Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 82
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 58 Á þessum tíma var ég mikið að væflast og þvælast um borgina, bæði á nóttu sem degi, ýmist gangandi eða með strætó. Það var með þeim hætti sem ég kynnt- ist Útideildinni sem var verkefni á vegum Reykjavíkurborgar og var með aðstöðu í Tryggvagötu. Útideildin samanstóð af fullorðnu fólki sem keyrði um bæinn og þjónustaði lánlausa unglinga eins og mig. Þau höfðu alloft í gegn- um tíðina tekið mig upp á arma sína, keyrt með mig í athvarfið á Tryggvagötu, kjaftað við mig og jafnvel tekist að draga mig inn í mismunandi virkniúrræði. Þau lögðu sig sérstaklega fram við að komast að því hvaða áhuga- mál unglingarnir höfðu og reyndu svo að finna hinar og þessar leið- ir til þess að virkja krakkana í áhugamálum sínum. Þarna átti ég margar góðar stundir. Mitt helsta áhugamál var anarkismi svo í mínu tilfelli fólst úrræði þeirra að mestu í að spjalla við mig um hitt og þetta tengt anarkisma. En þau skynjuðu meira en ég gerði mér grein fyrir og sáu glöggt að mér leið illa í sálinni. Ég var orðinn illa laskaður af öllu eineltinu sem ég varð fyrir án þess þó að gera mér grein fyrir því. Mér fannst ég bara eiga það skilið og fannst það þar að auki fullkomlega skiljanlegt þar sem ég væri bæði heimskur og leiðinlegur, ljótur og asnalegur. Ég var asnaleg manneskja og auð- vitað stríðir fólk asnalegum mann- eskjum. Fólkið í útideildinni hafði meiri áhuga á að ræða við mig um þetta en anarkisma. – Hvernig líður þér, Jón? Ég vissi ekki hvernig ég ætti að svara því. Það hafði aldrei neinn spurt mig hvernig mér liði. Ég hafði í raun og veru enga hug- mynd um hvernig mér leið. Ég var stressaður, alltaf stressaður. Ég var áhyggjufullur, óskaði þess að vera einhver annar en ég var. Svo vildi ég að ég væri rólegur og ekki rauðhærður. Fólkið í úti- deildinni reyndi mikið að hvetja mig og gerði hvað það gat til þess að auka sjálfstraust mitt. Þau töl- uðu til dæmis oft um framtíðina en allt tal um framtíðina stressaði mig enn frekar. Ég vildi helst ekki leiða hugann að framtíðinni. – Getum við ekki bara talað um anarkisma? Vitið þið hver munur- inn er á Proudhonisma og Bakun- inisma? Þau vissu það ekki. – Hvað langar þig að verða, Jón? Óþægileg og stressandi spurn- ing. Hvað langaði mig að verða? Mig langaði að verða dökkhærður. Mig langaði að verða rólegur. Mig langaði líka til að verða söngvari. En ég vissi einnig að það sem mig langaði að verða yrði að öllum lík- indum aldrei að veruleika. Ég var bara misheppnaður, taugaveikl- aður, rauðhærður og asnalegur. Hálfviti með gleraugu. Þegar ég yrði stór myndi ég örugglega enda á Kleppi eins og Kiddi frændi. Kannski er til hellingur af fólki eins og ég sem verður til og fæð- ist fyrir mistök, eins og sumir hlutir sem eru framleiddir eru gallaðir og virka aldrei. Ónýtir frá upphafi. Það eina sem hægt er að gera við svoleiðis hluti er að henda þeim. Kannski var ég bara þannig eintak af manneskju. Ég talaði þó ekki um þetta við neinn, ekki einu sinni við fólkið í útideildinni. Á ákveðinn hátt gerði ég mér kannski ekki grein fyrir þessu. Mér fannst þetta liggja í augum uppi og ég var hræddur um að ef ég myndi segja þetta upphátt myndu þau taka undir. Aðalástæðan var þó skömmin. Ég skammaðist mín. Skammaðist mín fyrir að vera ég, að vera eins og ég var svo ég talaði bara ekki um það. Ég skildi í raun- inni ekki hvers vegna þau voru yfir höfuð að skipta sér af mér. Stund- um þegar þau sátu og spjölluðu við mig velti ég því fyrir mér hvers vegna þau væru að eyða orðum á mig. Vorkenndu þau mér? Já, lík- lega vorkenndu þau mér en svo var þetta líka vinnan þeirra. Ein- hvern tímann þegar við sátum og vorum að spjalla saman, ég að tala um anarkisma og pönk og þau að reyna að fá mig til að tala um eitt- hvað annað barst talið einu sinni sem oftar að framtíðinni. – Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór, Jón? Spurningin ein vakti hjá mér köfnunartilfinningu, ég fékk þyngsli fyrir brjóstið og verk í ennið. – Ég veit það ekki, bara