Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 12
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 BANGLADESS, AP Fataverksmiðjan í Bangladess sem brann í lok nóvember með þeim afleiðingum að 112 starfsmenn létu lífið hafði misst starfsleyfið í júní og hefði átt að vera lokuð. Slökkvilið landsins hafði neitað að endurnýja starfsleyfið vegna brunahættu. Eigandi verksmiðj- unnar, Delwar Hossain, hefur viður kennt að einungis þrjár af átta hæðum verksmiðjunnar hafi verið löglegar. Þrátt fyrir það var hann að láta reisa níundu hæðina ofan á hinar. Stjórnvöld vissu vel af þessu en létu það óátalið að verksmiðjan starfaði áfram frekar en að tak- ast á við eina öflugustu iðngrein landsins, fataiðnaðinn. „Það ætti að loka þessum verk- smiðjum, en það er ekki auðvelt verk,“ segir Kalpona Akter hjá verkalýðssamtökum sem berjast fyrir réttindum starfsfólks í fata- verksmiðjum. „Hver sá góði opin- beri eftirlitsmaður sem vill grípa til harðra aðgerða gegn óhlýðnum verksmiðjum af þessu tagi yrði rekinn úr embætti. Hver vill taka þá áhættu?“ Hún segir að Tazreen-verk- smiðjan, sem brann 24. nóvem- ber, hafi engan veginn verið sú eina í landinu sem svo er ástatt um. Líklega vanti starfsleyfi fyrir um helming þeirra 4.000 fata- verksmiðja, sem starfræktar eru í Bangladess. Í þessum verksmiðj- um eru framleidd föt með þekkt- um vestrænum vörumerkjum, ætluð til sölu í verslunum á Vestur- löndum. Launin í verksmiðjunum eru lág og þar af leiðandi er kostn- aðurinn við framleiðsluna mun minni en ef fötin væru saumuð á Vesturlöndum. Þess vegna er hægt að selja þau á lægra verði fyrir vikið handa neytendum á Vestur- löndum. Eigandinn Hossain stofnaði fyrirtæki sitt árið 2004 og rekur nú tugi verksmiðja sem svipað- ar eru þeirri sem brann. Margir aðrir eigendur slíkra verksmiðja í Bangladess eru þingmenn eða sitja í öðrum mikilvægum embættum í landinu. Fataiðnaðurinn er það öflugur og stórtækur að sérstök lögreglu- deild hefur verið stofnuð í Bangla- dess til þess eins að sjá um að starfsemi þessara verksmiðja gangi snurðulaust fyrir sig. Baráttufólk fyrir réttindum verkamanna í þessum verksmiðj- um hefur ítrekað upplýst stór- fyrirtæki á Vesturlöndum, sem láta sauma föt í þeim, um aðstæð- urnar. gudsteinn@frettabladid.is Hver sá góði opinberi eftirlitsmaður sem vill grípa til harðra aðgerða gegn óhlýðnum verk- smiðjum af þessu tagi yrði rekinn úr embætti. Kalpona Akter verkalýðssamtökum í Bangladess Lyfjaskírteini sem veita aukna greiðsluþátttöku í lyfjum eru nú rafræn. Þegar þú kaupir lyf sjá öll apótek hvort þú hafir fengið útgefið skírteini. Hægt er að fylgjast með afgreiðslu lyfjaskírteinis í Réttindagátt á www.sjukra.is. Ef þú skráir netfang þitt munum við tilkynna þér með tölvupósti næst þegar möguleg réttindi myndast. SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 150 REYKJAVÍK WWW.SJUKRA.IS Kannaðu málið í Réttindagátt á sjukra.is. Átt þú von á lyfjaskírteini? www.sjukra.is Hjálpaðu okkur að tryggja rétt þinn. KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD- BLANDARAR Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Jólatilboð á www.eirvik.is Verksmiðjan hafði misst starfsleyfið Fjölmargar fataverksmiðjur í Bangladess, sem framleiða ódýr föt handa vestræn- um neytendum, eru starfræktar án þess að aðstæður þar þættu boðlegar á Vestur- löndum. Hundruð þeirra uppfylla ekki skilyrði um brunavarnir í Bangladess. SAUMAVÉLAR Í BRUNNU HÚSI Meira en hundrað manns brunnu inni í þessari verksmiðju þegar eldur kom þar upp 24. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Disney ■ C&A ■ KiK ■ Walmart ■ Sears ■ IKEA ■ Carrefour Vestrænu vörumerkin Meðal þeirra fyrirtækja á Vesturlöndum sem hafa látið Tazreen-verksmiðjuna sauma handa sér föt og vefnaðarvörur fyrir lágt verð eru: ■ Li & Fung ■ ENYCE ■ Edinburgh Woollen Mill ■ Piazza Italia ■ Teddy Smith ■ Ace ■ Dickies ■ Fashion Basics ■ Infinity Woman ■ Karl Rieker GMBH & Co. ■ True Desire VIÐSKIPTI Þrotabú Landsbanka Íslands tilkynnti á fimmtudags- kvöld um sölu á um 60 prósenta hlut sínum í breska félaginu Aurum Holdings Limited, en Aurum á verslanakeðjurnar Golds- miths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingasjóður- inn Apollo Global Management. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en breskir fjölmiðlar hafa talið að heildarvirði félagsins sé um 36,3 milljarðar króna. Miðað við það verð hefur þrotabú bankans fengið tæpa 22 milljarða króna fyrir hlut sinn. Don McCarthy, sem var einn- ig stór eigandi í Aurum, hættir sem stjórnarformaður. Bankinn eignaðist hlutinn þegar búið tók yfir BG Holding, þá dóttur- félag Baugs. Aurum var endur- fjármagnað árið 2009 þar sem skuldum upp á 8,5 milljarða króna var breytt í nýtt hlutafé auk þess sem Aurum fékk nýtt lán upp á um tvo milljarða króna. Rekstur inn hefur batnað til muna eftir þetta og jókst hagnaður hennar um 53 prósent á rekstrarárinu 2011. - þsj Kaupverðið ekki gefið upp en talið vera um 22 milljarðar: Landsbankinn selur Aurum HÆTTUR Don McCarthy, sem verið hefur stjórnarformaður Aurum Hold- ings, mun stíga til hliðar samhliða sölunni. SKIPULAGSMÁL Meirihluti borgar- stjórnar hafði ekki samráð um breytingar á skipulagi í Úlfars- árdal við fagráð, íbúasamtök eða íþróttafélög, þrátt fyrir að það hefði verið eðlilegt. Þetta segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar. Þá segir að íbúasamtök og knattspyrnufélagið Fram hafi hafnað áformunum og vilji að staðið sé við gildandi skipulag. - þeb Minni byggð í Úlfarsárdal: Ekkert samráð um breytingar SVÍÞJÓÐ Rúmlega þrítugur maður í Svíþjóð hefur játað að hafa myrt þrettán ára gamla stúlku í septem- ber. Maðurinn var pirraður á hávaða í fjölbýlishúsinu sem hann bjó í, og taldi hávaðann að mestu koma úr íbúð fjölskyldu stúlkunnar. Hann keypti hamar, járnsög og fleira um tveimur vikum áður en hann réðist að stúlkunni. Samkvæmt sálfræði- mati á maðurinn við mikla geð- ræna erfiðleika að stríða og er ekki sakhæfur. - þeb Þaulskipulagt morð: Myrti stúlku vegna hávaða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.