Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 50
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50 SJÖFALDA RETRO- UMSLAGIÐ BEST Eins og venja er um þetta leyti árs leitaði Fréttablaðið til hóps valin- kunnra andans manna og kvenna til að velta fyrir sér kostum og göllum á umslögum íslenskra hljómplatna sem komið hafa út á árinu. Fearless Legend Hönnun: Siggi Odds Jafn mörgum þótti umslag plötunnar Fearless með Legend gott og þeim sem þótti það slæmt. UMDEILDASTA UMSLAGIÐ Álfrún Pálsdóttir á Fréttablaðinu Bertel Andrésson tónlistaráhugamaður Brynhildur Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður Dröfn Ösp Snorradóttir pistlahöfundur og skartgripahönnuður Dr. Gunni rithöfundur Eva Hrönn Guðnadóttir grafískur hönnuður Gréta V. Guðmundsdóttir grafískur hönnuður Hanna Eiríksdóttir verkefnisstýra Jens Guð grafískur hönnuður Jóhann Alfreð Kristinsson grínisti Kristinn Pálsson tónlistaráhugamaður Kristín Agnarsdóttir grafískur hönnuður Lilja Katrín Gunnarsdóttir kynningarstjóri Sagafi lm Stígur Helgason á Fréttablaðinu Sólveig Jónsdóttir rithöfundur Sunna Valgerðardóttir á Fréttablaðinu Sveinbjörn Pálsson grafískur hönnuður Álitsgjafar 2. SÆTI Moses Hightower Önnur Mósebók Hönnun: Sigríður Ása Júlíusdóttir „Hrikalega metnaðarfull og glæsileg umgjörð. Það ætti alltaf að vera hægt að velja úr sjö stílíseruðum ljós- myndum framan á plötur.“ Stígur Helgason „Kóverið er ljóðrænt en jafnframt fullt af spennu og krafti. Dásamleg mynd með skírskotun í dans og til- finningar. Lógó sveitarinnar smekk- lega hófstillt í horninu.“ Gréta V. Guðmundsdóttir „Sjö mismunandi umslög svo hægt sé að safna og skiptast á. Og öll mjög flott, sveitt og hvetjandi til dans. Vart hægt að hugsa sér betri þjónustu við neytendur.“ Brynhildur Björnsdóttir „Elska hreyfinguna í myndinni. Lita- samsetningin er algjörlega fullkomin og umslagið gjörsamlega í takt við anda sveitarinnar.“ Hanna Eiríksdóttir 1. SÆTI Retro Stefson Retro Stefson Hönnuður: Halli Civelek „Ég þurfti að sjá þetta nokkrum sinnum til þess að átta mig á því að þetta er snilld en ekki ömurlegt. Áttundi og níundi áratugurinn eru látnir renna skemmtilega saman í hönnuninni, ofboðslega einföld hug- mynd sem smellur fullkomlega.“ Sunna Valgerðardóttir „Fyndið, frumlegt og dass af eitís í þessu umslagi. Ég elska „tacky“ og „cheesy“ eitísumslög og því hittir þetta beint í mark hjá mér.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir „Þetta umslag nær sama húmornum og léttleika tónlistarinnar án þess að reyna of mikið. Rembulaust umslag.“ Kristín Agnarsdóttir „Dramatískt „high-concept“-lúkk sem minnir mig á plötukápur Hipgnosis frá áttunda og níunda áratugnum, með grafískri hönnun sem dregur þetta inn í nútímann.“ Sveinbjörn Pálsson 3. SÆTI Ojba Rasta Ojba Rasta Hönnun: Ragnar Fjalar Lárusson „Myndin er eins og tekin beint úr ævintýrinu um Skilaboðaskjóðuna. Eitthvað heillandi við hana.“ Álfrún Pálsdóttir „Ævintýralegt. Sambland af vísinda- skáldsöguteiknimynd og Grimms- ævintýri á LSD. Svo margt í gangi að mann langar til að horfa á það lengi lengi og hengja það upp á vegg.“ Sólveig Jónsdóttir „Mjög „busy“. Mjög gott. Þetta er í þessum 80‘s overkill-anda. Dýr sem menn er konsept sem klikkar aldrei. Þetta er listaverk.“ Jóhann Alfreð Kristinsson 4-5. SÆTI Exorcise Tilbury Myndskreyting: Hugleikur Dagsson Umbrot: Steinn Steinsson BESTU UMSLÖGIN VERSTU UMSLÖGIN 4-5. SÆTI Enter 4 Hjaltalín Hönnun: Sigurður Oddsson „Kómískt, dularfullt og alveg dúndur artí– allt lýsingarorð sem passa við músíkina.“ Dr. Gunni „Myndefni sem ringlar mann og dregur mann nær. Heillar og grípur.“ Sveinbjörn Pálsson „Þegar Hugleikur Dagsson tekur sig til og mótar plötuumslag getur útkoman ekki verið önnur en frumleg og ögrandi snilld. Þetta er ljóslifandi vitnisburður um slíkt.