Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Qupperneq 6
6 FJARDARPÓSTURINN vegleg peningagjöf Aðalheiður Pétursdóttir gefur Hringnum peninga- gjöf til minningar um Þórunni systur sína. í vetur barst Kvenfélaginu Hringnum í Hafnarfirði peninga- gjöf aö upphæð 50 þús. kr. frá Aöalheiði Pétursdóttur. Aðalheiður gaf peningana til ininningar um systur sína, Þórunni Pétursdóttur sjúkraþjálfara en luin heföi oröið áttræð 10. mars sl. Þórunn arf- leiddi Hringinn að peningaupp- hæð, sem nota átti í þágu vangef- inna harna. Var þá stofnaður Þórunnarsjóður og hefur Kven- félagið gefiö fé úr þessum sjóði til hjálpar börnum og vangefnum. Nú síðast voru sambýlinu að Kletta- lirauni færðar 35 þús. kr. Pening- arnir sem Aðalheiður gaf runnu í þennan sjóð. Þórunn var flestum Hafnfirðingum að góðu kunn en hún rak nuddstofu hér i Hafnar- firði um 30 ára skeið. Þær systur Þórunn og Aðalheiður bjuggu hér um árabil og síðast að Alfaskeiði 40 eöa þar til Þórunn lést árið 1978. Eftir það flutti Aðalheiður til Reykjavíkur og býr ein í eigin íbúð að Skipholti 51 þó hún sé orðin 85 ára gömul. Aðalheiður Pétursdóttir Við slógumst í för með tveimur Hringskonum þeim Huldu Sigurð- ardóttur, formanni Hringsins og Þórdísi Albcrtsson er þær færðu Aðulhciði þakkir fyrir þessa höfð- inglegu gjöf. Aðalheiður ber aldurinn vel og þrátt fyrir smá lasleika síðustu daga tók hún á móti okkur með hlöðnu veisluboröi. Aðalheiður varð fús- lega við þeirri beiðni okkar að segja í stuttu máli frá lífi og starfi þeirra systra og þá aðallega árunum þeirra hér í Hafnarfirði. „Við erum fæddar í Ólafsvík en fluttum fljótlega til Grundarfjarð- ar og ólumst þar upp. Eftir að við fluttum suður vann ég á ýmsum stöðum og þá helst störf sem fólust í því að hlúa að fólki. Ég vann lengi hjá Líkn, fór þá í hús og aðstoðaði ef um veikindi var að ræða eða meðan kona lá á sæng. Einu sinni var sagt um mig að ég væri brot úr hjúkrunarkonu og það þótti mér vænt um. í þessu starfi kynntist ég mörgu góðu fólki. Ég gerðist líka ráðskona, var í nær 5 ár hjá Sturlu Jónssyni, kaupmanni, sem bjó á Laufásveginum. Þórunn dvaldi á þessum árum í Englandi. Þar lærði hún sjúkra- nudd og vann sem sjúkraþjálfari í London allt stríðið. Alls var hún í Englandi rúm 11 ár og allan þann tima bjó hún að mestu hjá enskum hjónum sem hún hafði kynnst hér heima gegnum Þorleif Þórðarson, forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins. Þessi hjón voru barnlaus en reynd- ust Þórunni eins og hún væri dóttir þeirra. Eftir heimkomuna keypti Þórunn fljótlega nuddstofuna og við fluttum báðar í Fjörðinn. Fyrst bjuggum við að Sunnuvegi 6 en keyptum seinna hæð á Álfaskeiði 40 og bjuggum þar þangað til Þórunn dó 1978 en þá flutti ég til Reykjavíkur. Ég sé alltaf eftir því að hafa flutt úr Firðinum. Þar hefði ég átt að vera áfram. Flest öll árin mín í Hafnarfirði vann ég á Sólvangi. Ég byrjaði þar áður en Sólvangur tók til starfa sem elliheimili, í fyrstu aðallega við saumaskap, saumaði rúmfatnað, gardínur o.fl. Eftir að sjúklingar komu inn á heimilið aðstoðaði ég yfirhjúkrunarkonuna þangað til hún fékk lærða hjúkrunarkonu. Þá vann ég við ljósaböðin og mynda- tökur þegar farið var að taka röntgenmyndir á Sólvangi. Ég held að árin mín þar hafi í allt orðið 27. Eins og áður hefur komið fram keypti Þórunn nuddstofu hér í Hafnarfirði og þar starfaði hún í um það bil 30 ár eða alveg fram á sinn síðasta dag þrátt fyrir erfið veikindi seinustu árin. Þórunn hafði áhuga á öllum sem áttu bágt, bæði mönnum og málleysingjum og sérstaklega bar hún hag þeirra barna, sem áttu við erfiðleika að búa, fyrir brjósti. Þórunn gekk snemma í Hringinn og má segja að hún hafi verið Hringskona af lífi og sál. Hún gegndi þar mörgum trúnaðarstörf- um og var m.a. lengi gjaldkeri, og ekki lét hún veikindi sín aftra sér frá því að starfa með þeim Hrings- konum. Mér þykir vænt um að geta eflt þennan sjóð til styrktar vangefnum börnum en Þórunn var búin að ræða mikið um að gefa peninga í þágu barna og því fannst mér ég best minnast áttræðisafmælis hennar með þessari peningagjöfí1 Margt fleira kom fram í viötalinu við Aðalheiði, inargt sem gaman hefði verið að gera skil en veröur að bíða betri tíma. Orðsending til rafmagnsnotenda Þegar álesari er í álestraryfirferð og kemst ekki inn í hús til að lesa á rafmagnsmæla, skilur hann eftir grænt spjald, með beiðni til notenda um að lesa á mælinn eða mælana og koma álestri til rafveitunnar. Vinsamlegast bregðist vel við þessari beiðni og sendið rafveitunni álesturinn strax, annað hvort með græna spjaldinu eða símleiðis, svo að ekki þurfi að áætla rafmagnsnotkunina á næsta reikningi. Með bestu kveðju Rafveita Hafnarfjarðar SNYRTISTOFAN ANDUTSBÖÐ • HÚÐHREINSANIR • FÓTAAÐGERÐIR • VAXMEÐFERÐIR • HANDSNYRTING • UTANIR •FÖRÐUN Opnunartími: Kl. 13 - 18 mánudaga ■ HULDA '■ BENEDIKTSDÓTTIR föstudaga „ snyrtifræðingur M Klausturhvammi 15 2r 65 19 39 Kl. 9 - 13 laugardaga

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.