Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 10
10
FJARÐARPÓSTURINN
270 imglingar í vinnuskólanum
Rætt við mgvar viktorsson, for-
stöðumann um starfsemi skólans
Jóhann Morávek skipuleggur daginn með sinum hópi.
Það verður gaman að fylgjast með „hljóðmúrnum“ eftir að unglingar
Vinnuskólanum hafa farið um hann höndum.
Þáttur vinnuskólans í fegrun
bæjarins er ákaflega mikill. Það er
ekki síst þeim unglingum sem þar
eru að þakka hve miklum stakka-
skiptum Hafnarfjörður og nánasta
umhverfi hefur tekið undanfarin
ár.
Ingvar Viktorsson hefur verið
forstöðumaður Vinnuskólans síð-
ustu árin. Við fórum með honum
hringferð um bæinn og fengum
hann til þess að segja okkur frá
starfsemi Vinnuskólans í sumar.
Umsvifin aukast.
„Það má segja að starfsemin sé í
nokkuð föstum skorðum, en
umsvifin eru þó alltaf að aukast.
Við erum með um 270 unglinga í
um 20 hópum. Lögð er áhersla á að
ekki séu fleiri en 10 - 12 í hóp. Fyrir
hverjum hópi er flokksstjóri. Hann
verður að vera orðinn tvítugur og
búsettur í Hafnarfirði. Af þessum
270 unglingum eru nokkrir á leik-
völlum þæjarins og annast þar
gæslu undir umsjón þeirra sem þar
starfa. Þá eru einnig hópar að
störfum hjá hinum ýmsu félaga-
samtökum í bænum.
Fjölbreytt starfsemi.
Starfsemin í sumar verður mjög
fjölbreytt. Margir hópar verða í
hreinsun bæjarins og bæjarlands-
ins. Það er með ólíkindum hve
mikið drasl safnast upp árlega. Það
skiptir mörgum tonnum. Einn
skemmtilegasti þáttur Vinnuskól-
ans er aðstoð við öryrkja og ellilíf-
eyrisþega. Hópar sjá um að slá
blettinn og hirða fyrir fólkið og
hefur þetta verið mjög vel þegin
þjónusta og oft endað með stór-
veislu fyrir unglingana. Ýmis
félagasamtök hafa fengið aðstoð
hjá okkur eins og áður sagði. Við
lánum þeim hópa ef á þarf að halda
endurgjaldslaust.
Nú, einn hópur byrjar sína vinnu
klukkan 6 á morgnana. Sá hópur
sér um að miðbærinn sé sæmilega
hreinn þegar þæjarbúar fara
almennt á stjá.
Ingvar ásamt Magnúsi Baldurssyni, aðstoðarmanni sínum.
Það kennir margra grasa í draslinu. Hér er Edda Arnbjörnsdóttir og
hennar hópur með „sýnishorn“.
Gott félagslíf.
Félagslegi þátturinn gleymist
ekki. Á timabilinu sem Vinnuskól-
inn starfar fer hver hópur einu sinni
í útilegu með flokksstjóra sínum.
Aðra hvora helgi er dansleikur og í
lokin er alltaf mikið um að vera hjá
okkur eins og flestir bæjarbúar vita
nú orðið. Samstarf er að hefjast við
vinnuskóla í nágrannabyggðar-
lögunum. Rætt hefur verið um
sameiginlegt mót og fleira í þeim
dúr.
Gott samstarf við marga
aðila.
Ég vil sérstaklega nefna Kristján
Gunnarsson, garðyrkjufræðing
bæjarins. Hann er okkar lífakkeri
ef svo má segja. Hann leiðbeinir
flokksstjórum um rétt vinnubrögð
og við skipuleggjum ýmis verkefni í
samráði við hann. Þá hefur sam-
starfið við starfsmenn áhaldahúss-
ins gengið sérstaklega vel og þeir
verið okkur mjög innan handar.
í skógræktinni er alltaf hópur og
Ólafur Vilhjálmsson, sem þar
ræður ríkjum hefur verið óþreyt-
andi að segja unga fólkinu til í
gróðurstörfunum.
Margir flokksstjórar ár eftir
ár.
Þar sem hver hópur er nokkuð
sjálfstæð eining, er mjög vandað til
flokksstjóra. Margir þeirra eru
búnir að vera nokkur ár hjá vinnu-
skólanum. Við Magnús Baldurs-
son, sem er mín hægri hönd,
höldum reglulega fundi með
flokksstjórunum, þar sem verkefn-
in eru rædd og einnig ýmis vanda-
mál sem upp kunna að koma. Þetta
er mjög samhentur hópur, sem lært
hefur að vinna vel saman og flestir
með mikla reynslu við verkstjórn,
þó margir séu ungir að árum.
Laun hækkuð.
Nú eru um 60 - 70 fleiri unglingar
en í fyrra. Þar munar mestu held ég,
að launin voru hækkuð töluvert frá
því í fyrra. Nú fá unglingar fæddir
1971 80,80 kr. á tímann en þeir sem
fæddireru 1972 fá 71,30 kr. Þettaer
svipað og er í nágrannabyggðar-
lögunum. Þetta hefur tvímælalaust
skapað meiri virðingu hjá ungling-
um fyrir vinnunni og þeir leggja sig
betur fram.
Þar sem tæplega 300 unglingar
starfa við hin marvíslegustu verk-
efni er mikils um vert að vel sé á
málum haldið. Vinnuskóli Hafnar-
fjarðar er til mikillar fyrirmyndar
og verkin sýna merkin. Hér fer
saman uppeldi og athöfn og bæjar-
búar allir njóta góðs af. Því fé er
sannarlega ekki illa varið sem veitt
er til uppbyggingar og starfsemi
Vinnuskólans. Þess sér sannarlega
víða stað í Hafnarfirði.