Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Side 4

Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Side 4
4 FJARÐARPÓSTURINN - BROT ÚR BÆIARLÍFINU - D Gunnar Gravdal, borgarstjóri Bærum vinabæjar Hafnarfjarðar í Noregi, var staddur hér á landi í síðustu viku. Notaði hann tækifærið og heimsótti Hafnarfjörð og skoðaði m.a. Sjóminjasafnið í fylgd Einars I. Halldórs- sonar, bæjarstjóra. Sundnámskeið Ingvars Jónssonar fyrir börn hafa verið fádæma vel sótt og vinsæl. Þessi hópur var að ljúka námskeiði. 25 ár í Sparisjóðnum. Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri átti 25 ára starfsafmæli 1. júní s.l. Hann hóf störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. júní 1961 21 árs að aldri. Sparisjóðurinn var þá til húsa í Ráðhúsi Hafnarfjarðarbæjar. Starfsmenn voru 6. Sparisjóðsstjóri var Matthías Á. Mathiesen núverandi utanríkis- ráðherra, sem nú er ennfremur i stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Hjá Sparisjóðnum starfa tveir starfsmenn aðrir sem voru þar fyrir 25 árum, það eru þær Elsa Guðjónsdóttir er verið hefur starfsmaður Spari- sjóðs Hafnarfjarðar í 37 ár og Hrefna Eyjólfsdóttir sem starfað hefur i 26 ár, en hennar starfstími hefur ekki verið samfelldur. Hjá Sparisjóðnum starfa í dag 66 starfsmenn þar af 13 í útibúinu að Reykjavíkurvegi 66. Frjálsíþróttadeild FH hefur séð um framkvæmd þessa víðavangs- hlaups sl. 14 ár. Við fengum Lúðra- sveit Hafnarfjarðar til þess að leika nokkur Iög áður en hlaupið hófst, en þvi miður varð að hætta því af fjárhagsástæðum. Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri og Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri framan við nýju slökkvibifreiðina á afhendingardegi hennar._____________ HefurstarfaðílSár hjá Sparisjóðnum. 1. júní s.l. voru liðin 15 ár frá því Þorleifur Sigurðsson hóf störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Fyrsta árið gegndi hann störfum gjaldkera, en starfaði síðan í lána- deild og veitti henni forstöðu til 1. maí á síðasta ári, er hann tók við starfi útibússtjóra í Norðurbæjar- útibúi Sparisjóðsins.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.