Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 66
| ATVINNA |
Gæludýr.is óskar eftir:
Starfsmanni í verslun okkar á Korputorgi
Vinnutími mán- fim 15-18:30, föstudag 11-18:30 og aðra hverja
helgi
Umsækjendur þurfa að:
- Hafa reynslu af verslunarstörfum.
- Hafa brennandi áhuga á og vera eigandi gæludýra.
- Hafa metnað í starfi.
- Vera jákvæður og með mjög ríka þjónustulund.
Starfsmanni í útkeyrslu
Vinnutími er alla virka daga frá kl 17.
Umsækjendur þurfa að:
- Vera ratvísir og góðir bílstjórar.
- Hafa brennandi áhuga á og vera eigandi gæludýra.
- Hafa metnað í starfi og vinna vel undir álagi.
- Vera jákvæður og með mjög ríka þjónustulund.
Í boði er skemmtilegt og krefjandi starf þar sem hvatt er til
frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða.
Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá á inga@gaeludyr.is,.
Nánari upplýsingar um störfin veitir
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, fjármálastjóri í síma 616-9124.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Sérfræðingur á sviði
fjár- og áhættustýringar
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af störfum á fjármálamarkaði
Reynsla af vinnu við fjár- og áhættustýringu
Reynsla af greiningarvinnu og mjög
góð greiningarhæfni
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Samskiptahæfni, samviskusemi og nákvæmni
Starfssvið
Þátttaka í þróun aðferða og kerfa
innan áhættustýringar
Skýrslugjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila
Úrvinnsla og framsetning talna og gagna
Þátttaka í áætlanagerð
Lausafjárstýring
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Íbúðalánasjóður auglýsir eftir sérfræðingi til starfa á fjármálasviði. Starfið er fjölbreytt og snertir
öll starfssvið fjár- og áhættustýringar. Sérfræðingurinn á samstarf við flest svið Íbúðalánasjóðs.
Um er að ræða fullt starf.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir
(silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 24. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja
um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
8. desember 2012 LAUGARDAGUR4