Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 32
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 sínum störfum. Arnar kenndi í Listaháskólanum og Nýja tónlistar- skólanum, þar sem hann nam píanó- leik áður en hann hóf nám í tón- smíðum. Rakel sem kom heim með tvær meistaragráður, í safnafræði og listasögu, og var sem fyrr segir framkvæmdastjóri Safnaráðs. En svo kom að því að þau stigu skrefið, festu sér húsnæði til versl- unarreksturs og síðan hefur ekki verið aftur snúið. „Arnar kennir einu sinni í viku í Nýja tónlistar- skólanum, en hefur hætt annarri kennslu. Ég sagði nýlega upp starfi mínu til að fara á fullt í reksturinn með honum. Við erum að stækka við okkur í rekstrinum og svo eru börnin auðvitað orðin fimm, hitt starfið var fullt starf, það er svo- lítið mikið með barnahópinn,“ segir Rakel, sem segir það ekki þaul- skipulagt að eignast fimm börn, en hún er sjálf úr fimm systkina hópi og þekkir fjörið sem fylgir stórum systkinahópi. „Við byrjuðum nú samt ósköp rólega. Eignuðumst Grétu árið 1996 og fórum út með hana til Ítalíu 10 mánaða gamla. Í útlegðinni bættist Halldór svo í hópinn, hann var ein- mitt 10 mánaða þegar við fluttum heim en það eru fimm og hálft ár á milli þeirra. Svo kom hún Áslaug Birna í heiminn í ágúst 2007, María Anna í apríl 2010 og Ellen Elísabet í apríl 2012 og þá voru þau orðin fimm.“ Barnahópurinn er glæsilegur eins og Fréttablaðið kemst að raun um þegar öllum er stefnt í myndatöku. Allir stilla sér upp hjá mömmu í stofunni heima og svo er hald- ið með hersinguna út í Frú Laugu. Börnin eru auðvitað heimavön í búð- inni næla sér í epli og gulrætur og súkkulaði molar freista auðvitað. Gréta vinnur í búðinni í hlutavinnu með námi í Verzlunarskólanum og Listdansskólanum, og það styttist í að Halldór geti staðið vaktina. Þrátt fyrir að síðdegið sé runnið upp, tími sem iðulega reynist litlum börnum erfiður, standa allir sig vel í mynda- tökunni og Arnar gefur sér tíma til að sitja fyrir á milli þess sem hann afgreiðir kúnna sem láta ekki til- færingarnar trufla sig við valið á vörum. Varð að vera hverfisverslun Kúnnarnir koma víða að segir Rakel. „Okkur fannst mjög mikil- vægt að gera verslunina að hverfis- verslun, að hún væri staðsett í íbúðarhverfi. En kúnnarnir eru ekki bara úr hverfinu, þeir koma víða að. Í miðbænum verðum við í minna húsnæði, sú verslun verður svona eins og litla systir Frú Laugu. Og það er gaman frá því að segja að húsnæðið er fyrrum hesthús, sem er skemmtileg tenging við bænda- menningu en við gerum auðvitað út á tengslin við bændur. Við selj- um vörur frá íslenskum bændum og þær erlendu vörur sem við seljum veljum við frá bændum eða litlum framleiðendum sem við erum í sam- bandi við.“ Deila börnin mataráhuga for- eldranna? „Já, börnunum þykir mjög gaman og gott að borða góðan mat. Þau eru dugleg að borða og borða nánast allt, eru alls ekki matvönd,“ segir Rakel sem segir matinn sem er á boðstólum heimafyrir oft einfaldan, en þau Arnar leggi auðvitað mikið upp úr hráefninu. „En við erum ekki allt- af að elda eitthvað nýtt, við eigum okkar uppáhaldsrétti sem eru oft á boðstólum.