Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 112
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 88
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
SUNNUDAGUR
9. DESEMBER 2012
Sýningar
13.00 Danskennarasamband Íslands
stendur fyrir jólahátíð á Broadway. Fjöl-
breytt dansatriði úr öllum áttum verða
á dagskrá. Í beinu framhaldi verður
jólakeppni sambandsins. Miðaverð og
keppnisgjald er kr. 1.500 en frítt er fyrir
áhorfendur 8 ára og yngri sem og eldri
borgara.
Hátíðir
16.00 Bergmál, líknar- og vinafélag
krabbameinssjúkra og langveikra barna,
heldur aðventuhátíð í Háteigskirkju.
Nánari dagskrá má finna á heima-
síðunni bergmal.is.
Upplestur
16.00 Auður Jónsdóttir, Auður Ava
Ólafsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl og
Þórarinn Eldjárn lesa úr nýútkomnum
verkum sínum á Gljúfrasteini. Aðgangur
er ókeypis.
Uppákomur
12.34 Fjölbreytt menningardagskrá
er í boði á Jóladagatali Norræna
hússins. Uppákomur hvers dags eru
gestum huldar þar til gluggi dagatalsins
verður opnaður í upphafi atburðarins.
Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði
dagatalið í ár.
13.00 Jólasýning Árbæjarsafns verður
opin í safninu. Hægt er að rölta á milli
húsanna og fylgjast með undirbúningi
jólanna eins og hann var í gamla daga.
Auk þess verður ýmis dagskrá í boði.
Aðgangseyrir er kr. 1.100 fyrir follorðna
en ókeypis fyrir börn, ellilífeyrirþega
og örykja.
13.30 Viðeyjarstofa býður upp á
kennslu í laufabrauðsútskurði og
hlýlega aðventustemningu. Reynt
útskurðarfólk hvatt til að koma og
miðla reynslu sinni.
14.00 Gunni og Felix skemmta gestum
Þjóðminjasafnsins ásamt Grýlu og
Leppalúða. Aðgangur er ókeypis.
15.00 Jólaföndur verður haldið í aðal-
safni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15.
20.00 Dansk-íslenska félagið boðar til
samkomu í Norræna húsinu. Jóhannes
Møllehave heldur fyrirlestur undir yfir-
skriftinni At være eller ikke være og
Eysteinn Pétursson syngum dönsk lög.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 og enginn
posi er á staðnum.
Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara
í Reykjavík fer fram að Stangarhyl 4.
Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500
fyrir félaga FEB í Reykjavík og kr. 1.800
fyrir aðra gesti.
Tónlist
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
17.00 Kór Neskirkju, Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna og valdir einsöngvarar
flytja Messías eftir Händel í Neskirkju.
Um er að ræða svokallaða sing-along
tónleika þar sem tónleikagestum gefst
færi á að syngja með í kórköflum.
Miðaverð er kr. 3.000 við inngang.
20.00 Haldnir verða tónleikar til
heiðurs Kópavogsskáldinu Böðvars Guð-
laugssonar í Salnum, Kópavogi. Á efnis-
skránni verða lög Jóns Gunnars Biering
Margeirssonar við ljóð Böðvars, auk
fleiri frumsaminna laga.
20.00 Árlegir Aðventutónleikar Kórs
Hjallakirkju verða haldnir í kirkjunni.
Kakó og piparkökur eftir tónleika og
aðgangur ókeypis.
20.00 Graduale Nobili halda tónleika í
Langholtskirkju.
Leiðsögn
14.00 Harpa Þórsdóttir forstöðumaður
sér um leiðsögn um sýninguna Fimm
áratugir í grafískri hönnum í Hönnunar-
safni Íslands. Þar má sjá verk grafíska
hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.
14.00 Rakel Pétursdóttir, safnafræð-
ingur, verður með leiðsögn um yfir-
standandi sýningar í Listasafni Íslands
við Tjörnina.
15.00 Eiríkur Þorláksson listfræðingur
og sýningastjóri leiðir gesti um yfir-
litssýningu Ragnheiðar Jónsdóttur á
Kjarvalsstöðum. Sýningin ber heitið
Hugleikir og fingraflakk– Stiklur úr
starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur.
15.00 Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og
Þórdís Jóhannesdóttir leiða gesti um
sýninguna Sviðsett í Gallerí Ágúst.
Ingunn og Þórdís mynda saman lista-
mannatvíeykið Hugsteypuna sem
stendur að baki sýningunni.
20.00 Hjónin Helga og Viðar verða á
veitingahúsinu Energia í Smáralind og
leiða fólk um sýningu sína, YÖNTRUR.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is