Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 5
FJARÐARPÓSTURINN
5
Ávarp nýstúdents,
Lóu Maríu Magnúsdóttur,
á 17. júní 19841
Góðir Hafnfirðingar og aðrir
þjóðhátíðargestir!
í dag eru fjörutíu ár síðan lýð-
veldið var stofnað. Á slíkum tíma-
mótum fer ekki hjá því, að við lít-
um til baka og íhugum þær breyt-
ingar sem orðið hafa á íslensku
þjóðfélagi þessi fjörutíu ár. Á flest-
um sviðum hafa orðið gífurlegar
framfarir og velmegunin er mikil.
Þó vaknar spurningin: Höfum við
gengið til góða götuna fram eftir
veg? Er það mikilvægast í lífinu að
eiga stórt og glæsilegt einbýlishús,
— að minnsta kosti tvo bíla, helst
nýja, — litasjónvarp, myndbands-
tæki, ,,stereógræjur“, og geta
ferðast til útlanda yfir sumarið og í
jólaleyfinu? Svona virðist hugsana-
hátturinn vera í nútímaþjóðfélagi.
Lífsgæðakapphlaup yfirgnæfir
allt. Við vinnum og vinnum til þess
að fá sem mesta peninga til þess að
eyða. Kröfur okkar vaxa og pen-
ingaþörfin eykst. Hlutirnir sem við
kaupum eiga að gera lífið sem
þægilegast og ánægjulegast fyrir
okkur.
En erum við hamingjusöm, —
líður okkur vel? Aukin tíðni sjálfs-
víga bendir til að svo sé ekki. Fólk
eyðileggur líf sitt með eiturlyfjum
og öðrum vímugjöfum í^svo mikl-
um mæli að farið er að telja þetta
með stærstu vandamálum þjóð-
félagsins. Fjallað er um það á sér-
stökum þingum og ráðstefnum.
Valdamennirnir sitja í glerhúsum
sínum og reyna árangurslaust að
finna aðferðir til að útrýma vanda-
málinu án þess í raun og veru að
komast yfir orsakir þess eða leysa
það.
En hverjar eru orsakirnar? Hvað
er að? Hvað vantar? Ætli nokkur
viti það til fullnustu. Einn af mikil-
vægustu þáttunum tel ég vera skort
á mannlegum samskiptum. Fólk er
svo upptekið af því að vinna sér inn
peninga og eyða þeim, að mannlegi
þátturinn gleymist. Maðurinn er
félagsvera og það er honum nauð-
synlegt að hafa samskipti við aðra
menn. Kennsla í mannlegum sam-
skiptum hefur gleymst í hinu
flókna skólakerfi okkar. Við kunn-
um ekki lengur að hafa samskipti
við aðra.
Til þess að geta talast við og
kynnast nota allt of margir vímu-
gjafa til þess að vera ,,eðlilegir“ —
en eru þeir það raunverulega?
Hvað er til ráða? Jú. Komdu
fram við aðra eins og þú vilt að
aðrir komi fram við þig. Ef allir
færu eftir þessu væru flest vanda-
mál úr sögunni, stórvandamál eins
og t.d. styrjaldir og glæpir væru úr
sögunni, því hver vill láta drepa sig
eða stela frá sér? Samskiptavanda-
málin væru einnig úr sögunni.
Skortur á mannlegum samskipt-
um kemur einna verst niður á þeim
sem síst skyldi, á þeim sem mest
þurfa á umhyggju og aðstoð að
halda s.s. börnum, öldruðum og
fötluðum. Þarf þetta að vera
svona, getum við ekki eitthvað gert
til að bæta ástandið? Jú, ef allir
taka höndum saman er allt mögu-
legt. Förum að ráðum þjóðskálds-
ins Einars Benediktssonar, en hann
orti:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar,
þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð I nœrveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
svo biturt andsvar geftð án saka
hve iðrar margt lífið eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
Höfum þetta hugfast, bætum
samskiptin og gerum betra þjóð-
félag.
SIMI 53546
SÖLUTURNINN HRINGBRAUT 14
SÍMI53546
Gos, sælgæti
Brauð og kökur
Allar mjólkurvörur
OPIÐ- Nýlenduvörur
Virka daga:
frá kl. 9.00 - 23.30
Um helgar:
frá kl. 10.00 - 23.30
□□□0!
15-30%
afmælisafsláttur
á öllum vörum
verslunarinnar.
REYKJAVIKURVEG 66 222 HAFNARFJ.
í B'LA:taski, háta'arar
og
io«net-
ú,varPa-'- At)NVM
íseTN'N6 A
Ferðaútvarpstæki,
Ryksugur,
Vídeospólur og kasettur.
Sjónvarpsloftnet og
FM loftnet á hús.
Sjónvarpskapall
Rafhlöður, ýmsar gerðir.
Stungur og samtengi fyrir sjónvörp o.fl.
Radioröst hf.
Dalshrauni 13, S. 53181
V J