Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 12
12
FJAROARPÓSTURINN
—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—
Myndarlega staöiö að
uppbyggingu á
FH-svæðinu í Kaplakrika
Albert Guðmundsson og Árni Grétar Finnsson hafa komið síðustu pall-
einingunni fyrir. Á milli þeirra stendur formaður FH, Bergþór Jónsson.
Laugardaginn 16. maí sl. bauð
stjórn FH til sín gestum í tilefni þess
að búningsaðstaða félagsins við
grasvöllinn og hluti stúkunnar eru
nú fokheld. Til þessa ,,reisugillis“
var boðið ráðherrum, bæjarstjórn-
armönnum, byggingameisturum
og ýmsum öðrum sem með einum
eða öðrum hætti tengjast þessum
byggingarframkvæmdum.
Þórður Sverrisson, stjórnar-
maður og Bergþór Jónsson, for-
maður FH ávörpuðu gesti og röktu
framgang framkvæmda á Kapla-
krikasvæðinu.
Nokkrir forráðamenn FH, glaðir á
góðri stund.
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra og Árni Grétar Finnsson,
forseti bæjarstjórnar, urðu þess
heiðurs aðnjótandi að koma fyrir
síðustu palleiningunni í þeim hluta
stúkunnar sem uppsteyptur er.
FH-konur sáu um glæsilegar
veitingar sem menn neyttu með
góðri lyst.
Fjarðarpósturinn óskar FH-
ingum til hamingju með þennan
áfanga og árnar þeim heilla í fram-
tíðinni.
Körfuboltaskóli HAUKA
20.-26. ágúst
Körfuknattleiksdeild Hauka
verður í ágúst með körfuboltaskóla
fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7
til 9 ára (yngri flokkur) og 10 til 12
ára (eldri flokkur).
Kennslan fer fram í íþróttahúsi
Víðistaðaskóla.
Farið verður yfir helstu undir-
stöðuatriði körfuknattleiksins og
leikið á „minni körfu“. Þá verður
boðið upp á körfuknattleiksmyndir
af myndböndum og jafnframt
munu þekktir körfuknattleiks-
menn og þjálfarar koma í heim-
sókn.
Námskeiðið verður sem hér
segir:
Mánudaginn 20. ágúst verður
innritað og byrjað. Verð fyrir nám-
skeiðið er kr. 200.-. Stendur nám-
skeiðið síðan út vikuna.
Sunnudaginn 26. ágúst cndar
námskeiðið með móti fyrir þátttak-
endur o.fl.
Kennari verður Ingvar S. Jónsson,
íþróttakennari og þjá/fari.
undirbúningur
hafinn fyrir
næsta vetur
3L
Einar. Webster.
Haukar hafa nú gengið frá ráðn-
ingu Einars Bollasonar sem þjálf-
ara í körfunni næsta vetur. Þó
skipulagðar æfingar séu ekki
hafnar þá hafa Haukarnir haldið
Hafnfirðingar • Nágrannar
Viö erum meö vélastillingar, hleöslu- og
startaraviógerðir, auk allra almennra viögeróa.
Reynið viðskiptin, ódýr, fljót og góð þjónusta.
Vönduð vinna vanir menn.
BÍLASTILLING SOS HF.^
REYKJAVÍKURVEGI64 - HAFNARFIRÐI
SIMI 54318 NAFNNÚMKR 1109-0834
sér í fullu formi og „leikið sér“
tvisvar í viku til þess að vera til-
búnir í slaginn næsta vetur. í raðir
þeirra bætist nú Dakarsta Webster
sem hefur fengið íslenskan ríkis-
borgararétt og fer nú að fara um
hin liðin í deildinni. Ekki er að efa
að Haukar stefna á toppsæti úr-
valsdeildarinnar og það verður
enginn svikirin af að fylgjast með
úrvalsdeildinni næsta ár.
Þá hefur Ingvar S. Jónson tekið
að sér þjálfun og umsjón með yngri
flokkum Hauka í körfubolta. Það
er því vel séð fyrir þjálfun hjá
Haukum og sannarlega verður
gaman að fylgjast með gengi
Haukanna í körfunni næsta vetur.
% ..i 4 * »*•
V* f VjS
«•
VIÐ SPORUM ÞÉR SRORIN
Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur nú tekið upp verslun með
erlendan gjaldeyri í afgreiðslu sinni við Strandgötu.
Fyrst í stað nær gjaldeyrisþjónustan til
Ferðamannagjaldeyris,
námsmannagjaldeyris og
innlendra gjaldeyrisreikninga.
Gjaldeyrisviðskiptin eru enn einn
þátturinn í vaxandi þjónustu
sparisjóðsins við viðskiptavini sína.
Öll viðskipti á einum stað
spara tíma, ferðir og fyrirhöfn.
n
Sparisjóðurinn sér um sína.
5PARI5JÚÐUR
HAFNARFJARÐAR
STRANDGÖTU 8—10 - Q 54000
VISA ISLAND