“ Kristinn Pálsson „Góð litasamsetning og áhugavert myndefni. Umslag sem stendur út í hillunni.“ Eva Hrönn Guðnadóttir „Þetta hallærislega þema slyppi mögulega ef stúlkan á myndinni liti ekki út fyrir að vera tólf ára. Að smella armkútum á hana í heitum potti gerir heldur ekki mikið til að ýta undir þroska hennar. Til að toppa þetta er eins og myndinni hafi verið skellt saman af vitgrönnum unglingum sem voru að læra á tölvu eða útbrenndum hönnuðum sem halda að árið sé enn 1993.“ Sunna Valgerðardóttir „Orð eru óþörf.“ Álfrún Pálsdóttir „Ég hallast að því að þetta sé grín. Potturinn, partíið, sleikurinn og að því er virðist smástelpa í sundlaug með kút. Það er eitthvað óþægilega rangt við þetta! Gréta V. Guðmundsdóttir „Ég er í fullri vinnu sem sendiboði þess mikla gleðigjafa en þetta umslag er svo vont að ég held ég sleppi því að hlusta á þáttinn í að minnsta kosti tvær vikur. Get alltaf hlustað seinna á netinu.“ Kristín Agnarsdóttir 2. SÆTI Vetur Egill Ólafsson Ljósmyndir: Jónatan Grétarsson Útfærsla á skýi og skugga: Finnur Arnar 1. SÆTI Pottapartý með Sigga Hlö Ýmsir Hönnun: Pipar/TBWA 3-4. SÆTI Outside the Ring Friðrik Ómar Hönnun: Davíð Terrazas „Tilgerð ársins. Ég giska á að hönnuðinn hafi dreymt draum, eða martröð, og fundist nóttin góður inn- blástur fyrir verk sitt: „Þú hélst á skýi, líklega vetrarskýi, eins og strengja- brúðu á dimmu sviði. Svo var N-ið í titlinum öðruvísi á litinn og skakkt. Það var mjög kalt í herberginu, eins og um vetur. Gerum þetta!“ Sunna Valgerðardóttir „Sigið og bláleitt N-ið toppar þetta narsissískasta kóver síðari ára. Það versta (eða besta?) við þetta umslag er að Agli Ólafssyni er nákvæmlega sama hvað mér finnst um það.“ Stígur Helgason „Hugmyndin greinilega mikil en frágangurinn gerir þetta voða sjoppu- legt, sveitó og gamaldags. Dramatískt og „high-concept“ eins og Moses Hightower platan, munurinn virðist helst liggja í hönnunarvinnunni.“ Sveinbjörn Pálsson „Ljósmyndin á umslaginu er svo undarleg og sérstök að ef til vill hafa margir húmor fyrir henni. En mér finnst umslagið ekki ganga nógu langt í undarlegheitum ef sú var ætlunin (sem ég efast þó um). Gerir ekkert fyrir mig. Kristín Agnarsdóttir 3-4. SÆTI Eftir langa bið Hreimur Örn Heimisson Hönnun: Fanney Sizemore„Fín plata en umslagið er fráhrindandi og ekki eins töff og lagt var upp með.“ Dr. Gunni „Þetta minnir mig á misheppnað Salvador Dalí málverk.“ Hanna Eiríksdóttir „Leikurinn með að snúa við augum og munni á andlitsmynd er ekki nýr. Það er aukaatriði. Uppátækið er skemmtilegt og tekið lengra með því að hafa plötutitilinn líka á haus. Þetta groddalega svart-hvíta umslag myndi klæða fæstar plötur. Útfærsl- an smellpassar hins vegar utan um dökka raftónlist Legend.“ Jens Guð „Það fór um mig mjög ónotalegur hrollur, sem ég kýs að kalla „Aphex Twin hrollur“, þegar ég sá þetta kóver. Það greip mig þörf til að snúa því við þegar ég sá það fyrst en þá er það eins hinum megin líka. Það hræddi mig.“ Sólveig Jónsdóttir 5. SÆTI Ljúfar stundir Helga Möller og Ari Jónsson Málverk: Hafsteinn Reykjalín Umbrot: Dagný Reykjalín „Tja – hvað get ég sagt? Kannski er það bara liturinn og fonturinn, en þetta gæti verið bensínstöðvargeis- ladiskur frá 1978 til 1984, á vondu brúnu árunum. Ekki gott, því miður.“ Dröfn Ösp Snorradóttir „Biðin hefur verið of löng. Umslagið er muskulegt og allt að því snjáð. Dauflegt og gæti hafa veðrast illa. Afskaplega óspennandi.“ Jens Guð „Ef þú setur þumalinn yfir titil plötunnar gæti þetta verið hver sem er. Björn Jörundur kemur upp í hugann eða maður sem er eftirlýstur af Interpol, en þetta líkist Hreimi því miður ekki neitt og missir því algjörlega marks.“ Hanna Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.