Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 122
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 98
Tilboð kr. 17.900
Skálað fyrir
Mýrinni og Mar
Fjölmennt var í opnun hönnunarbúðarinnar
Mýrarinnar og veitingastaðarins Marar við Geirs-
götu í vikunni. Opið er á milli búðarinnar og veit-
ingahússins sem eru kærkomin viðbót í annars
fj ölbreytta fl óru búðar og matsölustaða á hafnar-
svæðinu. Matargerð Marar sækir áhrifa í evrópska
og suður-ameríska matargerð. Þetta er önnur
verslun Mýrarinnar, sem hingað til hefur bara verið í
Kringlunni, en hún einbeitir sér að erlendri sem og
íslenskri hönnunarvöru.
VEITINGASTAÐUR OG BÚÐ Mikið er lagt upp úr útliti búðarinnar og veitinga-
hússins.
BROSMILD Linda Reimarsdóttir, Rannveig Grétarsdóttir og Sveinn Ómar Grétarsson.
SKEMMTILEGT Steinunn Guðmundsdóttir, Júlia Andersen og Sigríður Halldórsdóttir.
GÓÐIR GESTIR Guðrún Mist Sigfúsdóttir, Guðlaugur Örn Jónsson og Stefán Eiríks
Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Átt þú rétt
á lækkun skulda?
Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100%
af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin
nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum,
sparisjóðum og lífeyrissjóðum.
Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir
að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna
og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum
sínum til langframa.
Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda.
Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun
rennur út um næstu áramót
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
MUNDU AÐ EFNI
SEM ÞÚ SETUR Á
NETIÐ ER ÖLLUM
OPIÐ, ALLTAF!
www.saft.is