Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2013, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 11.02.2013, Qupperneq 56
11. febrúar 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 28 ENDIRINN Sigfús endaði atvinnu manna- ferilinn hjá Emsdetten. MYND/EMSDETTEN HANDBOLTI „Hnéð á mér er endan- lega búið. Í leik gegn Fram fyrir jól fór það endanlega. Það verður ekki snúið aftur úr þessu. Þetta er orðið slitið og ónýtt. Ég kemst vart upp stiga í dag,“ segir Sigfús, sem hefur lengi glímt við meiðsli í hnénu. Honum tókst samt að spila í flestum leikjum Vals fyrir jól. „Það flísaðist upp úr hné- skelinni. Búið að bora fram og til baka ásamt því að skafa. Hnéð er því eðlilega ekki gott.“ Þessi stóri en mjúki maður hefur ekki áhuga á því að eyðileggja hnéð til frambúðar því hans bíða spennandi tímar. Sigfús og unnusta hans, Josy Zareen, eiga von á stúlkubarni í apríl. Fyrir á Sigfús 18 ára strák og Josy á þrjú önnur börn. Þau eru því með stóra fjölskyldu. „Nú er maður með fjölskyldu og ég vil geta leikið við börnin og barnabörnin. Þetta snýst um meira en mig. Það er yndislegt að eiga haug af börnum og svo fullt af barnabörnum. Það er það sem lífið snýst um. Það er margt annað í líf- inu en bolti.“ Sigfús segir að það bíði hans frá- bærir tímar á eftir handboltanum og hann hlakkar til að verða faðir á nýjan leik. „Nýir dagar og ný tækifæri. Það verður nóg um að vera. Nú er allt þetta líf sem maður missti af í atvinnumennskunni að byrja núna. Það er ekkert nema tilhlökkun.“ Sigfús á glæstan feril að baki. Byrjaði ferilinn með Val og lék svo með liðum á Þýskalandi og Spáni áður en hann lauk ferlinum aftur á heimaslóðum. Þrátt fyrir marga hápunkta fékk Sigfús sinn skerf af mótlæti. „Ég fór í bakinu eftir Ólympíu- leikana árið 2004. Fór í endur- hæfingu og spilaði. Þá brotnaði hryggjarliðurinn. Það kom líka gat á mænuna og ég missti mátt- inn í löppunum. Ég hálflamaðist fyrir neðan mitti. Það hélt mér samt ekki lengi utan vallar,“ sagði Sigfús, sem hefur átt erfitt með að hætta og nokkrum sinnum snúið til baka á völlinn þegar fólk var búið að afskrifa hann. „Handboltinn er ótrúlega skemmtilegur og hefur gefið mér mikið. Það tekur því tíma að sætta sig við að þetta sé búið. Ég gerði mér grein fyrir því í haust að þetta yrði svanasöngurinn minn. Þetta var komið gott. Ég stíg svo út núna á mínum forsendum. Það skiptir máli.“ Sigfús segist vera gríðarlega stoltur af sínum langa ferli en há- punkurinn er eðlilega þegar hann vann silfurverðlaun með lands- liðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. „Ég hef upplifað margt og mikið og unnið marga titla. Ég hef kynnst óendanlega mörgu góðu fólki. Þetta var bara æðislegur tími. Hápunkurinn var eðlilega í Peking. Það afrek verður alltaf hátt skrifað í sögubókunum og ánægjulegt að hafa tekið þátt í því afreki.“ Rússajeppinn, eins og Sigfús var iðulega kallaður á sínum ferli, mun þó ekki slíta sig alveg frá hand boltanum. Hann er að þjálfa 5. flokk kvenna hjá Val og gæti vel hugsað sér að fara lengra í þjálfun. „Ég hef mjög gaman af því að þjálfa og kenna. Kannski langar mig síðar að taka að mér meistara- flokk. Ég hef spilað undir stjórn manna eins og Boris, Tobba Jens, Alla Gísla, Óskars Bjarna, Gumma Gumm og fleiri góðra. Ég er búinn að viða að mér mikilli reynslu og það ætti að hjálpa mér eitthvað. Mikið andskoti mætti ég vera heimskur ef ég gæti ekki nýtt mér það eitthvað,“ sagði Sigfús léttur. „Það er samt mjög gaman að vinna með krökkunum. Þá sér maður best hvort það er að virka sem maður er að kenna. Það er gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum.“ Sigfús segir að margt sé að í yngri flokka þjálfun. Ofuráhersla sé lögð á að vinna í stað þess að vinna með krökkunum og leyfa öllum að vera með. Það er nefni- lega aldrei að vita hvenær krakkar springa út. Það þekkir hann sjálf- ur. „Ég var feitur markvörður í 5. flokki sem fékk ekki að vera með. Ég fékk aðeins að vera með í 4. flokki. Það var ekki fyrr en Rúss- arnir komu sem ég byrjaði að fá að spila eitthvað af viti. Það skiptir máli að leyfa krökkum að prófa sig áfram,“ segir Sigfús, sem sér ekki eftir neinu á sínum ferli. „Ég hef hugsað þannig að það þýðir ekki að horfa til baka og sjá eftir einhverju. Maður kemst ekk- ert áfram á því að vera alltaf að horfa í baksýnisspegilinn. Ég hef gert helling af mistökum en þeir hlutir móta mann. Þeir hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag.“ henry@frettabladid.is Meira í lífi nu en handbolti Einn dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðsson, hefur lagt skóna á hilluna. Endanlega að þessu sinni. Þessi 37 ára gamli jaxl hefur glatt þjóðina um árabil og náð frábærum árangri hér heima og erlendis. Hann segist skilja sáttur við handboltann og bíður spenntur eft ir nýjum tækifærum utan vallarins. HÁPUNKTUR FERILSINS Sigfús fagnar hér sigri á Ólympíuleikunum í Peking, þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er yndislegt að eiga haug af börnum og svo fullt af barna- börnum. Það er það sem lífið snýst um. Sigfús Sigurðsson SPORT GLEÐI OG SORG Ferill Sigfúsar var rússíbanareið. Faðir hans huggar hann hér eftir tap á EM í Noregi árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BYRJUN Sigfús hóf atvinnumanna- ferilinn hjá Magdeburg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AÞENA Sigfús spilaði á tvennum Ólympíuleikjum. Hér er hann í leik gegn Spáni í Aþenu árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.