Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 114
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 90
Útgáfuteiti kvikmyndarinnar Eld-
fjalls á DVD-mynddiski var hald-
ið í Bíói Paradís. Þar veitti Rúnar
Rúnarsson, leikstjóri myndar-
innar, aðalleikaranum Theodóri
Júlíussyni fyrsta eintakið.
Myndin hefur hlotið þann heiður
að vera frumsýnd á Cannes-hátíð-
inni og unnið til verðlauna sem
besta myndin á nokkrum hátíðum
og þá hefur Theodór einnig unnið
til verðlauna fyrir leik sinn. Auk
þess vann myndin til fjölda verð-
launa á Edduhátíðinni 2012; besta
myndin, besti leikstjórinn, besti
leikarinn og besta leikkonan.
Veglegt aukaefni er á mynd-
disknum, þar á meðal stuttmynd
Rúnars, Síðasti bærinn, sem var
tilnefnd til Óskarsverðlaunanna
2006. Á disknum eru einnig viðtöl
við leikara og leikstjóra myndar-
innar og meira efni um gerð
hennar.
Eldfj all á mynddiski
Leikstjórinn afh enti Theódóri Júlíussyni eintak.
FÉKK EINTAK Rúnar Rúnarsson afhendir Theódóri Júlíussyni eintak.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fréttir úr Eurovision-heimi herma
að Pólland, Portúgal, Grikkland og
Kýpur hafi ákveðið að draga sig
úr keppni fyrir árið 2013. Ástæða
þess er sögð vera slæmt efnahags-
ástand landanna en þátttaka í
keppninni er síður en svo ókeypis.
Óttinn við að vinna keppnina og
þurfa í kjölfarið að halda hana í
heimalandinu er einnig sagður
spila inn í. Pólverjar og Portúgal-
ar hafa staðfest það að þeir taki
ekki þátt á næsta ári, en Pólverjar
drógu sig líka úr keppninni í ár af
sömu ástæðu.
Draga sig úr
Eurovision
UNNU 2005 Grikkir hafa dregið sig úr
Eurovision 2013. Þeir hafa oft gert góða
hluti í keppninni og unnu seinast árið
2005 með Helena Paparizou og laginu
My Number One.