Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Page 16

Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Page 16
Slökkviliðsstjóri með góðum gestum. HAFNARFJARÐARDAGUR FMRDflR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að efna áriega til svonefnds Hafnarfjarðardags, en á þeim degi skal kynna einhverjar af stofnunum bæjarins fyrir almenn- ingi. Þ. 5. júní sl. voru Slökkvilið Hafnarfjarðar og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kynnt bæjarbúum. Á Slökkvistöðinni voru tæki og búnaður Iiðsins til sýnis og starf- semin kynnt í máli og myndum. Þá notuðu slökkviliðsmenn tækifærið og sýndu kvikmynd um eldvarnir og kenndu meðferð handslökkvi- tækja. Fiskiðjuver Bæjarútgerðarinnar var einnig opið almenningi. Sýndar voru kvikmyndir um fiskvinnslu og starfsemi frystihúsa, gengið var undir leiðsögn um vinnslusali fyrir- tækisins og fylgst með vinnslu. í matsal fyrirtækisins voru fram- reiddir ótal gómsætir sjávarréttir sem gestkomandi gafst kostur á að bragða og jafnvel taka með sér heim í formi uppskrifta. Það verður ekki annað sagt en að kynning þessara fyrirtækja hafi tekist vel og verið forsvarsmönnum þeirra og starfsfólki til mikils sóma. í Bæjarútgerðinni á Hafnarfjarðardegi. BÆJARMALA Lpunktar * Bæjarráð hefur samþykkt að tekin verði upp tímabundin gangbrautarvarsla á mótum Reykjanesbrautar og Flata- hrauns vegna íþróttanámskeiða í Kaplakrika. * Bæjarráð hefur óskað eftir því við skipulagsnefnd, að hún hraði vinnu við afmörkum lóð- ar og aðkomuleiða við Hauka- húsið, þannig að af afhendingu eignarhluta bæjarins í Hauka- húsinu geti orðið, sbr. sam- þykkt bæjarstjórnar frá 13. mars sl. * Á fundi bæjarstjórnar þ. 19. þ.m. var felld á jöfnum atkvæð- um tillaga um að bæjarstjórn heimili fyrir sitt leyti Gylfa Norðdal og Haraldi Hansen að reka knattborðsstofu (billjard) í SNÓKER að Hjallahrauni 13. Atkvæði féllu á þann veg í bæjarstjórn að 4 greiddu atkvæði með tillögunni 4 voru á móti og 3 sátu hjá. Með atkvæðagreiðslu þessari virðist það vera yfirlýstur vilji bæjarstjórnar að umræddum aðiljum verði endanlega óheim- ill rekstur knattborðsstofu og/ eða leiktækjasalur í SNÓKER. * Úr fundargerð rafveitustjórn- ar frá 7. maí sl.: „Rafveitustjóri skýrði frá nauðsyn þess að ráða álesara í veikindaforföllum Helga Enokssonar, sem verður frá vinnu um nokkurra mánaða skeið. Rafveitustjóra var falið að leysa málið fyrst um sinn.“ Já, það er ekki fátt sem menn taka sér fyrir hendur. * Á fundi bæjarstjórnar þ. 19. júní sl. kvaddi bæjarritari bæjarstjórn með stuttu ávarpi, en hann lætur nú af störfum hjá bænum eftir 15 ára samfellt starf. í ávarpi Guðbjörns kom m.a. fram að á ferli sínum hefur hann á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar skrifað 9200 blaðsíður í fundargerðarbækur þessara aðilja. Eins kom fram á þessum 15 árum jafngilti sá tími sem hann hefur setið fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar 3 árum samfellt (8 st. á dag). Forseti bæjarstjórnar, Árni Grétar Finnsson, þakkaði Guð- birni frábær störf í þágu bæjar- félagsins og árnaði honum og fjöiskyldu hans alls velfarnað- ar. EINA SERVERSLUNINIHAFNARFIRÐI MEÐ LJÓSMYNDAVÖRUR ndavörurog rammar í úrvali larþjónusta samdægurs LJÓSMYNDAVERSLUN n Am Jimil] T REYKJAVIKURVEGI 64 220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 54710

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.