“ Rakel leitast við að fá öll nær- ingarefni úr mat, en hún tekur þó aukajárn sem á sér sínar skýring- ar. „Sonur okkar, Halldór, fór að fá flog þegar hann var fimm ára gamall en hann hafði einnig átt við ýmsa líkamlega kvilla að stríða. Flogin ágerðust þrátt fyrir síaukna lyfjagjöf. Eftir að hafa lesið mér til datt mér í hug að hann væri haldinn járnskorti og fékk það síðar stað- fest. Ég var þá farin að gefa honum járn öðru hvoru og það virkaði afar vel, hann tók mjög miklum framför- um. Ég fann gullið jafnvægi í járn- gjöfinni og viti menn, þegar hann var átta ára var hann laus við flog- in og lyfin,“ segir Rakel. „Ég hef sjálf þurft að taka járn og tel reynd- ar að skortur á því mikilvæga efni sé skýring ýmissa kvilla og jafnvel sjúkdóma sem hrjáir fólk í dag.“ Tvö á kaffihús Fimm börn og fjölskyldufyrirtæki. Sú spurning kviknar óhjákvæmi- lega hvernig gangi að skipuleggja daginn, koma öllum út úr húsi á morgnana, í rúmið á kvöldin og finna tíma til að rækta sambandið? „Það gengur nú stundum mikið á á morgnana. En samt gengur nú allt saman furðuvel. Stærri krakkarnir eru dugleg að sjá um sig sjálf en þær þrjár yngstu þurfa auðvitað aðstoð. Við hjónin reynum að eiga notalega stund saman tvö á kvöldin, þegar yngri börnin eru komin í bólið. Þegar færi gefst notum við hádeg- in til að fara tvö saman á kaffihús eða veitingastað og snæða saman í rólegheitum. Svo höfum við svo lítið farið erlendis tvö og börnin verið í góðum höndum ættingja heima á meðan. Yngsta barnið er oft með í þessum tilfellum, enda ekki hægt að skilja ungbarn frá móðurmjólkinni og -faðminum,“ segir Rakel og bætir við að þeim Arnari hafi frá fyrstu stundu liðið vel saman. „Við drögum fram það besta í hvort öðru og höfum þroskast vel saman. Ætli það séu ekki bara heit ást, heiðarleiki, sanngirni, jákvæðni, traust, trú og stuðning- ur sem tryggja sameiginlega okkar góða samband,“ segir hún að lokum. 1. Neyta fæðu sem er framleidd á góðan hátt í sátt við náttúruna Við viljum vöru sem framleidd er af alúð og á náttúrulegan og góðan hátt. Þetta þýðir að enginn óþarfi er notaður í framleiðslunni og afurðin er þá án óþarfra aukaefna.Oft er um að ræða afturhvarf til eldri framleiðsluaðferða sem eru meira í takt við náttúruna og varð- veita betur næringargildi afurðanna. Dæmi um þetta er steinmölun á mjöli í stað vél- mjölunar, náttúruleg hefingu brauðs með súr í stað gers eiturefnalaus grænmetisræktun, „mannúðlegra“ ræktun dýra og fleira. Svo má benda á að hægt er að nota sykur með næringarríkum mólössum í stað sykurs sem mólassar hafa verið hreinsaðir úr. 2. Nota eldunaráhöld sem eru án óþarfa húðunar Við notum til að mynda ómeðhöndlaða járn- pönnu til steikingar og emaleraða járnpotta og ofnföt, eins og amma og langamma áttu. 3. Nota tilbúin fæðubótarefni, vítamín og steinefni í lágmarki. Undantekning frá þessu er járn, en okkar reynsla og þekkingaröflun hefur gefið ástæðu til að ætla að járnskortur sé almennt ekki tekinn nægilega alvarlega og sé hugsanlega ein helsta meinsemd nútíma lifnaðar- og framleiðsluhátta og undirliggjandi orsök fjölda kvilla og sjúkdóma sem fólk í nútímasamfélagi þjáist af. Nægilegt járn er afar mikilvægt til að tryggja grundvöll starfsemi líkamans, svo sem blóðmyndun og súrefnisupptöku, og gera honum kleift að starfa rétt, byggja sig upp og standast álag af öllu tagi, líkamlegt og andlegt. 4. Hafa boðskap Hippókratesar að leiðarljósi „Náttúrulegur eiginleiki líkamans til lækn- ingar innra með okkur er mikilvægasta aflið í því að ná heilsu“ og „láttu fæðuna vera meðal þitt og meðal þitt vera fæðuna“. 5. Blanda fæðu almennt á góðan hátt Til að mynda að neyta ávaxta sér og blanda ekki miklu próteini og kolvetni saman, þannig að mjög oft er á okkar borðum eingöngu gott, innihaldsríkt salat með kjöti eða fiski. 