Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Síða 10
10
FJARÐARPÓSTURINN
„Reikna með aö Ijúka ferlinum
í mínu gamla félagi"
Hvaða hafnfirskur áhugamaður
um íþróttir þekkir ekki Andrés
Kristjánsson, handboltamanninn
úr Haukum? Hann heillaði bæjar-
búa og aðra landsmenn með snjöll-
um leik ,,á línunni“ og var talinn
einn okkar allra besti handbolta-
maður áður en hann fór til Svíþjóð-
ar fyrir nokkrum árum. Þar sem
við vissum að mörgum þykir fengur
að fregnum af Andrési og fjöl-
skyldu, þeim Sjöfn Haukdsóttur og
Kristjáni syni þeirra, brugðum við
undir okkur betri fætinum
(dekkjunum reyndar) og brennum
niður til Eskilstuna sem er um 1
klst. akstur frá Stokkhólmi. Því
miður var Sjöfn að fara í vinnuna
svo við gátum ekki svo mikið rætt
við hana, en náðum þeim mun
betra taki á Andrési, sem tók höfð-
inglega á móti okkur og sýndi,
alveg óvænt, meistaralega hæfni í
matreiðslulistinni. En gefum
Andrési orðið meðan hann stússar
í eldhúsinu, við sitjum í eldhús-
króknum vinsæla og látum fara vel
um okkur á meðan.
„Aðalástæðan fyrir því að við
fluttum erlendis var sú að ég ætlaði
í áframhaldandi nám, og les nú við
Háskólann i Örebro, í „System-
vetenskapliga linjen“. Tölvufræði
er held ég það íslenska orð sem
kemst næst sænsku merkingunni,
þó það sé mjög ónákvæmt. En
ástæðan fyrir því að við komum til
Eskilstuna er að Logi bróðir
(bæjarstjóri á Neskaupstað, vina-
bæjar Eskilstuna) þekkti til hér og
kom mér í samband við handbolta-
liðið G.U.I.F. sem ég komst strax á
samning hjá.
Það er skemmst frá því að segja
að það var tekið frábærlega á móti
okkur. Félagið hefur staðið við alla
samninga með prýði, útvegaði
okkur góða íbúð og hefur veitt
okkur ýmsa aðra fyrirgreiðslu sem
stórlega létti undir með okkur, sér-
staklega í byrjun. Við eignuðumst
fljótt góða kunningja. Hér eru
nokkrar aðrar íslenskar fjölskyldur
sem við komumst fljótt í kynni við,
og eins höfum við kynnst mörgum
Svíum og umgöngumst þá mikið.
Ég verð að segja að við þekkjum
ekki þá drumbslegu hlið á Svíum
sem okkur virðist margir íslend-
ingar kvarta yfir. Þetta er hresst og
skemmtilegt fólk sem við kunnum
mjög vel við.
Fyrstu mánuðirnir fóru í að
koma sér fyrir, athuga með námið
og koma sé inní málið, en við byrj-
uðum bæði á því að fara á sænsku-
námskeið. Við komum hingað í
september en ég var ekki löglegur
leikmaður með félaginu fyrr en 1.
desember, þannig að við gátum
tekið það rólega í byrjun. En ann-
ríkið lét ekki á sér standa, leikir og
æfingar á fullu og síðan fæddist
Kristján í mars þannig að ekki var
minna að gera á heimavelli.“
**
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
«
♦
«
«
«
«
*
*
*
«
*
«
«
*
*
«
*
«
*
***************************
Hafnfirðingar!
Munið að hjá okkur er opið allan
sólarhringinn.
BÍLASTÖÐ
HAFNARFJARÐAR
Reykjavíkurvegi 58
símar: 5 1 666 • 51667
50888 - 50889
Munið okkar vinsælu
nætursölu.
%
♦
♦
*
«
*
♦
«
*
♦
*
*
«
*
«
*
«
«
«
*
*
*
«
«
*
*
*
«
*
*
*
% *
****************************
Andrés Kristjánsson í leik með sænska liöinu GUIF.
Hvað geturðu sagt okkur um
mun á aðstöðu og æfingum hér og
heima?
„Munurinn er í fyrsta lagi sá að
hér eru hvorki meira né minna en
fjórar manneskjur í fullu starfi á
skrifstofu félagsins, sem sjá um alla
starfsemi þess. Æfingar eru fyrr á
daginn en heima, yfirleitt kl. fimm
eða hálf sex, og allan æfingafatnað
og þvi sem fylgir fáum við ókeypis.
Það er auglýsing frá framieiðslu-
fyrirtækjunum að sjálfsögðu.
Læknir kemur á æfingar minnst
einu sinni í viku og öll þjónusta við
leikmenn er mjög góð. Við gerum
ekkert annað en æfa og spila, það
er séð um allt annað fyrir okkur.
Öll æfingaaðstaða er miklu fjöl-
breyttari hér, við getum gengið í
laugina, stundað lyftingar og margt
fleira.
Hver og einn hefur afmarkað
verkssvið, þjálfari þarf bara að sjá
um þjálfun. Hann þarf ekki að
hafa áhyggjur af því að vera vallar-
stjóri, mála völlinn, sjá um auglýs-
ingasöfnun, leysa deilur og annað
eins og vill brenna við heima. Það
er sérstakur maður sem sér um bún-
inga og það eru fimm menn sem
gera ekkert annað en að sjá fyrir
ýmsum þörfum leikmanna. Nú,
það er svo alltaf læknir viðstaddur
alla leiki, sem er mjög mikið örygg-
isatriði ef einhver verður fyrir
meiðslum“.
Sérgrein okkar er
huroasmiði
Við erum ekki stórir.en þekktir
fyrir vandaða vinnu 05 hagkvæm
verð. Hafðu sambanck við gerum
tilboð og veitum þér allar frekari
upplýsingar um glugga- og hurða-
smíði.
GLUGGA-OG HURÐASMIfXJA
SIGURÐAR BJARNASONAR
Dalshrauni 17, HafnarfirÖi, simi-53284.