Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Side 1

Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Side 1
Stórmerkileg sýning um siglingar og sjávarútveg Fösludaginn 15. júní sl. var opnuð stórmerkileg sýning í HA- HOLTI við Reykjanesbraut. Nafn sýningarinnar er SAGA SKIP- ANNA — svipmyndir frá sigling- um og sjávarútvegi — og eins og nafnið ber með sér er sýningin helguð sjósókn og sjávarútvegi. Á sýningunni eru milli 70 og 80 skipslíkön, stór og smá af eldri sem SAGA SKIPANNA - svipmyndir úr siglingum og sjávarútvegi. yngri fleytum. Þá er þar mikill fjöldi mynda frá sjósókn og af bátum og skipum. Ýmsir aðrir munir tengdir sjónum eru þar einnig til sýnis s.s. sundurtekið tundurdufl og trollvíraklippurnar frægu o.fl. o.fl. Það er Sædýrasafnið í Hafnar- firði sem að sýningunni stendur og er það von forráðamanna safnsins að jafnframt því sem sýningin verði fólki til ánægju og fróðleiks þá skili hún safninu einhverjum fjárhags- legum ábata. Aðgöngumiðaverði er mjög stillt í hóf og gerir öllum kleift að njóta þessarar stórmerku sýningar. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, opnaði sýninguna formlega og gat þess þá m.a. að honum fyndist sýningin öll hin áhugaverðasta og ættu þeir sem fyrir henni stæðu miklar þakkir skildar. Sýningin er eins og áður er sagði í HÁHOLTI við Reykjanesbraut og er hún opin alla daga frá kl. 14.00 - 22.00 fram til 8. júli n.k. 43 stúdentar útskrifast — Flensborg slitið 22. maí 1984 Nýstúdentar talið frá vinstri: Steina B. Níelsdóttir, Magnús Tryggvason, Guðbjörg Birna Bragadóttir, Halldóra Ó. Sigurðardóttir, Lóa María Magnúsdóttir, Petrea Óskarsdóttir, Örn Baldvinsson, Ingibjörg G. Sverrisdóttir, Halla Magnúsdóttir, Aníta Hannesdóttir, Guðmundur Skúli Hartvigsson, Guðmundur Kr. Sigurðsson, Bergur Helgason, Jón Viðar Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Björn Freyr Björnsson, Heimir Barðason, Gísli Gísla- son, Hjördís Rósa Halldórsdóttir, Bjarni Þórhallsson, Eiríkur Páll Jörundsson, Gunnar Þór Halldórsson, Jóhanna Pétursdóttir, Hjörleifur Jóhannesson, Friðrik Gíslason, Helgi Einarsson, Dagný Sverrisdóttir, Jón Garðar Hafsteinsson, Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, Pálína Vagnsdóttir, Jóhann Björnsson, Katrín Jónsdóttir, Guðríður Svavarsdóttir, Sif Jóhannesdóttir, Guðrún Ómarsdótir, Jóhanna G. Jóhannesdóttir, Guðný K. Einarsdóttir, Ólöf E.L. Sigurðardóttir, Jónína S. Vilhjálmsdóttir, Maria Ásmundsdóttir, Þorgils Ámundason, Björg Kristinsdóttir og Þórhalla Guðbjartsdóttir. Flensborgarskóla var slitið 22. maí sl. og voru þá brautskráðir 43 stúdentar og þrír nemendur með öðrum prófum. Bestum námsárangri náði Steina Borghildur Níelsdóttir sem lauk prófi með ágætiseinkunn af tveim- ur námsbrautum, málabraut og viðskiptabraut. Steina hafði alls 172 námseiningar, sem eru 39 ein- ingum umfram það lágmark sem krafist er til stúdentsprófs. Aðrir sem luku prófi með ágætiseinkunn voru Lóa María Magnúsdóttir, sem brautskráðist frá náttúrufræði- braut eftir þriggja ára nám í fram- haldsskóla, og Jón Viðar Gunnars- son sem brautskráðist af viðskipta- braut. Við skólaslitin veitti skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, 500. stúdentinum sem útskrifast úr áfangakerfi skólans sérstakan minjagrip. Stúdentinn sem varð þessa heiðurs aðnjótandi er Hall- dóra Ó. Sigurðarsdóttir.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.