Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 58
KYNNING − AUGLÝSINGMyndavélar LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s.512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Á vefnum pho.to er hægt að setja inn mynd af sér eða öðrum og breyta henni með alls kyns frábærum effektum. Þú getur sett andlitsmynd af þér inn á mynd með frægu fólki eða látið and- lit þitt hreyfast á ýmsa vegu, sett sjálfan þig eða aðra inn í fynd- ið umhverfi eða gert þig að forsíðuefni á frægu tímariti. Möguleik- arnir eru óteljandi og vel hægt að gleyma sér á þessum vef. Síðan getur þú skellt myndinni inn á Facebook, vinum þínum til undr- unar, eða notað sem skjámynd á tölvunni. Einnig er hægt að setja jólasveinahúfu á þann sem skreyt- ir myndina og útbúa síðan jólakort til viðkomandi. Nú eða setja hann í líkama kattar, ljóns eða annarra dýra. Einnig getur þú sett sjálfan þig inn í rómantískt baðstrandarlíf á framandi eyju. Hægt er að setja sig á mynd með frægum persónum eins og Justin Bieber, Tom Cruise, Brad Pitt, Lady Gaga, Rolling Stones, Bítlunum og mörgum öðrum. Það er sannarlega hægt að koma vinum sínum á óvart í gegnum þennan vef með hinum ýmsu brellum. Á meðfylgjandi mynd hefur verið útbúin skemmtileg útfærsla af sex ára stúlku, Júlíönu Þorsteinsdóttur, með Justin Bieber, enda mun hann vera í uppáhaldi hjá henni. Eina sem þarf er mynd af aðdáandanum sem sótt er í eigin myndsafn í tölvunni og sett inn í þartilgerðan ramma. Þá birtist nýja útgáfan með hinum fræga. Með frægum á mynd Samfélagsmiðill-inn Pinterest er einn sá vinsæl- asti í heiminum í dag og sá sem vex hvað hrað- ast ef miðað er við not- endafjölda. Líkja má Pinterest við myndræn- ar tilkynningartöf lur eða korktöflur á netinu þar sem hver tafla inni- heldur ákveðið þema en notendur vefsins setja inn ljósmyndir eða myndbönd á hverja töflu sem tengjast því þema. Þannig geta töflurnar innihald- ið efni sem tengist öllum mögu- legum hlutum, til dæmis tísku, matargerð, ferðalögum, brúðkaup- um eða hönnun. Þóranna K. Jónsdóttir, mark- aðseinkaþjálfari og -ráðgjafi hjá Markaðsmálum á mannamáli, hefur skipulagt námskeið í notk- un Pinterest fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún segir mikil tæki- færi felast í notkun samfélags- miðilsins enda sýni rannsóknir að notendur hans eyði meiri tíma þar en á öðrum samfélagsmiðlum. „Í dag eru notendur um 22,4 millj- ónir og miðillinn vex hratt eða um 4-5000% milli áranna 2011-2012. Notendur dvelja þar mun lengur en á öðrum samfélagsmiðlum enda hafa aðrir samfélags- miðlar einblínt meira á texta á meðan Pinterest gengur að nær öllu leyti út á myndir og mynd- bönd.“ Konur enn í meirihluta Notendu r Pi nterest fylgja eftir öðrum not- endum vefsins, annað hvort einstaka töf lum eða öllum töflum þeirra. „Almennt eru notendur að fylgja eftir ýmsum töflum annarra not- enda, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Ef viðkomandi hefur til dæmis áhuga á mat og uppskrift- um þá fylgir hann eftir ýmsum spennandi aðilum sem eru að setja inn girnilegar uppskriftir eða fróðleik um mat. Um leið eru flest- ir með eigin töflur þar sem þeir hengja inn myndir og myndbönd sem eiga við, hvort sem það tengist mat, tísku, íþróttum, gæludýr eða hverju sem er. Í dag er til dæmis sérstaklega mikil gróska í kring- um hannyrðir, hönnun, tísku, upp- skriftir, ferðalög og ýmislegt hand- verk á Pinterest.“ Í dag eru flestir notendur Pinterest konur en karl- mönnum fjölgar hratt. „Heimild- um ber ekki saman um hlutfall kynja en konur eru á bilinu 65- 95% notenda vefsins. Karlmenn eru þó að taka við sér og þeim fjölg- ar hratt.“ Fyrirtæki sjá tækifæri Fyrirtæki hafa líka tekið hratt við sér. Stærstur hluti notenda vefsins er konur og stærstur hluti kaup- ákvarðana í heiminum er tekinn af konum. Þóranna segir mörg fyrir- tæki því hafa stokkið fljótt af stað og sérstaklega þau sem selja vörur sem tengjast vinsælustu töflum Pinterest. „Þau fyrirtæki sem stíla inn á þennan markhóp hafa rokið þarna inn. Í raun er það þannig að ef fyrirtækið þitt selur vörur eða þjónustu sem er mjög myndræn, áttu mikla möguleika með Pint- erest en mörg fyrirtæki eru líka að koma þjónustu á framfæri á mjög áhugaverðan hátt. Vefurinn virk- ar líka þannig að ef einhver not- andi hefur smellt mynd af vörunni þinni inn, þá eru góðar líkur á því að aðrir endurbirti sömu myndir á sínum töflum. Þessar myndbirt- ingar virka líka þannig að ef birt er mynd beint frá verslun eða sölu- aðila þá getur sá sem skoðar mynd- ina hoppað beint inn á viðkomandi vefverslun. Það er auðvitað mjög eftirsóknarverður eiginleiki fyrir þau fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu. Ef notandi Pinterest vill kynnast vörunni eða þjónustunni betur og kaupa hana getur hann klárað viðskiptin strax.“ Myndir tengja saman heiminn Sá samfélagsmiðill sem vex hraðast í dag er Pinterest sem gengur út á miðlun ljósmynda og myndbanda. Konur eru í dag helstu notendur vefsins en körlum fjölgar hratt. Mörg fyrirtæki sjá spennandi tækifæri með notkun Pinterest við markaðssetningu sína. Þóranna K. Jónsdóttir, markaðseinkaþjálfari og -ráðgjafi hjá Markaðs- málum á mannamáli. MYND/ÚR EINKASAFNI 25% afsláttur í Skemmtigarðinum Smáralind á sunnudögum. NÝTT OG ÖFLUGRA FRÍÐINDAKERFI sjálfvirkur afsláttur frá samstarfsaðilum beint í vasa áskrifenda 25% afsláttur Virkjaðu kreditkortið þitt og annarra fjölskyldumeðlima á mínar síður á www.stod2.is. Ört vaxandi hópur samstarfsaðila. Fylgstu með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.