Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Síða 11
FJARÐARPÓSTURINN
11
Úr ársskýrslu Unglinga-
heimilis ríkisins
I ársskýrslu Unglingaheimilis
ríkisins frá 1985 er fjallað um
starfsemi á vegum heimilisins s.s.
unglingaráðgjöf, neyðarathvarf,
meðferðarheimili, sambýli og
skóla.
í skýrslunni kemur ýmislegt fram
og athyglisvert. Skal hér drepið á
nokkur atriði:
Fíkniefnadeild
Unglingaheimilinu hefur gengið
fremur illa að leysa vanda þeirra
unglinga sem eru farinir að truflast
af fíkniefnaneyslu enda ekki náð að
sérhæfa sig á því sviði. Sýnist mikil
þörf á að leysa betur þann vanda og
er talið að heimili utan þéttbýlis
með ca. 5-6 vistunarmöguleikum
með sérhæfðu starfsfólki sé helsta
úrræðið.
Meðferðar- og ráðgjafar-
deild
Á vegum Unglingaheimilisins
starfar meðferðar- og ráðgjafar-
deild. 1985 var fyrsta heila starfsár
deildarinnar. Vinna starfsmanna
þar er að mestu fólgin í meðferð
unglinga og fjölskyldna þeirra og
ráðgjöf vegna ýmissa félagslegra og
sálrænna erfiðleika.
Fjöldi skjólstæðinga deildar-
innar 1985 var 115 unglingar, 75%
stúlkur og 25% piltar. Af þessum
fjölda lentu 73 unglingar í meðferð.
I þeim hópi voru 15 og 16 ára
unglingar mest áberandi eða sam-
tals 24 stúlkur og 5 piltar.
Aðalástæður fyrir beiðni um
aðstoð (meðferð) voru óöryggi og
kvíði og síðan samskiptaörðug-
leikar við foreldra eða fjölskyldu-
erfiðleikar. Vegna þeirra ástæðna
einna naut 41 unglingur meðferðar.
Alls voru beiðnir um aðstoð
vegna vímuefnanotkunar 5.
Kæli- og frystitæki
ai
Onnumst allar
viðgerðir á ísskápum
og frystikistum auk
sérsmíði við yðar hæfi.
Fljót og góö þjónusta
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
Sfra,
östvefh
Reykjavíkurvegi 25 • Hafnarfirði
Simi 50473
Hverjir vísa málum til
meðferðar?
Það er athyglisvert að af 73
nýjum meðferðarmálum á árinu
1985 koma um lA skjólstæðinga að
eigin hvötum eða foreldranna.
32 unglingar koma til deildar-
innar af eigin frumkvæði en 17 fyrir
tilstilli foreldra eða í samráði við
þá.
Búseta skjólstæðinga
Ef litið er á búsetu þessara 73
einstaklinga kemur í Ijós skipting
sem hér greinir:
Reykjavík: 36 (14 piltar, 22 stúlkur)
Kópavogur: 11 (1 piltur, 10 stúlkur)
Hafnarfjörður: 7 (1 piltur, 6 stúlkur)
Garðabær: 5 (3 piltar, 2 stúlkur)
Vistanir o.fl.
Margt athyglisvert kemur fram í
ársskýrslunni s.s. að vistunar-
dögum hefur fækkað verulega frá
meðaltali áranna 1982-85. Aldurs-
hóparnir 15 og 16 ára voru fjöl-
mennastir þeirra sem vistaðir voru
1985 eða 52 af 78.
í þessum hópi voru 6 einstakling-
ar frá Hafnarfirði (1 vistaður af
lögreglu, 5 af félagsmálastofnun).
BIFREIÐAEIGENDUR!
TAKIÐ EFTIR!
Erum með alhliða þjónustu
Mótorstillingar — ljósastillingar
*eN
0
0
0
þjónusta
CSE3 LÖKI
Bifreiða verkstæði
Skútahrauni 75
Símar 54958 og 651221
Símsvari á kvöldin
og um helgar
Sendibílastöð
Hafnarfjarðar
OPIÐ kl. 8 ■ 18
simi
1111
FJflRDflR
pösturmn
Símar:
651745, 51261,
51298, 53454
Úrval af sælgæti
og gosi.
Brauð
Kökur
Mjólkurvörur
Nýlenduvörur
SOLUTURNINN
HRINGBRAUT 14
a 53546
HAFNARFIRÐI
OPNUNARTIMI
Virka daga: kl. 900.2330
Um helgar: kl. 10°° - 2330
Bflastöð Haftiaríjarðar
auglýsir:
Hafhfirðingar
Garðbæingar Álftnesingar
Erum með bíla í Hafnarfirði og Garðabæ.
* Erum með bíla á öllu Reykjavíkursvæðinu.
* Innanbæjargjöld á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu
* Áratuga þjónusta við Hafnarfjörð, Garðabæ og
Álftanes.
Verslið við eigin bílastöð sem er opin allan
sólarhringinn. símar: siööö og sosss