eitthvað. – Áttu ekki kærustu, Jón? Ég? Ég ljótasti og asnalegasti strákurinn í Reykjavík. Hvaða stelpa myndi vilja verða kærastan mín? – Neei, mér finnst stelpur eig- inlega ekkert rosalega skemmtileg- ar, sagði ég til útskýringar. – Skrítið að þú skulir ekki eiga kærustu, svona sætur strákur eins og þú! Orðin bergmáluðu í höfðinu á mér. Sætur strákur eins og ég? Ég horfði rannsakandi á konuna og velti orðum hennar fyrir mér. Hún brosti og virtist meina þetta. Það leit út fyrir að henni fyndist þetta virkilega og að orðin væru ekki sögð af meðaumkun. Ótrú- legt! Hún var töff þó hún væri auðvitað ekki pönkari, en hún var heldur ekki hippi heldur meira bara venjuleg, sæt og átti kær- asta. Hún var alveg tuttugu og eitt- hvað ára gella, með allt á hreinu og henni fannst ég sætur! „Svona sætur strákur eins og þú, Jón.“ Að manneskja eins og hún segði eitthvað svona um mig var hreint út sagt ótrúlegt og olli byltingu í sálartetri mínu. Mér fannst hún miklu merkilegri manneskja en allir sem höfðu svo oft í gegnum tíðina sagt mér hvað ég væri vit- laus og ljótur. Því vógu orð henn- ar miklu þyngra en þeirra. Mig rak ekki minni til þess að ein- hver hefði nokkurn tímann sagt að ég væri sætur. Ég fylltist áður óþekktu sjálfstrausti. Starfsfólkið hjá Útideildinni hafði haft veður af því að ég væri í hljómsveit. Stund- um voru haldnir tónleikar í port- inu fyrir utan útideildina og þau spurðu mig stundum hvort Nef- rennsli vildi ekki spila. Ég kom mér snyrtilega frá spurningunum og bar fyrir mig endalausar afsak- anir. Ýmist vorum við ekki búnir að æfa nægilega vel eða þá að ég var með einhverja kvefpest og gæti því ekki sungið, og svo var hitt að það væri ekki nógu mikið pönk að spila í porti Útideildarinn- ar og ekki samboðið pönkhljóm- sveit eins og Nefrennsli. – Við erum nefnilega alvöru pönkhljómsveit sko. Ég ætlaði sko ekki að fara að spila á tónleikum með einhverj- um asnalegum hljómsveitum. Úti- deildin ákvað því að halda alvöru pönkhátíð. Á þessum tíma voru allar afsakanir uppurnar. Þetta yrði pönkhátíð og ekki hægt að komast hjá því að Nefrennsli stigi á stokk. Tónleikarnir yrðu bara fyrir pönkara. Þarna kæmu engir hálf- vitar sem myndu hlæja að mér eða stríða mér. Alli og Hannes hoppuðu hæð sína af gleði þegar ég tilkynnti þeim hvað væri fram undan. Tón- leikarnir voru skipulagðir og nöfn þeirra hljómsveita sem ætluðu að spila voru skrifuð á miða sem voru síðan hengdir á ljósastaura úti um víðan völl. „Bestu pönkhljómsveit- ir Reykjavíkur. Pönkhátíð í porti útideildarinnar við Tryggvagötu á milli 13 og 16 nk. sunnudag!“ Á meðal hljómsveitanafnanna stóð NEFRENNSLI. Stóra stundin var að renna upp. Eftirvæntingin og spennan voru að fara með mig. Ég var að fara að stíga það skref sem ég hafði alltaf þráð en aldrei þorað. Þegar tónleikadagurinn rann svo upp hafði ég ekki sofið dúr í tvo sólarhringa. Mig langaði að hætta við. Átti ég að þykjast vera veikur? Nei, ég gat ekki gert það, þetta var frágengið og nú þýddi ekki annað en að bíta á jaxlinn og stökkva fram af hengifluginu. Ég fór í mín fín- ustu pönkföt sem samanstóðu af mest rifnu gallabuxunum sem ég átti, Sid Vicious-bolnum og svo setti ég sikkrisnælu í eyrað. Ég ætlaði sko ekki að vera með gleraugun og ákvað að syngja án þeirra. Rauðhærður og asnalegur Í nýrri bók Jóns Gnarr, Sjóræningjanum, stendur rauðhærði drengurinn Jón á vegamótum að loknum grunnskóla og upp- lifir sig algjörlega utangarðs í samfélaginu. Í bókinni fjallar hann hispurslaust um hrakfarir sínar og áföll í íslensku skólakerfi, lýsir svæsnu einelti sem hann varð fyrir, tímabili sínu sem Hlemmari og misjafnri framgöngu sinni í íslensku atvinnulífi. Sjóræninginn Höfundur: Jón Gnarr Útgáfa: Mál og menning Fjöldi síðna: 266 ➜ Hvað langaði mig að verða? Mig langaði að verða dökkhærður. Mig langaði að verða rólegur. Mig lang- aði líka til að verða söngvari. Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S IA . S /L Y F 6 19 54 1 1 4 /1 2 Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju GEYMDU BLAÐIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.