Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 48

Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 48
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Mohammed Morsi var kosinn for-seti Egyptalands í júní síðastliðnum. Hann hlaut 51,7 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna en mót- frambjóðandinn Ahmed Shafik hlaut 48,3 prósent. Aðeins munaði nokkrum prósentum á fylgi þeirra. Þetta voru fyrstu frjálsu for- setakosningarnar í sögu landsins. Morsi leit á sig sem fulltrúa bylt- ingarhreyfingarinnar sem kollvarp- aði veldi Hosni Mubaraks í byrjun árs 2011. Shafik var hins vegar síð- asti forsætisráðherra Mubaraks og almennt talinn fulltrúi gömlu valda- klíkunnar. Margvíslegar rætur Það sem flækti málið var að stór hluti hreyfingarinnar sem steypti Mubarak af stóli leit alls ekki á Morsi sem fulltrúa sinn heldur sem fulltrúa íslamista sem vilja að ísl- ömsk trú verði grundvöllur stjórn- skipunar Egyptalands. Uppreisnarhreyfingin sem fór af stað í Egyptalandi eins og víðar í arabaheiminum á fyrstu mánuðum ársins 2011 átti sér margvís legar rætur: óánægju með þrúgandi ofríki þáverandi stjórnvalda og þrá eftir betri lífskjörum og virkari áhrifum almennings í stjórn lands- ins. Nokkuð stór hluti mótmælenda- hópsins virðist beinlínis hafa horft til Vesturlanda og gert sér vonir um lýðfrelsi og lýðræði í vestrænum anda þar sem veraldlegt frjálslyndi næði yfirhöndinni í stjórn skipan landsins. Íslömsk trú ætti ekki frekar en önnur trú að vera grund- völlur ríkisins í neinum skilningi. Fengu ekki meirihluta Þessi hópur var samt greinilega ekki nógu stór til að geta með atkvæðamagni sínu tryggt að í forsetaembættið kæmist einstak- lingur sem hann væri fyllilega sátt- ur við. Frá upphafi var því í röðum þessa hóps kraumandi óánægja með Morsi, ekki síst þar sem hann er sérlegur fulltrúi Bræðralags múslíma, öflugustu samtaka íslam- ista í arabaheiminum. Þessi hópur var heldur ekki nógu stór til að tryggja sér meiri- hluta á þingi landsins, þar sem ísl- amistar eru í meirihluta. Hann var heldur ekki nógu stór til að tryggja sér meirihluta á stjórnlagaþinginu, sem fékk það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir Egypta- land, því þar eru íslamistar líka í meirihluta. Íslamistar Íslamistar eru hins vegar mis- jafnlega róttækir. Einungis lítill minnihluti vill í raun að ströng- ustu afbrigði trúarlaganna verði allsráðandi í samfélaginu, með til- heyrandi trúarlögreglu og hörðum refsingum. Mikill meirihluti múslíma er samt sem áður fullkomlega sáttur við að íslömskum gildum verði gert hátt undir höfði í stjórn skipan landsins – rétt eins og margir kristnir menn hafa enn í dag ekk- ert á móti því að kristileg gildi séu í hávegum höfð í stofnunum sam- félagsins; án þess að þar séu endi- lega neinar öfgar á ferð, og án þess að það sé endilega að öllu leyti hugsað ofan í kjölinn. Einræðistilburðir Í Egyptalandi sauð hins vegar upp úr þegar Morsi tók sér nán- ast alræðisvöld með svonefndri stjórnlagayfirlýsingu hinn 22. nóvember síðastliðinn. Sjálfur sagðist hann neyddur til að grípa til þessa úrræðis til þess eins að tryggja að markmið byltingarinnar gegn Mubarak næðust og koma í veg fyrir að þær stjórnar skrárumbætur sem lofað hafði verið að ráðast í yrðu að engu. Um leið og ný stjórnskipun tæki gildi myndi þessi stjórnlaga- yfirlýsing sjálfkrafa falla úr gildi. Völd forsetans yrðu þá í samræmi við það sem nýja stjórnarskráin segði til um. Ástæðan fyrir ótta Morsis um afdrif stjórnarskrárinnar er fyrst og fremst afstaða æðsta dómstóls landsins, stjórnlagadómstólsins, sem í júní kvað upp þann úrskurð að þingkosningarnar, sem haldnar voru fyrr á árinu og skiluðu íslam- istum meirihluta á þinginu, hefðu brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Átök við dómarana Þar með voru íslamistar að eigin mati komnir í eins konar stríð við dómarana sem taldir voru grímu- lausir fulltrúar gömlu valdaklík- unnar, enda flestir skipaðir í emb- ætti á valdatíma Mubaraks. Þegar hætta þótti á að dómstóll- inn myndi einnig ógilda kosningu til stjórnlagaþingsins, og hafði sett úrskurð um lögmæti þeirra kosn- inga á dagskrá sína nú í byrjun desember, lét Morsi til skarar skríða og gaf út tilskipun sína. Í henni fólst einkum tvennt: Að dóm- stólar landsins gætu ekki ógilt neinar ákvarðanir forsetans, og að dómstólar landsins gætu ekki ógilt starfsemi stjórnlagaþingsins. Kapphlaup við tímann Ekki var reyndar að sjá að æðsti dómstóllinn ætlaði að taka mark á þessari forsetatilskipun og þess vegna hraðaði stjórnlagaþingið afgreiðslu nýju stjórnar skrárinnar; samþykkti hana á næturfundi í síð- ustu viku, tveimur dögum áður en dómstóllinn hugðist kveða upp úrskurð sinn um lögmæti eða ólög- mæti stjórnlagaþingsins. Dómararnir brugðust við með því að fara í verkfall, og þar með er dómskerfið í reynd lamað. Og þar við situr, líklega að minnsta kosti þangað til þjóðin hefur sagt álit sitt á nýju stjórnarskránni um næstu helgi. Átökin harðna Síðustu dagana hafa átökin í land- inu harðnað jafnt og þétt. