Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 84
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 60 Tvær farsælar og flottar söngkonur, er það tilviljun ein að dóttir þín syngur svona fal- lega eins og þú eða áttu kannski svolítinn þá í því? Helga: Elísabet lærði á fiðlu í 10 ár en þegar að því námi lauk fór hún að syngja mikið með alls konar tónlist inni í herberg- inu sínu, stundum langt fram á nótt. Hún hafði reyndar alltaf sungið og var farin að syngja meira heldur en tala um eins og hálfs árs aldurinn. Þegar hún var 14 ára gömul hvatti ég hana til að sækja um í Tón- listarskóla FÍH í söngnám. Ég sagði henni að það yrðu örugglega litlar líkur á að hún kæmist inn sökum ungs aldurs en viti menn, hún komst inn og hóf þar söngnám árið 2007. Var alltaf draumurinn að verða söng- kona eins og mamma? Elísabet: Ég hafði alltaf gaman af því að syngja sem barn, en ég fór ekki að hugsa til þess að gera atvinnu úr því fyrr en ég var komin á táningsaldur. Mamma var þá auðvitað fyrirmyndin sem ég hafði til að elta þann draum. En ég verð að segja að mér er þetta algjörlega í blóð borið þar sem það er tónlist báðum megin í fjöl- skyldunni minni. Mikið tónlistarheimili Var heimili ykkar sem sagt sannkallað tónlistarheimili? H: Ég er alin upp við tónlist á mínu æskuheimili þar sem pabbi minn var harmóníkuleikari og píanóleikari á sínum yngri árum og hann spilaði mikið á píanóið þegar ég var að alast upp. Á heimili okkar Elísabetar var mikið hlustað á tónlist. Eins vorum við báðar alltaf syngjandi og Elísa- bet æfði á fiðluna sína frá þriggja ára aldri þar til að hún varð 13 ára. E: Fyrir utan að hafa æft daglega á fiðlu þá man ég mikið eftir því að hlusta á geisladiska inni í stofu með mömmu og syngja með, þá aðallega á Celine Dion, Michael Jackson, Joni Mitchell og fleiri. Hafið þið unnið mikið saman? H: Ég gaf út jólaplötu árið 2007 og þá söng Elísabet, þá 14 ára, allar bakradd- ir ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Það er gaman að segja frá því að fyrir þessi jól erum við mæðgur að vinna að tveimur nýjum jóladúettum eftir Gunnar Þórðar- son og Þorstein Eggertsson og allavega annar þeirra verður frumfluttur á jóla- tónleikum mínum í Laugarneskirkju. Hvernig upplifun var það fyrir þig sem barn að eiga fræga mömmu? E: Þegar ég var lítil þá velti ég mér satt að segja ekki mikið upp úr því að mamma mín væri þekkt söngkona. Eftir að ég fór sjálf að syngja meira og sérstaklega þegar ég fór að læra söng, þá fór ég að finna meira fyrir því. Að eiga „frægt“ for- eldri getur stundum verið yfirþyrmandi og getur orðið þreytandi, en ég er svo sem löngu orðin vön og er auðvitað stolt af því að hún er mamma mín. Rjúpa og hamborgarhryggur Nú styttist í jólin, hvaða hefðir hafið þið tileinkað ykkur? H: Það er ein hefð sem er búin að vera í okkar fjölskyldu í áraraðir og hún er sú að öll stórfjölskyldan hittist saman á aðfanga- dagskvöld og borðar saman og opnar gjaf- irnar. Þannig man ég eftir þessu heima hjá foreldrum mínum og þegar mamma og pabbi urðu eldri færðist þessi hefð yfir á heimili mitt og hefur verið þannig í nokkur ár. E: Öll mín ár hefur verið hefð í pabba- fjölskyldu að stórfjölskyldan hittist að morgni aðfangadags við leiði afa og ömmu. Við kveikjum á kertum, skreytum leiðin