Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2013, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 11.02.2013, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 11. febrúar 2013 | SKOÐUN | 17 Síðan Gylfi Magnússon dós- ent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímæl- is. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrr- verandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuld- um og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. Um IceSave Gylfi hélt því fram í júní 2009, eftir að svokallaðir Svavarssamningar höfðu komið fram, að Ísland yrði „Kúba norðursins“ ef samningar yrðu ekki undirritaðir. Hann sagði að Íslendingar myndu mála sig út í horn og aldrei fá lán alþjóðlega nema gengið yrði frá samningi, þá og þegar. Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið. Eins hefur komið í ljós, eins og hald- ið var fram strax árið 2009, að kröf- ur Breta og Hollendinga voru án lagastoðar og að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntan- lega valdið greiðslufalli ríkisins. Um SpKef og Byr Í apríl 2010 er haft eftir Gylfa: „Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé, og þá eru menn frek- ar að horfa til Sparisjóðsins í Kefla- vík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt, þannig að það væri ekki tapað fé. Við teljum að það muni ekki reyna á útgjöld ríkis- ins vegna innistæðutrygginga þann- ig að þetta er bara spurning um að leggja til eigið fé í upphafi og fá það aftur síðar.“ Ríkið endar svo á því að tapa á þessum tveimur aðgerðum um 50 milljörðum króna. Um Landsbanka Íslands Gylfi Magnússon hafði það verk með höndum að endurreisa Lands- bankann sem ríkisbanka. Í þeim samningum við erlenda lánar- drottna var ákveðið að endur- greiðslur til þeirra myndu hefjast árið 2011 af miklum krafti, enda væri þá kominn góður aðgangur að lánamörkuðum hjá bankanum. Eins ákvað Gylfi að taka ekki sér- staklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lán- anna. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa fengið lögfræðiálit sent úr Seðlabankanum, unnið af Lex, um ólögmæti lánanna. Þegar Hæstiréttur dæmdi gengis- lánin ólögmæt í júní 2010 sagði Gylfi að það væri „Óásættan legt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjör- um“. Kostnaðurinn féll að fullu á kröfuhafa gömlu bankanna, nema í tilfelli Landsbankans þar sem Gylfi hafði látið ríkið taka yfir lánin. Síðast er það að frétta af Lands- bankanum að æðsta yfirvald pen- ingamála á Íslandi, Seðlabanki Íslands, lýsti áhyggjum í riti sínu um fjármálastöðugleika sem kom út í október 2012 að bankinn gæti greitt af erlendu skuldabréfi sínu við gamla Landsbankann og áhrif þeirra greiðslna á gengi íslensku krónunnar. Landsbankinn hefði ekki þann gjaldeyri sem þyrfti til að standa skil á lánum sínum og það hlýtur að vekja spurningar um gjaldfærni þjóðarbankans. Slíkur dómur um fjármálafyrirtæki hefur ekki sést áður hér á landi og furðu- legt að FME og stjórn bankans skuli ekki bregðast við honum. Um Orkuveitu Reykjavíkur Gylfi situr fyrir hönd Sam- fylkingar innar í stjórn Orkuveitu Reykja víkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi und- angenginna atburða þyrfti að end- ursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhaf- ast. Enda hefur hann marg- lýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu. Þetta viðmót Gylfa hefur það í för með sér að búið er að hækka gjöld til almenn- ings gríðarlega á síðustu árum og kjör allra lands- manna þurfa að líða fyrir ósjálfbæra gjaldeyris- söfnun OR á markaði, sem lækk- ar gengi krónunnar og eykur verð- bólgu landsins. Rit Seðlabanka Íslands, um fjármálastöðugleika frá því í október, fer sérstaklega yfir ósjálfbæra skuldastöðu OR. Um erlenda skuldastöðu Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 ræddi Gylfi Magnússon um erlenda skuldastöðu þjóðarinnar í viðtali við RÚV: „Hún er að vísu neikvæð en hún er litlu verri núna en hún var fyrir rúmum áratug.“ Og bætti svo við: „Við erum í þeirri stöðu að við gætum líklega, miðað við þann afgang sem hefur verið á viðskipta- jöfnuði undanfarin ár og hagvöxt, þá gætum við greitt þetta upp á innan við 20 árum.“ Þessu hélt Gylfi líka fram í apríl 2011 þegar hann var að hvetja landsmenn til að segja já við IceSave. Þessar fullyrðingar Gylfa standast enga skoðun. Fyrir það fyrsta er skuldastaða þjóðar innar við útlönd um 1600 milljarðar króna, eða um 100% af þjóðarfram- leiðslu eða meira en helmingi verri en dósentinn heldur fram. Eins er ekki afgangur af viðskiptum við útlönd, heldur halli. Gylfi hefur á þessu falska mati sínu haldið því fram að nauðasamn- inga við föllnu bankanna eigi að klára, en stórslysi var forðað síðasta haust þegar komið var í veg fyrir undirritun þeirra. Mál að linni Eftir hrun gjaldmiðilsins og bank- anna höfðu sumir á orði að þátt- taka háskólamanna hefði ekki verið næg í að halda hinu rétta til haga. Þau mál sem rakin eru hér að ofan þurfa ekki endilega að afsanna þá kenningu. En þau sýna það að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á. Kerfi sbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar FJÁRMÁL Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur ➜ Þetta viðmót Gylfa hefur það í för með sér að búið er að hækka gjöld til almenn- ings gríðarlega á síðustu árum... 5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum í Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. Náðu 5 stjörnu formi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.