim. 4. Þvörusleikir– sleikir þvöruna sem notuð var til að hræra í pottum. 5. Pottaskefill– Borðar skófir innan úr pottum. 6. Askasleikir– sleikti aska að innan ef þeir voru látnir úr augsýn. 7. Hurðaskellir– truflaði fólk þegar það hvíldi sig með því að láta marra í og skella hurðum. 8. Skyrjarmur – braut lok af skyr- sánum og át á sig gat. 9. Bjúgnakrækir – klifraði upp á bita og hnuplaði bjúgum sem þar héngu. 10. Gluggagægir– kíkti inn um glugga til að athuga hvort inni fyrir væri eitthvað álitlegt til að stela. 11. Gáttaþefur– hafði sérlega stórt nef og var næmur fyrir laufabrauðs lykt. 12. Ketkrókur – krækti í kjöt í gegnum strompinn. 13. Kertasníkir– elti börn til að reyna að ná af þeim kertunum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.