6. Borða góðar olíur og fitur rétt. Við forðumst hertar fitusýrur og borðum kaldpressaðar jurtaolíur í náttúrulegustu formi ferskar út á mat (mest góðar ólífu- olíur). Við borðum dýrafitu í sem hreinustu formi, svo sem smjör og rjóma. Þá reynum við að gufusjóða mat og sjóða og steikja mat hægt og á lágum hita. 7. Taka öllu ofangreindu ekki allt of alvarlega og leyfa sér annað því meðalhófið er best í öllu eins og Plató og fleiri hafa bent á. NOTALEGT Á AÐVENTUNNI Áslaug Birna, María Anna, Rakel, Gréta með Elleni Elísabetu og Halldór heima á Sundlaugar vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jólin nálgast og jólaskrautið er komið á sinn stað. Rakel viðurkennir að hún sé mikil jólamanneskja. „Þessi tími ársins er dásamlegur. Við erum búin að baka svolítið, það tilheyrir aðventunni,“ segir Rakel og bætir við að hún sé ekki mjög föst í hefðum þegar kemur að jólahaldi. „Ekki þannig að við verðum alltaf að borða það sama til dæmis. Við höfum haft alls konar aðal- rétt á aðfangadag. En forrétturinn er reyndar alltaf sá sami, soðinn lax með rjómalagaðri kokteilsósu með eplabitum. Hann er algjörlega nauðsynlegur finnst mér, enda tók ég hann með úr foreldrahúsum. Svo höfum við alltaf ris a la mande í eftirrétt og möndlugjöf. En mjög hóflega skammta því við erum alltaf með einhvern annan eftirrétt líka,“ segir Rakel sem féllst á að gefa lesendum Fréttablaðsins uppskrift að uppáhaldssmákökum. „Ég ákvað að láta fylgja uppskriftir að ljúffengu, heitu súkkulaði með rjóma og kökur sem ég bjó til fyrir Grétu mína, sem finnst svo notalegt að fá sér eitthvað gott að narta í. Ekki beint hefðbundnar jólasmákökur, en mjög góðar og hægt að borða þær með góðri samvisku.“ Grétukökur Að kvöldi er 1 dl íslenskt bygg, 1 dl kínóafræ og 100 g möndlur sett í vatnsbað (vatn látið fljóta vel yfir í krukku). Næsta dag er skolað af þessu og sett í pott í nýtt vatn og soðið í 10 mín. Látið standa í potti meðan annað hráefni er tekið til. Kökur með góðri samvisku Í SÍNU DAGLEGA LÍFI LEITAST ARNAR OG RAKEL VIÐ AÐ .... 50 g döðlur (klipptar eða skornar í bita) 50 g hafraflögur 50 g kókosmjöl 200 g 70% súkkulaði 150 g smjör 50 g kókosolía 3 msk. gott hunang 100 g hreinn sykur (indverskur jaggery með mólössum eða hrásykur) 1 tsk. vanilludropar 2 egg Vatnið er síað frá bygg-kínóa-möndlublöndunni og hún sett í skál. Döðlum, hafraflögum, kókosmjöli og vanilludropum hrært saman við. Smjör, hunang og sykur sett í pott og soðið upp (látið freyða). Þessu blandað við hráefnið í skálinni. Eggin tvö eru pískuð og hrærð saman við. Súkkulaðið saxað og því hrært saman við. Smjörpappír settur á ofnplötu og blöndunni smurt yfir. Bakað við 150°c í 15 mín. Látið kólna á plötunni, skorið svo í ferninga og sett í kökubox. Til að gera kökurnar enn betri má bræða 70% súkkulaði og dreifa yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Heitt súkkulaði með kanil og chili Botnsfylli af vatni sett í meðalstóran pott. Út í það er bætt 200 grömmum af 70% súkkulaði grófsöxuðu og sett í pottinn ásamt 1/2 tsk. af kanil og smávegis chili eða cayenne-pipar, svolitlu sjávar- eða Himalaya-salti og 1-2 msk. af hreinum sykri (indverskum jaggery með mólössum eða hrásykri). Látið freyða upp. Mjólk bætt í þar til blandan er hæfilega þykk. Suðan rétt látin koma upp og tekið af hita. Borið fram með þeyttum rjóma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.