með greni og tökum að lokum hópmynd af allri fjölskyldunni saman. Heima hjá mömmu hefur síðan oftast tíðkast að borða rjúpu á aðfangadagskvöld en núna á síð- ustu árum hefur hamborgarhryggur bæst við. Við borðum einnig alltaf möndlugraut og eplakakan hennar ömmu og jólaísinn hennar mömmu eru ómissandi. Eins er alltaf jólaboð á jóladag í pabbafjölskyldu og á annan í jólum hittumst við mamma, maðurinn hennar, systkini mín, tengdason- ur mömmu og barnabarn í náttfatapartíi og borðum saman jólaafganga og spilum. Er eitthvað sérstakt sem þið mæðgurn- ar gerið saman fyrir hver jól eða í hverri aðventu? H&E: Við höfum alltaf pakkað saman inn öllum jólagjöfum og hlustum á jólatónlist á meðan. Ef við náum að baka, þá bökum við saman smákökur. Við höfum alltaf skreytt jólatréð og heimilið saman og núna síðast- liðin fimm ár höfum við sungið saman á árlegu jólatónleikunum í Laugarneskirkju. Eigið þið ykkur uppáhaldsjólalag? H: Ó helga nótt og Jólaengill. E: Dansaðu vindur og Heyr himna smiður. Lifa í núinu Nú er mikill annatími í lífi söngvara. Stefnið þið á frekara samstarf í framtíð- inni? E: Við höfum starfað saman í fimm ár núna og við munum eflaust starfa meira saman í framtíðinni þegar blaðið snýst við, ég tek fram úr og mamma syngur bak- raddir hjá mér! Hvar sjáið þið ykkur eftir 10 ár? H: Úff, ég vil bara lifa í núinu. E: Ég stefni á að fara eitthvert út í meira förðunarnám, en annars er ég sammála mömmu um að lifa bara í núinu, taka einn dag í einu; það sem gerist gerist. Að lokum, viljið þið deila með okkur eftirminnilegri jólaupplifun eða augnabliki sem situr ykkur ofarlega í huga og hjarta fyrir einhverjar sakir? E: Þetta er kannski ekki hamingjusöm minning en það sem er mér efst í huga er þegar mamma þurfti að fara í flug og vera í útlöndum um jólin. Ég man hvað ég átti erfitt með að njóta jólanna án hennar og ég er búin að ákveða að þetta gerist ALDREI aftur! Eins man ég hvað afi var lítill í sér og saknaði mömmu. Þetta var glatað! En hey, gleðileg jól! H: Ó guð já, ég man svo vel eftir þessu. Ég var með tárin í augunum þegar ég fór og þó svo að allt hafi verið gert til að gera þessa stund hátíðlega fyrir okkur, áhöfn Icelandair í Baltimore, þá var ég eins og lítið barn, hálf kjökrandi þessi jól. Ég segi eins og Elísabet, eins mikið jólabarn og ég er, þá vona ég að ég lendi aldrei í þessari aðstöðu aftur en ef svo verður þá tek ég alla með mér út! Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is SYNGJA SAMAN INN JÓLIN TEKUR FRAM ÚR „Við höfum starfað saman í fimm ár núna og við munum eflaust starfa meira saman í framtíðinni þegar blaðið snýst við, ég tek fram úr og mamma syngur bakraddir hjá mér!“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Helga Möller og Elísabet Ormslev eru skemmtilegar og söng- elskar mæðgur sem elska jólin. Þær vinna nú að tveimur nýjum jóladúettum saman en þær sungu fyrst saman á plötu þegar Elísabet var aðeins 14 ára gömul. Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17 Aðventan í þjóðminjasafni Íslands Jólasýningin Sérkenni sveinanna á Torginu Munið jólaratleikinn: Hvar er jólakötturinn? Komdu og hittu jólasveinana 12.-24.desember kl.11 Fjölskylduskemmtun með Felix og Gunna 9. desember kl.14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.