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum nánast daglega, og æ oftar snúast þau upp í óeirðir með grjótkasti og barsmíðum sem nú þegar hafa kostað nokkur mannslíf. Þarna eigast við stuðningsmenn Morsis annars vegar, sem einkum virðast vera íslamistar tengdir Bræðralagi múslíma, og hins vegar andstæðingar hans, sem virðast ýmist koma úr röðum lýð- ræðishreyfingarinnar gegn Mub- arak eða úr röðum fylgismanna gömlu valdaklíkunnar í kringum Mubarak. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Deilur forseta við dómarana Tæpum tveimur árum eftir að Egyptar steyptu Mubarak af stóli eru þeir aftur farnir að fjölmenna á götum að krefjast afsagnar forseta. Deilurnar snúast um nýja stjórnarskrá, sem borin verður undir þjóðina í lok næstu viku, og um þau alræðisvöld sem Morsi forseti hefur tekið sér en segir einungis ætluð til að tryggja að ný stjórnskipan verði að veruleika. HREIÐRAÐ UM SIG Á TAHRIR-TORGI Um síðustu helgi höfðu þúsundir mótmælenda hreiðrað um sig á þessu torgi í Kaíró, sem var miðpunktur uppreisnarinnar gegn Mubarak. Mótmælendurnir krefjast þess að Morsi hætti við að keyra nýja stjórnskipan í gegn og segi helst af sér. Hann segist reiðubúinn í viðræður en vill hvergi gefa eftir. NORDICPHOTOS/AFP HÆSTIRÉTTUR Æðsti stjórnlagadómstóll Egypta- lands hefur gert athugasemdir við framkvæmd kosninga til þings og stjórnlagaþings, og þess vegna verið sakaður um að standa í vegi fyrir umbótum. NÝJA ÞJÓÐÞINGIÐ Efnt var til kosninga til beggja deilda nýs þings í lok síðasta árs í áföngum og stóðu í nokkrar vikur. Efnt verður til þingkosninga að nýju eftir að ný stjórnskipan tekur gildi. STJÓRNLAGA- ÞINGIÐ Amr Darrag, fram- kvæmdastjóri stjórnlagaráðsins, með eintak af nýju stjórnar- skránni sem borin verður undir þjóðina um næstu helgi. Í henni er ekki gert ráð fyrir öðrum trúarbrögðum en íslam, gyðing- dómi og kristni. FORSETINN Mohammed Morsi er leiðtogi Frelsis- og rétt- lætisflokksins, sem er stærsti flokkurinn á nýkjörnu þjóðþingi landsins. Flokkurinn er með sterk tengsl við Bræðralag múslíma en boðar lýðræðisumbætur og heitir því að hafa mannréttindi í hávegum. Þrátt fyrir að Morsi hafi lengi verið framarlega í forystusveit Bræðralags múslíma varð hann ekki almennt þekktur í Egyptalandi fyrr en hann bauð sig fram til forseta síðastliðinn vetur. BRÆÐRALAG MÚSLÍMA Mohammed Badie er leið- togi Bræðralags múslíma sem var stofnað í Egyptalandi árið 1928 til að vinna gegn vest- rænum áhrifum. Samtökin voru lengi bönnuð en urðu engu að síður áhrifamikil víða í araba- heiminum. HERFORINGJARÁÐIÐ Eftir að Mubarak var steypt af stóli tók herráðið að sér að stjórna landinu en lofaði umbótum og afhenti Morsi völdin í sumar. 1953-58 Muhammad Naguib Einn af leiðtogum herforingjabylt- ingarinnar gegndi embættum bæði forseta og forsætisráðherra, auk þess að fera formaður byltingarráðsins. 1958-70 Gamal Abdel Nasser Annar helstu leiðtogi herforingjabyltingarinnar tók við af Naguib þegar byltingarráðinu þótti Naguib ætla að taka sér of mikil einræðisvöld. 1981-2011 Hosni Mubarak Var yfirmaður flughersins og varnarmálaráðherra í stjórn Sadats. Gerður að varaforseta 1975 og tók við forsetaembættinu þegar Sadat var myrtur. 1970-81 Anwar Sadat Var yfirmaður í hernum og tók þátt í herfor- ingjabyltingunni 1952. Þingforseti og síðar varaforseti þar til hann tók við af Nasser við lát hans. 1920-52 Farouk, konungur Egyptalands Farouk var í reynd síðasti konungur landsins, þótt nýfæddur sonur hans hafi formlega verið gerður að konungi í tæpt ár. Valdhafar Egyptalands 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 1952 Bylting herforingjanna 2011 Bylting almennings 2012 Mohammed Morsi Áður lítt þekktur fulltrúi Bræðralags múslima sigraði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningum landsins og tók við embættinu í sumar. VALDATAFL Í EGYPTALANDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.